Lífið

Fá­gæt og fal­leg eign við Flóka­götu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1945 og teiknað af Halldóri Jónssyni arkitekt. 
Húsið var byggt árið 1945 og teiknað af Halldóri Jónssyni arkitekt.  Fasteignaljósmyndun

Við Flókagötu 43 má finna glæsilega 159 fermetra sérhæð á tveimur hæðum, þar af ris sem er undir súð, í reisulegu steinhúsi sem var byggt árið 1945. Húsið er teiknað af Halldóri Jónssyni arkitekt. Ásett verð er 140 milljónir.

Eigendur eignarinnar eru hjónin Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo og Freyr Pálsson sérfræðingur hjá Vegagerðinni. 

Skandinavískt og sjarmerandi

Eignin hefur verið endurnýjuð á einstakan máta þar sem ekkert var til sparað. Í eldhúsi eru nýlegar sérsmíðaðar innréttingar með marmara á borðum, og upp á vegg. Á gólfum er gegheilt fiskibeinaparket sem setur heimilinu skandinavískt yfirbragð.

Þá voru hurðarop breikkuð og settar nýjar hurðir með hurðarhúnum eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen, svo fátt eitt sé nefnt. Á allri aðalhæðinni eru franskir gluggar sem setja sjarmerandi svip á eignina. 

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Eldhús og borðstofa er rúmgott og bjart. Fasteignaljósmyndun
Stofa er parketlögð með glugga í tvær áttir.Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Gengið upp veglegan járnstiga með parketlögðum tröppum.Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun

Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis kemur fram að eignin skiptist í stigahús með góðum palli, fjögur svefnherbergi, stofu, eldhús og borðstofu í einu rými, tvö baðherbergi, svefnherbergisgang, vinnurými og sameiginlegt þvotta- og þurrkherbergi í kjallara hússins. Þá er bílskúr er við vesturhlið hússins með geymslu inn af og sér bílastæði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×