Innlent

Halla fremst með 29,7 prósent í nýrri könnun Prósents

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Halla Hrund Logadóttir hefur tekið forystuna í skoðanakönnunum.
Halla Hrund Logadóttir hefur tekið forystuna í skoðanakönnunum. Vísir/Vilhelm

Halla Hrund Logadóttir mælist með 29,7 prósent fylgi í nýjustu skoðanakönnun Prósents vegna forsetakosninganna, Katrín Jakobsdóttir með 21,3 prósent og Baldur Þórhallsson með 20,4 prósent.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Þar á eftir koma Jón Gnarr með 14,7 prósent, Halla Tómasdóttir með 5,1 prósent og Arnar Þór Jónsson með 4,3 prósent.

Könnunin var unnin í síðustu viku og þar til í gær og samkvæmt Morgunblaðinu fékkst þorri svara áður en sjónvarpskappræður fóru fram á föstudaginn. Áhrifa þeirra gætir því ekki að verulegu leyti.

Prósent spurði einnig hvern menn teldu sigurstranglegastan. Þar nefndu 37,5 prósent Höllu Hrund, 33,9 prósent Katrínu og 17 prósent Baldur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×