Innlent

Sinu­eldur í Munaðar­nes­landi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Viðbragðsaðilar vinna að því að slökkva í glóðum.
Viðbragðsaðilar vinna að því að slökkva í glóðum. Aðsend

Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi.

Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir ekkert vitað um upptök eldsins.

Eldurinn átti upptök sín neðan við Kolás í Munaðarneslandi.Aðsend

„Við fengum útkallið rétt fyrir tvö. Þeir voru fljótir á svæðið slökkviliðið. Það er erfitt að ganga frá þessu í svona skógi,“ segir hann.

Bjarni segir að sumarhúsaeigendur á svæðinu hafi komið að aðgerðunum og tekið virkan þátt í slökkvistarfinu. 

„Við erum bara að drepa í eldhreiðrum núna,“ segir Bjarni en hvetur fólk að fara afar varlega í þessari þurrkatíð.

Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×