Samfélagið í áfalli vegna málsins Vésteinn Örn Pétursson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 12. maí 2024 19:09 Frá Reykholti. Vísir/Vilhelm Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem segir að málið hafi komið upp í lok apríl. Lögreglan heldur spilunum þétt að sér í málinu en greinir frá því að sá sem varð fyrir árásinni sé af erlendum uppruna, hafi verið hér á landi í langan tíma en allir grunaðir í málinu eru Íslendingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu komst lögregla á snoðir um málið eftir að brotaþoli hafði ekki mætt til vinnu í tvo daga og vinnuveitandi hans hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Lögreglan á Suðurlandi hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu, embættis Ríkislögreglustjóra og embættis Héraðssaksóknara við rannsókn málsins sem er í fullum gangi. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagðist ekki geta veitt neinar frekari upplýsingar um málið þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógarbyggðar, að samfélagið sé í áfalli. Hún vonist til að rannsókn lögreglu gangi hratt og vel fyrir sig. Tengist fjölskylduböndum Ríkisútvarpið greinir sömuleiðis frá því að að hin grunuðu tengist fjölskylduböndum. Tvö þeirra séu á þrítugsaldri, sá elsti á sjötugsaldri en sá yngsti ekki orðinn tvítugur. Brotaþoli hafi leigt bílskúrsíbúð af einum gerandanum sem átti húsið þar sem brotið var á honum. Gerendur hafi haldið honum í kjallara hússins, haft af honum pening og gengið ítrekað í skrokk á honum. Eftir nokkurra daga frelsissviptingu hafi þau keyrt með manninn upp á Keflavíkurflugvöll og sent hann úr landi, mjög illa farinn, eins og það er orðað í frétt RÚV. Ekki liggi fyrir hvert hann hafi verið sendur. Lögreglumál Bláskógabyggð Fjárkúgun í Reykholti Tengdar fréttir Rannsaka alvarlegt ofbeldisbrot í Árnessýslu Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. 12. maí 2024 10:02 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem segir að málið hafi komið upp í lok apríl. Lögreglan heldur spilunum þétt að sér í málinu en greinir frá því að sá sem varð fyrir árásinni sé af erlendum uppruna, hafi verið hér á landi í langan tíma en allir grunaðir í málinu eru Íslendingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu komst lögregla á snoðir um málið eftir að brotaþoli hafði ekki mætt til vinnu í tvo daga og vinnuveitandi hans hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Lögreglan á Suðurlandi hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu, embættis Ríkislögreglustjóra og embættis Héraðssaksóknara við rannsókn málsins sem er í fullum gangi. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagðist ekki geta veitt neinar frekari upplýsingar um málið þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógarbyggðar, að samfélagið sé í áfalli. Hún vonist til að rannsókn lögreglu gangi hratt og vel fyrir sig. Tengist fjölskylduböndum Ríkisútvarpið greinir sömuleiðis frá því að að hin grunuðu tengist fjölskylduböndum. Tvö þeirra séu á þrítugsaldri, sá elsti á sjötugsaldri en sá yngsti ekki orðinn tvítugur. Brotaþoli hafi leigt bílskúrsíbúð af einum gerandanum sem átti húsið þar sem brotið var á honum. Gerendur hafi haldið honum í kjallara hússins, haft af honum pening og gengið ítrekað í skrokk á honum. Eftir nokkurra daga frelsissviptingu hafi þau keyrt með manninn upp á Keflavíkurflugvöll og sent hann úr landi, mjög illa farinn, eins og það er orðað í frétt RÚV. Ekki liggi fyrir hvert hann hafi verið sendur.
Lögreglumál Bláskógabyggð Fjárkúgun í Reykholti Tengdar fréttir Rannsaka alvarlegt ofbeldisbrot í Árnessýslu Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. 12. maí 2024 10:02 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Rannsaka alvarlegt ofbeldisbrot í Árnessýslu Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. 12. maí 2024 10:02