Flugfreyjuhatturinn á hilluna eftir 36 ár: Kynntist Rod Stewart og Freddie Mercury Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2018 10:30 Brynja Nordquist vann hjá Flugleiðum og Icelandair. „Ég byrjaði fyrst árið 1979 um sumar. Þá sá ég auglýsingu í blaðinu og við tókum okkur saman nokkrar vinkonur úr Módel 79, sem voru svona sýningarsamtök, að sækja um. Við sóttum um og ég flaug inn. Ég fór í erfitt inntökupróf að mér fannst og rúllaði því upp,“ segir flugfreyjan Brynja Nordquist sem hefur lagt hattinn á hilluna eftir 36 ár í starfi hjá Flugleiðum og Icelandair. „Þetta var þegar DC-10 vélin var í notkun en svo komu upp gallar í vélinni og því var öllum nýliðum sagt upp. Svo byrjaði ég aftur áramótin 84-85 svo þetta eru komin 36 ár.“Heldur þú að þú munir sakna þess að fljúga?„Nei ég held ekki. Ég er bara búin með þennan part í mínu lífi en ég veit að barnabarnið er leiður yfir því að geta ekki farið með ömmu í stopp.“ Brynja var þekkt módel þegar hún byrjaði að fljúga og segir hún að sumir hafi litið á starfið sem framlengingu á módelstarfinu enda huggulegar ungar stúlkur oft ráðnar.Eftir 36 ár í starfi er Brynja hætt.„Það var alveg þannig. Þú varst að sýna þig fyrir framan stóran hóp af fólki. Ég meina þetta voru 230-240 manns. Þú varst að horfa í augun á fólki og ég var þannig að ég gaf fólki athygli og ég tók alveg eftir því að ég fékk bros á móti. Þetta þótti á þeim tíma, að mér finnst, flott og stelpur voru að líta upp til þess að vera flugfreyjur. Auðvitað var ég alveg stolt af minni vinnu og hef alltaf verið.“ Brynja segir að flugfreyjustéttin sé mjög vel menntuð stétt. „Við erum með allskonar fólk. Við erum með lækna, við erum með hjúkrunarkonur, við erum með lögfræðinga, sálfræðinga og ég get endalaust talið upp,“ segir Brynja sem hefði mátt vera tveimur árum lengur í starfi eða til 67 ára. „Ég bara nenni ekki og get ekki verið í þessum stoppum og ég er búin að fá nóg af New York. Þegar ég var yngri var ég endalaust að fara úr midtown og niður í downtown en ég dag kem ég bara út í mannþröngina og ég hugsa bara, ég get þetta ekki. Þetta er allt of mikið af fólki fyrir mig. Ég er orðin þannig að ég get ekki of mikið af fólki.“Brynja elskaði að skemmta sér í New York en núna finnst henni of mikið af fólki í borginni.Hún segist hafa farið út á lífið í borginni á sínum tíma og skemmt sér með helstu stjörnum heims á skemmtistaðnum Studio 54. „Við hittum fullt af frægu fólki og bara eins og litlar vitlausar íslenskar stelpur þá fórum við í allskonar partý. Ég hitti til dæmir Norman Miller rithöfund og við fórum heim til hans. Ég hef aldrei séð annað eins bókasafn. Ég hitti Rod Stewart og Freddie Mercury. Ég hitti Mercury í London þegar við vorum í raun að vinna saman í Kengsington Market og þetta var áður en hann varð frægur og var bara að byrja að syngja,“ segir Brynja en stjörnurnar voru fleiri sem hún hékk með á ferðalögum sínum eins og Frank Sinatra. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fer Brynja yfir ferilinn, segir frá öllum glamúrnum, djamminu með Rod Stewart, Freddie Mercury og öllum hinum stjörnunum og hvernig flugið hefur breyst síðustu áratugina. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
„Ég byrjaði fyrst árið 1979 um sumar. Þá sá ég auglýsingu í blaðinu og við tókum okkur saman nokkrar vinkonur úr Módel 79, sem voru svona sýningarsamtök, að sækja um. Við sóttum um og ég flaug inn. Ég fór í erfitt inntökupróf að mér fannst og rúllaði því upp,“ segir flugfreyjan Brynja Nordquist sem hefur lagt hattinn á hilluna eftir 36 ár í starfi hjá Flugleiðum og Icelandair. „Þetta var þegar DC-10 vélin var í notkun en svo komu upp gallar í vélinni og því var öllum nýliðum sagt upp. Svo byrjaði ég aftur áramótin 84-85 svo þetta eru komin 36 ár.“Heldur þú að þú munir sakna þess að fljúga?„Nei ég held ekki. Ég er bara búin með þennan part í mínu lífi en ég veit að barnabarnið er leiður yfir því að geta ekki farið með ömmu í stopp.“ Brynja var þekkt módel þegar hún byrjaði að fljúga og segir hún að sumir hafi litið á starfið sem framlengingu á módelstarfinu enda huggulegar ungar stúlkur oft ráðnar.Eftir 36 ár í starfi er Brynja hætt.„Það var alveg þannig. Þú varst að sýna þig fyrir framan stóran hóp af fólki. Ég meina þetta voru 230-240 manns. Þú varst að horfa í augun á fólki og ég var þannig að ég gaf fólki athygli og ég tók alveg eftir því að ég fékk bros á móti. Þetta þótti á þeim tíma, að mér finnst, flott og stelpur voru að líta upp til þess að vera flugfreyjur. Auðvitað var ég alveg stolt af minni vinnu og hef alltaf verið.“ Brynja segir að flugfreyjustéttin sé mjög vel menntuð stétt. „Við erum með allskonar fólk. Við erum með lækna, við erum með hjúkrunarkonur, við erum með lögfræðinga, sálfræðinga og ég get endalaust talið upp,“ segir Brynja sem hefði mátt vera tveimur árum lengur í starfi eða til 67 ára. „Ég bara nenni ekki og get ekki verið í þessum stoppum og ég er búin að fá nóg af New York. Þegar ég var yngri var ég endalaust að fara úr midtown og niður í downtown en ég dag kem ég bara út í mannþröngina og ég hugsa bara, ég get þetta ekki. Þetta er allt of mikið af fólki fyrir mig. Ég er orðin þannig að ég get ekki of mikið af fólki.“Brynja elskaði að skemmta sér í New York en núna finnst henni of mikið af fólki í borginni.Hún segist hafa farið út á lífið í borginni á sínum tíma og skemmt sér með helstu stjörnum heims á skemmtistaðnum Studio 54. „Við hittum fullt af frægu fólki og bara eins og litlar vitlausar íslenskar stelpur þá fórum við í allskonar partý. Ég hitti til dæmir Norman Miller rithöfund og við fórum heim til hans. Ég hef aldrei séð annað eins bókasafn. Ég hitti Rod Stewart og Freddie Mercury. Ég hitti Mercury í London þegar við vorum í raun að vinna saman í Kengsington Market og þetta var áður en hann varð frægur og var bara að byrja að syngja,“ segir Brynja en stjörnurnar voru fleiri sem hún hékk með á ferðalögum sínum eins og Frank Sinatra. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fer Brynja yfir ferilinn, segir frá öllum glamúrnum, djamminu með Rod Stewart, Freddie Mercury og öllum hinum stjörnunum og hvernig flugið hefur breyst síðustu áratugina. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira