Horfði á þegar vinur hans réðst á manninn sem braut á dóttur hans Jón Þór Stefánsson skrifar 2. maí 2024 20:30 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Rósa Ósk Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna líkamsárásar sem átti sér stað í íbúð í Reykjavík í maí 2022. Árásarmanninum var gefið að sök að taka annan mann hálstaki. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi ári áður hlotið dóm fyrir að brjóta kynferðislega á unglingsstúlku. Faðir stúlkunnar, góður vinur árásarmannsins, var viðstaddur árásina en tók ekki þátt í henni. Höfðu ekkert illt í hyggju Faðirinn gaf skýrslu hjá lögreglu í kjölfar atvika málsins. Hann sagðist hafa trúað árásarmanninum, vini sínum, fyrir því sem kom fyrir dótturina. Þeir hefðu farið að heimili mannsins sem varð fyrir árásinni, en ekki haft neitt illt í hyggju. Umrætt heimili var í fjölbýlishúsi nálægt skóla þar sem önnur börn föðurins stunduðu nám. Tvímenningarnir hefðu ætlað að tryggja öryggi þeirra, en í framburði árásarmannsins fyrir dómi kemur fram að sést hafi til mannsins í nágrenni við skólann. Fyrir dómi útskýrði árásarmaðurinn að hann og faðirinn hefðu vitað í hvaða fjölbýlishúsi maðurinn byggi, en ekki í hvaða íbúð. Þeir hefðu bankað hjá nágrönnum hans og fengið leiðbeiningar frá þeim. Síðan hafi þeir bankað upp á hjá manninum og hann komið til dyra. Báðir vildu meina að eftir að maðurinn hefði orðið mjög aggresívur þegar hann bar kennsl á föðurinn. Árásarmaðurinn vildi meina að hann hefði veifað handlelggjunum og ýtt nokkrum sinnum við honum. Hann vildi meina að til þess að verja sig frá árás mannsins hefði hann gripið um báðar hendur hans. Síðan hefðu átökin stöðvast þegar nágranni hefði komið á vettvang og stíað þeim í sundur. Tvímenningarnir hafi síðan gengið rólegir í burtu. Kannaðist ekki við komur að barnaskóla Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti henni á annan vef. Sjálfur sagðist hann hafa verið rólegur og ekki ógnandi á neinn hátt, en hissa þegar hann áttaði sig á því að þetta væri faðir stúlkunnar sem væri að banka upp á. Hann hefði sagt að dómsmálinu væri lokið og spurt hvað þeir vildu honum. Þá hefðu mennirnir nálgast hann og árásarmaðurinn tekið hann hálstaki. Hann sagðist hafa fallið í jörðina, og legið á gólfinu á meðan árásarmaðurinn hélt honum áfram í hálstaki. Að hans sögn var um að ræða fast hálstak sem þrengdi að öndunarvegi hans. Þetta hefði gerst hratt með öskrum og látum Að lokum hefði nágranni hans komið honum til aðstoðar og losað hann undan manninum. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki kannast við neitt af þeim toga að hann hefði verið að venja komur sínar að barnaskóla. Ekki neitt slíkt hefði átt sér stað. Tveir nágrannar mannsins báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa séð árásarmanninn taka nágranna sinn hálstaki. Að mati dómsins bendir allt til þess að framburður árásarmannsins séu eftiráskýringar sem eigi ekki við rök að styðjast. Þá þótti framburður föðurins bera merki um að hann væri vinur árásarmannsins og faðir stúlku sem maðurinn hefði brotið á kynferðislega. Framburðir þeirra voru því ekki lagðir til grundvallar og þótt dómnum sannað að árásin hefði átt sér stað líkt og lýst væri í ákæru. Ekki var fallist á útskýringu árásarmannsins að um neyðarvörn væri að ræða. Líkt og áður segir hlaut árásarmaðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 800 þúsund krónur í lögmannskostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Árásarmanninum var gefið að sök að taka annan mann hálstaki. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi ári áður hlotið dóm fyrir að brjóta kynferðislega á unglingsstúlku. Faðir stúlkunnar, góður vinur árásarmannsins, var viðstaddur árásina en tók ekki þátt í henni. Höfðu ekkert illt í hyggju Faðirinn gaf skýrslu hjá lögreglu í kjölfar atvika málsins. Hann sagðist hafa trúað árásarmanninum, vini sínum, fyrir því sem kom fyrir dótturina. Þeir hefðu farið að heimili mannsins sem varð fyrir árásinni, en ekki haft neitt illt í hyggju. Umrætt heimili var í fjölbýlishúsi nálægt skóla þar sem önnur börn föðurins stunduðu nám. Tvímenningarnir hefðu ætlað að tryggja öryggi þeirra, en í framburði árásarmannsins fyrir dómi kemur fram að sést hafi til mannsins í nágrenni við skólann. Fyrir dómi útskýrði árásarmaðurinn að hann og faðirinn hefðu vitað í hvaða fjölbýlishúsi maðurinn byggi, en ekki í hvaða íbúð. Þeir hefðu bankað hjá nágrönnum hans og fengið leiðbeiningar frá þeim. Síðan hafi þeir bankað upp á hjá manninum og hann komið til dyra. Báðir vildu meina að eftir að maðurinn hefði orðið mjög aggresívur þegar hann bar kennsl á föðurinn. Árásarmaðurinn vildi meina að hann hefði veifað handlelggjunum og ýtt nokkrum sinnum við honum. Hann vildi meina að til þess að verja sig frá árás mannsins hefði hann gripið um báðar hendur hans. Síðan hefðu átökin stöðvast þegar nágranni hefði komið á vettvang og stíað þeim í sundur. Tvímenningarnir hafi síðan gengið rólegir í burtu. Kannaðist ekki við komur að barnaskóla Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti henni á annan vef. Sjálfur sagðist hann hafa verið rólegur og ekki ógnandi á neinn hátt, en hissa þegar hann áttaði sig á því að þetta væri faðir stúlkunnar sem væri að banka upp á. Hann hefði sagt að dómsmálinu væri lokið og spurt hvað þeir vildu honum. Þá hefðu mennirnir nálgast hann og árásarmaðurinn tekið hann hálstaki. Hann sagðist hafa fallið í jörðina, og legið á gólfinu á meðan árásarmaðurinn hélt honum áfram í hálstaki. Að hans sögn var um að ræða fast hálstak sem þrengdi að öndunarvegi hans. Þetta hefði gerst hratt með öskrum og látum Að lokum hefði nágranni hans komið honum til aðstoðar og losað hann undan manninum. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki kannast við neitt af þeim toga að hann hefði verið að venja komur sínar að barnaskóla. Ekki neitt slíkt hefði átt sér stað. Tveir nágrannar mannsins báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa séð árásarmanninn taka nágranna sinn hálstaki. Að mati dómsins bendir allt til þess að framburður árásarmannsins séu eftiráskýringar sem eigi ekki við rök að styðjast. Þá þótti framburður föðurins bera merki um að hann væri vinur árásarmannsins og faðir stúlku sem maðurinn hefði brotið á kynferðislega. Framburðir þeirra voru því ekki lagðir til grundvallar og þótt dómnum sannað að árásin hefði átt sér stað líkt og lýst væri í ákæru. Ekki var fallist á útskýringu árásarmannsins að um neyðarvörn væri að ræða. Líkt og áður segir hlaut árásarmaðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 800 þúsund krónur í lögmannskostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira