Sólríkasta byrjun árs í Reykjavík í 77 ár Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2024 22:32 Bjartur dagur í Reykjavík í mars. Aðeins einu sinni hafa sólskinsstundir mælst fleiri fyrstu fjóra mánuði ársins en í ár. Vísir/Arnar Leita þarf aftur til fimmta áratugs síðustu aldar til þess að finna sólríkari byrjun árs í Reykjavík en í ár. Apríl var kaldur og óvenjuþurr víða um land. Alls mældist 512,1 sólskinsstund í Reykjavík fyrstu fjóra mánuði ársins samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í apríl og upphafi árs. Aðeins einu sinni í sögu mælingar hafa þær mælst fleiri, árið 1947. Apríl var fjórði sólríkasti aprílmánuður í borginni frá upphafi mælinga árið 1911. Ekki var þó hlýtt í Reykjavík í apríl. Meðalhitinn var 3,1 gráður sem er hálfri gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 1,3 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Mánuðurinn var hlutfallslega þurr í borginni en úrkoman var rúmur þriðungur af meðalúrkomunni 1991 til 2020. Aðeins sjö sinnum hefur mælst minni úrkoma í apríl í Reykjavík í apríl frá upphafi samfelldra úrkomumælinga þar. Jörð var aðeins flekkótt af snjó einn dag í apríl. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru einnig óvenjuþurrir í Reykjavík. Úrkoman var um sjötíu prósent af meðalheildarúrkomu janúar til apríl 1991 til 2020. Snjóþungt og kalt fyrir norðan og austan Meðalhiti á landinu öllu í apríl var undir meðallagi aprílmánaða síðustu tíu ára. Sérstaklega var kalt inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi. Víða á Austurlandi var apríl svalari en mars. Lágmarkshitamet féllu á ýmsum sjálfvirkum veðurstöðvum á norður- og austurhluta landsins í fyrri hluta apríl en hlýrra var í veðri seinni hluta mánaðarins. Lægsti hitinn mældist -22,3 stig í Svartárkoti. Apríl var þurrt víðast á landinu fyrir utan norðausturfjórðunginn. Á Akureyri var mánaðarúrkoman þannig áttatíu prósent umfram meðalúrkomu aprílmánaða frá 1991 til 2020. Snjóþungt var á norðan- og austanverðu landinu fram eftir apríl og töluvert um samgöngutruflanir vegna hríðarveðurs og fannfergis. Á Akureyri voru sautján alhvítir dagar, rúmlega þrefalt fleiri en vanalega, og jörð var ekki alauð neinn morgun í apríl. Veður Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Alls mældist 512,1 sólskinsstund í Reykjavík fyrstu fjóra mánuði ársins samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í apríl og upphafi árs. Aðeins einu sinni í sögu mælingar hafa þær mælst fleiri, árið 1947. Apríl var fjórði sólríkasti aprílmánuður í borginni frá upphafi mælinga árið 1911. Ekki var þó hlýtt í Reykjavík í apríl. Meðalhitinn var 3,1 gráður sem er hálfri gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 1,3 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Mánuðurinn var hlutfallslega þurr í borginni en úrkoman var rúmur þriðungur af meðalúrkomunni 1991 til 2020. Aðeins sjö sinnum hefur mælst minni úrkoma í apríl í Reykjavík í apríl frá upphafi samfelldra úrkomumælinga þar. Jörð var aðeins flekkótt af snjó einn dag í apríl. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru einnig óvenjuþurrir í Reykjavík. Úrkoman var um sjötíu prósent af meðalheildarúrkomu janúar til apríl 1991 til 2020. Snjóþungt og kalt fyrir norðan og austan Meðalhiti á landinu öllu í apríl var undir meðallagi aprílmánaða síðustu tíu ára. Sérstaklega var kalt inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi. Víða á Austurlandi var apríl svalari en mars. Lágmarkshitamet féllu á ýmsum sjálfvirkum veðurstöðvum á norður- og austurhluta landsins í fyrri hluta apríl en hlýrra var í veðri seinni hluta mánaðarins. Lægsti hitinn mældist -22,3 stig í Svartárkoti. Apríl var þurrt víðast á landinu fyrir utan norðausturfjórðunginn. Á Akureyri var mánaðarúrkoman þannig áttatíu prósent umfram meðalúrkomu aprílmánaða frá 1991 til 2020. Snjóþungt var á norðan- og austanverðu landinu fram eftir apríl og töluvert um samgöngutruflanir vegna hríðarveðurs og fannfergis. Á Akureyri voru sautján alhvítir dagar, rúmlega þrefalt fleiri en vanalega, og jörð var ekki alauð neinn morgun í apríl.
Veður Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira