„Helvíti fínt“ að komast aftur á Papa's Pizza Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2024 19:21 Gylfi Arnar Ísleifsson og Þormar Ómarsson eru eigendur Papa's Pizza. Vísir/Einar Veitingastaður og bakarí opnuðu á ný í Grindavík í dag. Einn eigenda veitingastaðarins vill opna bæinn fyrir öllum sem vilja koma og losna við lokunarpósta sem gagnist engum. Frá því að Grindavík var rýmd í nóvember á síðasta ári hefur veitingastaðurinn Papa's Pizza verið lokaður, fyrir utan nokkra daga í janúar áður en nýtt eldgos hófst þann mánuðinn. Í dag var því mikill gleðidagur fyrir eigendur staðarins sem opnuðu dyrnar á ný. „Sumarið á næsta leyti og það er kominn tími til að spýta í lófana,“ segir Þormar Ómarsson, annar eigenda Papa's Pizza. Klippa: Pizzaofnarnir í Grindavík komnir aftur í gang Nákvæmlega, kominn tími til að fara að opna á ný? „Já, vonandi getum við farið að líta björtum augum til framtíðar í Grindavík.“ Þeir sem eiga erindi í Grindavík geta nú snætt á Papa's Pizza.Vísir/Einar „Þetta er búið að vera ömurlegt, algjörlega. Við þurfum bara að fara að opna þessa lokunarpósta og fara að opna bæinn. Hætta þessu rugli,“ segir Gylfi Arnar Ísleifsson, einnig eigandi Papa's Pizza. Fá alla heim aftur? „Bara þá sem ætla heim. Fá bara fólk í bæinn, þarf ekkert endilega að vera fólk sem bjó hérna. Bara opna bæinn fyrir túristum og öðru þegar það er tilbúið. Losa okkur við þessa lokunarpósta, þeir hafa engan tilgang. Höfum ekkert að gera við þá.“ Vinnustaðahúmorinn hafði ekki gleymst á meðan staðurinn var lokaður og útbjuggu starfsmenn mótmælaskilti fyrir komu fréttastofu. Viðskiptavinirnir voru einnig ánægðir með að geta fengið sér að borða í bænum á ný. „Þetta er fínt, helvíti fínt,“ segir Hermann Thorstensen Hermannsson, viðskiptavinur Papa's Pizza sem sat og maulaði Pizzu þegar fréttastofu bar að garði. Pizzuofninn hafði engu gleymt.Vísir/Einar Ertu að vinna hérna í bænum? „Já, svona. Ég er út um allt sko.“ En þú ert kominn hingað í dag til að borða á Papa's Pizza? „Já, heldur betur.“ Og vonast þú til þess að fleiri staðir geti opnað? „Já, það væri auðvitað bara frábært fyrir Grindavík.“ Hérastubbur bakari opnaði dyr sínar einnig á ný í dag og allt í allt starfa um þrjú hundruð manns í bænum dags daglega. Þá er gist í um það bil tuttugu húsum í bænum hverja nóttu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veitingastaðir Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Frá því að Grindavík var rýmd í nóvember á síðasta ári hefur veitingastaðurinn Papa's Pizza verið lokaður, fyrir utan nokkra daga í janúar áður en nýtt eldgos hófst þann mánuðinn. Í dag var því mikill gleðidagur fyrir eigendur staðarins sem opnuðu dyrnar á ný. „Sumarið á næsta leyti og það er kominn tími til að spýta í lófana,“ segir Þormar Ómarsson, annar eigenda Papa's Pizza. Klippa: Pizzaofnarnir í Grindavík komnir aftur í gang Nákvæmlega, kominn tími til að fara að opna á ný? „Já, vonandi getum við farið að líta björtum augum til framtíðar í Grindavík.“ Þeir sem eiga erindi í Grindavík geta nú snætt á Papa's Pizza.Vísir/Einar „Þetta er búið að vera ömurlegt, algjörlega. Við þurfum bara að fara að opna þessa lokunarpósta og fara að opna bæinn. Hætta þessu rugli,“ segir Gylfi Arnar Ísleifsson, einnig eigandi Papa's Pizza. Fá alla heim aftur? „Bara þá sem ætla heim. Fá bara fólk í bæinn, þarf ekkert endilega að vera fólk sem bjó hérna. Bara opna bæinn fyrir túristum og öðru þegar það er tilbúið. Losa okkur við þessa lokunarpósta, þeir hafa engan tilgang. Höfum ekkert að gera við þá.“ Vinnustaðahúmorinn hafði ekki gleymst á meðan staðurinn var lokaður og útbjuggu starfsmenn mótmælaskilti fyrir komu fréttastofu. Viðskiptavinirnir voru einnig ánægðir með að geta fengið sér að borða í bænum á ný. „Þetta er fínt, helvíti fínt,“ segir Hermann Thorstensen Hermannsson, viðskiptavinur Papa's Pizza sem sat og maulaði Pizzu þegar fréttastofu bar að garði. Pizzuofninn hafði engu gleymt.Vísir/Einar Ertu að vinna hérna í bænum? „Já, svona. Ég er út um allt sko.“ En þú ert kominn hingað í dag til að borða á Papa's Pizza? „Já, heldur betur.“ Og vonast þú til þess að fleiri staðir geti opnað? „Já, það væri auðvitað bara frábært fyrir Grindavík.“ Hérastubbur bakari opnaði dyr sínar einnig á ný í dag og allt í allt starfa um þrjú hundruð manns í bænum dags daglega. Þá er gist í um það bil tuttugu húsum í bænum hverja nóttu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veitingastaðir Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira