Tókst ekki að selja í öll auglýsingaplássin á RÚV í kvöld Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2024 15:29 Hera Björk er áttunda á svið í kvöld í Malmö. Vísir/EPA Ekki tókst að selja í öll auglýsingaplássin sem í boði eru á RÚV á meðan fyrri undankeppni Eurovision fer fram í Malmö í kvöld. Færri auglýsingar hafa selst fyrir keppnina en búist var við. Fjölmargir hafa hvatt til sniðgöngu. Frá þessu er greint í frétt á vef RÚV í dag. Fram hefur komið að kostnaður RÚV við Söngvakeppnin, undankeppni Eurovision á Íslandi, nam um 125 milljónum króna. Innkoma úr símakosningu úr Söngvakeppninni skilaði um 37 milljónum sem er um þriðjungur af kostnaði Söngvakeppninnar. Við það bætast svo tekjur af auglýsingasölu og miðasölu á undanúrslitakvöldin, dómararennsli og úrslitakvöldið. Ekki hefur komið fram hvað þátttaka Íslands í Söngvakepninni og Eurovision mun kosta samanlagt í ár en í fréttum um keppnina í fyrra kom fram að þá áætlaður heildarkostnaður við Söngvakeppnina og Eurovision var um 150 milljónir króna. Í frétt á vef RÚV sagði að undanfarin ár hafi keppnin komið út á núlli og að tekjur af auglýsingum, kostunum, miðasölu og símakosningu hafi staðið undir kostnaði. Hvetja til sniðgöngu Fjöldi hefur hvatt til sniðgöngu vegna þátttöku Ísraels í keppninni í ár og framgöngu þeirra á Gasa frá því í október á síðasta ári og fyrir það. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ákváðu fyrr á árinu að meina Ísrael ekki þátttöku í keppninni. Sú ákvörðun vakti furðu margra, í ljósi þess að Rússlandi hefur verið meinuð þátttaka í keppninni frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Mikill viðbúnaður er við tónlistarhöllina í Malmö þar sem keppnin fer fram.Vísir/EPA Keppnin hefst klukkan 19 í kvöld og hefur viðbúnaður verið aukinn í Malmö vegna bæði keppninnar og vegna mótmælafunda sem skipulagðir hafa verið vegna hennar og stríðsins á Gasa. Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í kvöld og flytur lagið Scared of Heights. Hún er númer átta í lagaröð kvöldsins. Engar líkur eru taldar á því að Hera Björk komist áfram í aðalkeppnina sem fer fram á laugardaginn. Eurovision Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Innrás Rússa í Úkraínu Svíþjóð Tengdar fréttir Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. 7. maí 2024 11:50 Fleiri svartsýnir á gott gengi Heru Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum. 6. maí 2024 13:06 Tróð upp í Norræna partýinu Hið svokallaða Norræna Eurovision-party fór fram í Malmö í dag. Hera Björk, auk keppenda hinna norrænu landanna, tróð upp í partýinu. Hún flutti bæði Scared of Heights, framlagið í ár, auk lagsins Je ne sais quoi, sem hún flutti í Eurovision árið 2011. 4. maí 2024 19:23 Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. 4. maí 2024 18:51 Mest lesið Að hætta kvöld- og næturvafrinu Áskorun Kanye og Censori séu við það að skilja Lífið Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Blár hvalur í kveðjugjöf Lífið „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Lífið Fleiri fréttir Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Sjá meira
Fjölmargir hafa hvatt til sniðgöngu. Frá þessu er greint í frétt á vef RÚV í dag. Fram hefur komið að kostnaður RÚV við Söngvakeppnin, undankeppni Eurovision á Íslandi, nam um 125 milljónum króna. Innkoma úr símakosningu úr Söngvakeppninni skilaði um 37 milljónum sem er um þriðjungur af kostnaði Söngvakeppninnar. Við það bætast svo tekjur af auglýsingasölu og miðasölu á undanúrslitakvöldin, dómararennsli og úrslitakvöldið. Ekki hefur komið fram hvað þátttaka Íslands í Söngvakepninni og Eurovision mun kosta samanlagt í ár en í fréttum um keppnina í fyrra kom fram að þá áætlaður heildarkostnaður við Söngvakeppnina og Eurovision var um 150 milljónir króna. Í frétt á vef RÚV sagði að undanfarin ár hafi keppnin komið út á núlli og að tekjur af auglýsingum, kostunum, miðasölu og símakosningu hafi staðið undir kostnaði. Hvetja til sniðgöngu Fjöldi hefur hvatt til sniðgöngu vegna þátttöku Ísraels í keppninni í ár og framgöngu þeirra á Gasa frá því í október á síðasta ári og fyrir það. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ákváðu fyrr á árinu að meina Ísrael ekki þátttöku í keppninni. Sú ákvörðun vakti furðu margra, í ljósi þess að Rússlandi hefur verið meinuð þátttaka í keppninni frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Mikill viðbúnaður er við tónlistarhöllina í Malmö þar sem keppnin fer fram.Vísir/EPA Keppnin hefst klukkan 19 í kvöld og hefur viðbúnaður verið aukinn í Malmö vegna bæði keppninnar og vegna mótmælafunda sem skipulagðir hafa verið vegna hennar og stríðsins á Gasa. Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í kvöld og flytur lagið Scared of Heights. Hún er númer átta í lagaröð kvöldsins. Engar líkur eru taldar á því að Hera Björk komist áfram í aðalkeppnina sem fer fram á laugardaginn.
Eurovision Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Innrás Rússa í Úkraínu Svíþjóð Tengdar fréttir Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. 7. maí 2024 11:50 Fleiri svartsýnir á gott gengi Heru Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum. 6. maí 2024 13:06 Tróð upp í Norræna partýinu Hið svokallaða Norræna Eurovision-party fór fram í Malmö í dag. Hera Björk, auk keppenda hinna norrænu landanna, tróð upp í partýinu. Hún flutti bæði Scared of Heights, framlagið í ár, auk lagsins Je ne sais quoi, sem hún flutti í Eurovision árið 2011. 4. maí 2024 19:23 Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. 4. maí 2024 18:51 Mest lesið Að hætta kvöld- og næturvafrinu Áskorun Kanye og Censori séu við það að skilja Lífið Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Blár hvalur í kveðjugjöf Lífið „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Lífið Fleiri fréttir Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Sjá meira
Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. 7. maí 2024 11:50
Fleiri svartsýnir á gott gengi Heru Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum. 6. maí 2024 13:06
Tróð upp í Norræna partýinu Hið svokallaða Norræna Eurovision-party fór fram í Malmö í dag. Hera Björk, auk keppenda hinna norrænu landanna, tróð upp í partýinu. Hún flutti bæði Scared of Heights, framlagið í ár, auk lagsins Je ne sais quoi, sem hún flutti í Eurovision árið 2011. 4. maí 2024 19:23
Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. 4. maí 2024 18:51