„Pollróleg“ en full eftirvæntingar fyrir kvöldinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2024 12:55 Hera Björk stígur á svið í Malmö í kvöld. Alma Bengtsson/EBU Fulltrúar Íslands stíga á svið í fyrri undankeppni í Eurovision í kvöld en keppnin í ár er umdeildari en oft áður vegna framgöngu einnar þátttökuþjóðanna á Gasa. Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd en hún stígur á svið í Malmö í kvöld en keppnin er sýnd í beinni útsendingu á RÚV klukkan sjö. Hera flytur lagið Scared of Heights og er númer átta í lagaröð kvöldsins. Stóra lokakeppnin er síðan á laugardaginn. Fréttastofa náði tali af Heru og teyminu þegar þau voru í rútu á leið í tónleikahöllina. Hún sagði keppnina leggjast vel í sig. „Ég er að ná að njóta miklu betur núna en áður, en ekki það ég naut mín alveg síðast en núna er ég bara pollróleg og hlakka til. Ég er náttúrulega með æðislegan hóp með mér, allir með stáltaugar og reynslu á bakinu. Við erum öll róleg og yfirveguð og full eftirvæntingar. Við hlökkum bara til að fá að sýna íslensku þjóðinni og heiminum öllum þetta lag og okkar atriði. Við erum bara andskoti bjartsýn fyrir framhaldið.“ Hera segir að hópurinn hafi gjörbreytt atriðinu fyrir stóra sviðið í Malmö. „Og matreiða þetta aðeins meira fyrir alþjóðasamfélagið. Svíarnir eru að bjóða upp á frábært hlaðborð af tækni og alls konar fíneríi sem við höfum bara ákveðið að nýta okkur þannig að ég er komin úr bronsi og yfir í gullsamfesting og við erum með alls konar bætingar og fídusa sem við hlökkum til að sýna ykkur.“ Sterk andstaða hefur verið í íslensku samfélagi við þátttöku í Eurovision vegna þátttöku Ísrael í Eurovision í ljósi framgöngu þeirra á Gasa og ætla margir að sniðganga keppnina í ár. Finnst þér það varpa skugga á þetta ferli í heild? „Nei, ekki í heild en auðvitað þykir okkur þetta miður af því að við erum annarrar skoðunar. Við erum þeirrar skoðunar að söngurinn og tónlistin sé til að ylja okkur, næra og tengja okkur og gera okkur sterkari í þessum aðstæðum sem við erum að horfa upp á í heiminum í dag en þannig að jújú, auðvitað þykir okkur það miður þegar einhverjir taka svona skýra afstöðu gegn Eurovision en við erum öll með skýra afstöðu gegn þessu stríði. Og það sameinar okkur öll og alla keppendur og alla sem eru hérna að við viljum vopnahlé og við erum öll mjög skýrt á móti þessu stríði.“ Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd en hún stígur á svið í Malmö í kvöld en keppnin er sýnd í beinni útsendingu á RÚV klukkan sjö. Hera flytur lagið Scared of Heights og er númer átta í lagaröð kvöldsins. Stóra lokakeppnin er síðan á laugardaginn. Fréttastofa náði tali af Heru og teyminu þegar þau voru í rútu á leið í tónleikahöllina. Hún sagði keppnina leggjast vel í sig. „Ég er að ná að njóta miklu betur núna en áður, en ekki það ég naut mín alveg síðast en núna er ég bara pollróleg og hlakka til. Ég er náttúrulega með æðislegan hóp með mér, allir með stáltaugar og reynslu á bakinu. Við erum öll róleg og yfirveguð og full eftirvæntingar. Við hlökkum bara til að fá að sýna íslensku þjóðinni og heiminum öllum þetta lag og okkar atriði. Við erum bara andskoti bjartsýn fyrir framhaldið.“ Hera segir að hópurinn hafi gjörbreytt atriðinu fyrir stóra sviðið í Malmö. „Og matreiða þetta aðeins meira fyrir alþjóðasamfélagið. Svíarnir eru að bjóða upp á frábært hlaðborð af tækni og alls konar fíneríi sem við höfum bara ákveðið að nýta okkur þannig að ég er komin úr bronsi og yfir í gullsamfesting og við erum með alls konar bætingar og fídusa sem við hlökkum til að sýna ykkur.“ Sterk andstaða hefur verið í íslensku samfélagi við þátttöku í Eurovision vegna þátttöku Ísrael í Eurovision í ljósi framgöngu þeirra á Gasa og ætla margir að sniðganga keppnina í ár. Finnst þér það varpa skugga á þetta ferli í heild? „Nei, ekki í heild en auðvitað þykir okkur þetta miður af því að við erum annarrar skoðunar. Við erum þeirrar skoðunar að söngurinn og tónlistin sé til að ylja okkur, næra og tengja okkur og gera okkur sterkari í þessum aðstæðum sem við erum að horfa upp á í heiminum í dag en þannig að jújú, auðvitað þykir okkur það miður þegar einhverjir taka svona skýra afstöðu gegn Eurovision en við erum öll með skýra afstöðu gegn þessu stríði. Og það sameinar okkur öll og alla keppendur og alla sem eru hérna að við viljum vopnahlé og við erum öll mjög skýrt á móti þessu stríði.“
Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“