Lífið

Brynja og Þór­hallur kveðja Nýlendugötuna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hjónin Brynja Nordquist og Þórhallur Gunnarsson í heimsókn á veitingastaðnum Önnu Jónu sem er í göngufæri við heimili þeirra.
Hjónin Brynja Nordquist og Þórhallur Gunnarsson í heimsókn á veitingastaðnum Önnu Jónu sem er í göngufæri við heimili þeirra.

Brynja Nordquist fyrrverandi flugfreyja og Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður hafa sett hús sitt við Nýlendugötu á sölu. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu en fermetraverðið er í hærra lagi eða 1,2 milljón á fermetrann.

„Við Brynja keyptum þetta hús við Nýlendugötu fyrir 28 árum og eigum eftir að kveðja það með söknuði. Áður fyrr hélt ég að ekki væri hægt að tengjast húsi tilfinningalegum böndum en það er rangt. Líklega er ástæðan sú að á hverju ári höfum við farið í framkvæmdir með hjálp frábærra arkitekta og listamanna í smíðum,“ segir Þórhallur í færslu á Facebook.

„Þannig tókst okkur að færa húsið í upprunalegt horf að utanverðu og gera mikla endurbætur að innan. Við fengum stuðning frá Húsfriðunarvernd sem við erum þakklát fyrir og erum stolt af því að hafa fengið viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir þetta fallega hús.“

Húsið hafi verið kallað Hús hamingjunnar, sem sé svolítið væmið, en eftir því sem hjónin viti best hafi öllum liðið vel sem búið hafa í húsinu.

„En... án þess að alhæfa um tilfinningar fyrri eigenda getum við Brynja fullyrt að hér höfum við verið hamingjusöm.“

Húsið er mikið uppgert.Fasteignaljósmyndun
Svalirnar eru í vesturátt.Fasteignaljósmyndun
Falleg stofa.Fasteignaljósmyndun
Uppgert baðherbergi.Fasteignaljósmyndun
Eldhúsinnréttingin er svört og hvít.Fasteignaljósmyndun

Fleiri myndir á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×