Útlagar spreyjaðir gylltir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. apríl 2024 16:52 Aðeins stallurinn er enn óspreyjaður. Benedikt Stefánsson Útlagar, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara, á horni Suðurgötu og Hringbrautar hefur orðið fyrir óvæntum breytingum. Einhver óprúttinn aðili hefur málað styttuna gyllta með málningu eða spreybrúsa. Benedikt Stefánsson átti leið hjá styttunni og vakti athygli á ástandi hennar. „Það er eins og einhver hafi málað styttuna, sennilega er þetta spreyjað. Nánast öll eða níutíu prósent af henni myndi ég segja. Ég hélt að þetta hefði verið fyrir einhverjum dögum en ég snerti undir höndum mannsins á myndinni þar sem sólin hafði ekki skinið og þá var það enn þá blautt. Það voru engin ummerki, engar spreydósir eða neitt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr í skipulagsráði og menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og hann segir engar breytingar á styttunni hafa komið á sitt borð. „Ég hef ekkert heyrt um þetta,“ segir hann. Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmars staðfestir einnig í samtali við fréttastofu að gjörningurinn sé ekki á þeirra vegum. „En það er greinilega mikil sköpunargleði í gangi í borginni í dag,“ segir Álfrún. Meiriháttar skemmdarverk Sigurður Trausti Truastason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur tók ekki eins vel í fréttirnar. Blaðamaður náði sambandi við hann þar sem hann ók á vettvang til að taka út skemmdirnar. „Þetta er skemmdarverk. Mér skilst að þetta hafi gerst í nótt eða í morgun. Í fyrramálið fæ ég forvörð og tæknimenn safnsins til að skoða þetta með mér og við reynum að hreinsa verkið. En þetta er meiriháttar skemmdarverk,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir viðgerð geta tekið nokkra daga þar sem verkið er stórt. Einnig þarf sérhæft starfsfólk að koma að vinnunni þar sem að um menningarverðmæti sé að ræða. „Við munum tilkynna þetta til lögreglu og þetta verður skoðað í samstarfi við hana,“ segir Sigurður. Tímamótaverk í íslenskri höggmyndagerð Útlagar er höggmynd sem var fyrst sýnd á Charlottenborgarsýningunni í Kaupmannahöfn árið 1901 og segir á síðu Listasafns Reykjavíkur að með verkinu hafi Einar haslað sér völl sem myndhöggvari. Myndefnið sótti hann í útilegumannasögur úr íslenskum þjóðsögum. Verkið sýnir karlmann sem ber líflausa konu á bakinu og barn á handlegg og er áhersla lögð á þreytulegt göngulag mannsins og sorgmætt andlit. „Formrænt séð er verkið natúralískt þar sem lögð er áhersla á að gera öllum atriðum nákvæm skil. Í heild kallar það fram tilfinningaleg viðbrögð áhorfandans og má túlka sem táknmynd einsemdar og útskúfunar þess sem dæmdur hefur verið,“ segir á síðu safnsins. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Benedikt Stefánsson átti leið hjá styttunni og vakti athygli á ástandi hennar. „Það er eins og einhver hafi málað styttuna, sennilega er þetta spreyjað. Nánast öll eða níutíu prósent af henni myndi ég segja. Ég hélt að þetta hefði verið fyrir einhverjum dögum en ég snerti undir höndum mannsins á myndinni þar sem sólin hafði ekki skinið og þá var það enn þá blautt. Það voru engin ummerki, engar spreydósir eða neitt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr í skipulagsráði og menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og hann segir engar breytingar á styttunni hafa komið á sitt borð. „Ég hef ekkert heyrt um þetta,“ segir hann. Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmars staðfestir einnig í samtali við fréttastofu að gjörningurinn sé ekki á þeirra vegum. „En það er greinilega mikil sköpunargleði í gangi í borginni í dag,“ segir Álfrún. Meiriháttar skemmdarverk Sigurður Trausti Truastason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur tók ekki eins vel í fréttirnar. Blaðamaður náði sambandi við hann þar sem hann ók á vettvang til að taka út skemmdirnar. „Þetta er skemmdarverk. Mér skilst að þetta hafi gerst í nótt eða í morgun. Í fyrramálið fæ ég forvörð og tæknimenn safnsins til að skoða þetta með mér og við reynum að hreinsa verkið. En þetta er meiriháttar skemmdarverk,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir viðgerð geta tekið nokkra daga þar sem verkið er stórt. Einnig þarf sérhæft starfsfólk að koma að vinnunni þar sem að um menningarverðmæti sé að ræða. „Við munum tilkynna þetta til lögreglu og þetta verður skoðað í samstarfi við hana,“ segir Sigurður. Tímamótaverk í íslenskri höggmyndagerð Útlagar er höggmynd sem var fyrst sýnd á Charlottenborgarsýningunni í Kaupmannahöfn árið 1901 og segir á síðu Listasafns Reykjavíkur að með verkinu hafi Einar haslað sér völl sem myndhöggvari. Myndefnið sótti hann í útilegumannasögur úr íslenskum þjóðsögum. Verkið sýnir karlmann sem ber líflausa konu á bakinu og barn á handlegg og er áhersla lögð á þreytulegt göngulag mannsins og sorgmætt andlit. „Formrænt séð er verkið natúralískt þar sem lögð er áhersla á að gera öllum atriðum nákvæm skil. Í heild kallar það fram tilfinningaleg viðbrögð áhorfandans og má túlka sem táknmynd einsemdar og útskúfunar þess sem dæmdur hefur verið,“ segir á síðu safnsins.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira