Tókst ekki að selja í öll auglýsingaplássin á RÚV í kvöld Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2024 15:29 Hera Björk er áttunda á svið í kvöld í Malmö. Vísir/EPA Ekki tókst að selja í öll auglýsingaplássin sem í boði eru á RÚV á meðan fyrri undankeppni Eurovision fer fram í Malmö í kvöld. Færri auglýsingar hafa selst fyrir keppnina en búist var við. Fjölmargir hafa hvatt til sniðgöngu. Frá þessu er greint í frétt á vef RÚV í dag. Fram hefur komið að kostnaður RÚV við Söngvakeppnin, undankeppni Eurovision á Íslandi, nam um 125 milljónum króna. Innkoma úr símakosningu úr Söngvakeppninni skilaði um 37 milljónum sem er um þriðjungur af kostnaði Söngvakeppninnar. Við það bætast svo tekjur af auglýsingasölu og miðasölu á undanúrslitakvöldin, dómararennsli og úrslitakvöldið. Ekki hefur komið fram hvað þátttaka Íslands í Söngvakepninni og Eurovision mun kosta samanlagt í ár en í fréttum um keppnina í fyrra kom fram að þá áætlaður heildarkostnaður við Söngvakeppnina og Eurovision var um 150 milljónir króna. Í frétt á vef RÚV sagði að undanfarin ár hafi keppnin komið út á núlli og að tekjur af auglýsingum, kostunum, miðasölu og símakosningu hafi staðið undir kostnaði. Hvetja til sniðgöngu Fjöldi hefur hvatt til sniðgöngu vegna þátttöku Ísraels í keppninni í ár og framgöngu þeirra á Gasa frá því í október á síðasta ári og fyrir það. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ákváðu fyrr á árinu að meina Ísrael ekki þátttöku í keppninni. Sú ákvörðun vakti furðu margra, í ljósi þess að Rússlandi hefur verið meinuð þátttaka í keppninni frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Mikill viðbúnaður er við tónlistarhöllina í Malmö þar sem keppnin fer fram.Vísir/EPA Keppnin hefst klukkan 19 í kvöld og hefur viðbúnaður verið aukinn í Malmö vegna bæði keppninnar og vegna mótmælafunda sem skipulagðir hafa verið vegna hennar og stríðsins á Gasa. Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í kvöld og flytur lagið Scared of Heights. Hún er númer átta í lagaröð kvöldsins. Engar líkur eru taldar á því að Hera Björk komist áfram í aðalkeppnina sem fer fram á laugardaginn. Eurovision Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Innrás Rússa í Úkraínu Svíþjóð Tengdar fréttir Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. 7. maí 2024 11:50 Fleiri svartsýnir á gott gengi Heru Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum. 6. maí 2024 13:06 Tróð upp í Norræna partýinu Hið svokallaða Norræna Eurovision-party fór fram í Malmö í dag. Hera Björk, auk keppenda hinna norrænu landanna, tróð upp í partýinu. Hún flutti bæði Scared of Heights, framlagið í ár, auk lagsins Je ne sais quoi, sem hún flutti í Eurovision árið 2011. 4. maí 2024 19:23 Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. 4. maí 2024 18:51 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Fjölmargir hafa hvatt til sniðgöngu. Frá þessu er greint í frétt á vef RÚV í dag. Fram hefur komið að kostnaður RÚV við Söngvakeppnin, undankeppni Eurovision á Íslandi, nam um 125 milljónum króna. Innkoma úr símakosningu úr Söngvakeppninni skilaði um 37 milljónum sem er um þriðjungur af kostnaði Söngvakeppninnar. Við það bætast svo tekjur af auglýsingasölu og miðasölu á undanúrslitakvöldin, dómararennsli og úrslitakvöldið. Ekki hefur komið fram hvað þátttaka Íslands í Söngvakepninni og Eurovision mun kosta samanlagt í ár en í fréttum um keppnina í fyrra kom fram að þá áætlaður heildarkostnaður við Söngvakeppnina og Eurovision var um 150 milljónir króna. Í frétt á vef RÚV sagði að undanfarin ár hafi keppnin komið út á núlli og að tekjur af auglýsingum, kostunum, miðasölu og símakosningu hafi staðið undir kostnaði. Hvetja til sniðgöngu Fjöldi hefur hvatt til sniðgöngu vegna þátttöku Ísraels í keppninni í ár og framgöngu þeirra á Gasa frá því í október á síðasta ári og fyrir það. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ákváðu fyrr á árinu að meina Ísrael ekki þátttöku í keppninni. Sú ákvörðun vakti furðu margra, í ljósi þess að Rússlandi hefur verið meinuð þátttaka í keppninni frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Mikill viðbúnaður er við tónlistarhöllina í Malmö þar sem keppnin fer fram.Vísir/EPA Keppnin hefst klukkan 19 í kvöld og hefur viðbúnaður verið aukinn í Malmö vegna bæði keppninnar og vegna mótmælafunda sem skipulagðir hafa verið vegna hennar og stríðsins á Gasa. Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í kvöld og flytur lagið Scared of Heights. Hún er númer átta í lagaröð kvöldsins. Engar líkur eru taldar á því að Hera Björk komist áfram í aðalkeppnina sem fer fram á laugardaginn.
Eurovision Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Innrás Rússa í Úkraínu Svíþjóð Tengdar fréttir Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. 7. maí 2024 11:50 Fleiri svartsýnir á gott gengi Heru Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum. 6. maí 2024 13:06 Tróð upp í Norræna partýinu Hið svokallaða Norræna Eurovision-party fór fram í Malmö í dag. Hera Björk, auk keppenda hinna norrænu landanna, tróð upp í partýinu. Hún flutti bæði Scared of Heights, framlagið í ár, auk lagsins Je ne sais quoi, sem hún flutti í Eurovision árið 2011. 4. maí 2024 19:23 Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. 4. maí 2024 18:51 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. 7. maí 2024 11:50
Fleiri svartsýnir á gott gengi Heru Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum. 6. maí 2024 13:06
Tróð upp í Norræna partýinu Hið svokallaða Norræna Eurovision-party fór fram í Malmö í dag. Hera Björk, auk keppenda hinna norrænu landanna, tróð upp í partýinu. Hún flutti bæði Scared of Heights, framlagið í ár, auk lagsins Je ne sais quoi, sem hún flutti í Eurovision árið 2011. 4. maí 2024 19:23
Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. 4. maí 2024 18:51