„Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Jón Þór Stefánsson skrifar 9. maí 2024 09:31 Hlaupaskórnir sem Mari Järsk klæddist í þegar hún sló Íslandsmet í bakgarðshlaupinu eru nú á uppboði. Vísir/Einar Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. Góðgerðardagurinn er haldinn árlega en þar velja nemendur gott málefni til þess að styrkja. Að þessu sinni voru þau tvö: annars vegar að styrkja börn á Gaza og hins vegar fer ágóðinn í Hjálpartækjasjóð Sindra. Rafnhildur Rósa Atladóttir, kennari við Hagaskóla, útskýrir í samtali við fréttastofu að nemendur haldi ýmsa viðburði á deginum og að hver bekkur taki þátt í því. Söfnunin hafi gengið vel að þessu sinni, en henni er þó ekki lokið þrátt fyrir að góðgerðardagurinn sé búinn þar sem að uppboðið sé enn í gangi. „Þetta eru náttúrulega sögulegir skór,“ segir Rafnhildur. „Við sendum skilaboð á Mari sem var alveg strax mjög til í þetta.“ Þegar þessi frétt er skrifuð er hæsta boð í skóna 35 þúsund krónur. Rafnhildur segir að það væri gaman að ná yfir hundrað þúsund krónum. „Við sjáum til hvað gerist. En það væri rosa gaman ef þetta myndi enda í ágætri upphæð.“ Aðrir ágætir munir voru á uppboði, en þar má nefna treyju frá Hannesi Halldórssyni fyrrverandi landsliðsmarkverði, treyju frá Kristófer Acox körfuboltamanni, treyju frá Rúnari Alex Rúnarssyni, landsliðsmarkverði og fyrrverandi leikmanni Arsenal, treyju frá Fanney Birkisdóttur landsliðsmarkverði og treyju áritaða af öllum úr meistaraflokki KR í knattspyrnu. Þeir munir seldust allir á Góðgerðardeginum. Uppboð á skóm Mari stendur yfir til klukkan níu á sunnudagskvöld og er aðgengilegt hér. Vinirnir fengu skólann til styrkja stjúpbróður hans Fréttastofa náði einnig tali af Jakobi Beck, nemanda við tíunda bekk í Hagaskóla. Annað málefnið tengist honum, en Hjálpartækjasjóður Sindra styður við stjúpbróður hans. Sindri varð fyrir áfalli í september í fyrra. Hann varð fyrir mænuskaða og lamaðist. „Núna er hann kominn með smá hreyfingu og það er allt á bataleið. En þetta kostar allt saman peninga, og þess vegna er þessi hjálparsjóður,“ segir hann og bætir við að hægt sé að styrkja Hjálparsjóð Sindra með fleiri leiðum, til dæmis með kaupum á happdrættismiðum og með áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu. Málefnin sem voru styrkt að þessu sinni á Góðgerðardeginum voru ákveðin af nemendum skólans á fundi. Jakob segist sjálfur ekki hafa getað mætt á fundinn, en hann hafi fengið vini sína til að tala máli Hjálparsjóðsins. „Vinir mínir voru mjög duglegir á þessum fundi. Þeir voru vissir og sannfærðu alla um að hafa þetta fyrir bróður minn líka. Mér þykir mjög vænt um það.“ Góðverk Bakgarðshlaup Hlaup Skóla- og menntamál Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Sjá meira
Góðgerðardagurinn er haldinn árlega en þar velja nemendur gott málefni til þess að styrkja. Að þessu sinni voru þau tvö: annars vegar að styrkja börn á Gaza og hins vegar fer ágóðinn í Hjálpartækjasjóð Sindra. Rafnhildur Rósa Atladóttir, kennari við Hagaskóla, útskýrir í samtali við fréttastofu að nemendur haldi ýmsa viðburði á deginum og að hver bekkur taki þátt í því. Söfnunin hafi gengið vel að þessu sinni, en henni er þó ekki lokið þrátt fyrir að góðgerðardagurinn sé búinn þar sem að uppboðið sé enn í gangi. „Þetta eru náttúrulega sögulegir skór,“ segir Rafnhildur. „Við sendum skilaboð á Mari sem var alveg strax mjög til í þetta.“ Þegar þessi frétt er skrifuð er hæsta boð í skóna 35 þúsund krónur. Rafnhildur segir að það væri gaman að ná yfir hundrað þúsund krónum. „Við sjáum til hvað gerist. En það væri rosa gaman ef þetta myndi enda í ágætri upphæð.“ Aðrir ágætir munir voru á uppboði, en þar má nefna treyju frá Hannesi Halldórssyni fyrrverandi landsliðsmarkverði, treyju frá Kristófer Acox körfuboltamanni, treyju frá Rúnari Alex Rúnarssyni, landsliðsmarkverði og fyrrverandi leikmanni Arsenal, treyju frá Fanney Birkisdóttur landsliðsmarkverði og treyju áritaða af öllum úr meistaraflokki KR í knattspyrnu. Þeir munir seldust allir á Góðgerðardeginum. Uppboð á skóm Mari stendur yfir til klukkan níu á sunnudagskvöld og er aðgengilegt hér. Vinirnir fengu skólann til styrkja stjúpbróður hans Fréttastofa náði einnig tali af Jakobi Beck, nemanda við tíunda bekk í Hagaskóla. Annað málefnið tengist honum, en Hjálpartækjasjóður Sindra styður við stjúpbróður hans. Sindri varð fyrir áfalli í september í fyrra. Hann varð fyrir mænuskaða og lamaðist. „Núna er hann kominn með smá hreyfingu og það er allt á bataleið. En þetta kostar allt saman peninga, og þess vegna er þessi hjálparsjóður,“ segir hann og bætir við að hægt sé að styrkja Hjálparsjóð Sindra með fleiri leiðum, til dæmis með kaupum á happdrættismiðum og með áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu. Málefnin sem voru styrkt að þessu sinni á Góðgerðardeginum voru ákveðin af nemendum skólans á fundi. Jakob segist sjálfur ekki hafa getað mætt á fundinn, en hann hafi fengið vini sína til að tala máli Hjálparsjóðsins. „Vinir mínir voru mjög duglegir á þessum fundi. Þeir voru vissir og sannfærðu alla um að hafa þetta fyrir bróður minn líka. Mér þykir mjög vænt um það.“
Góðverk Bakgarðshlaup Hlaup Skóla- og menntamál Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Sjá meira