Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 14:18 Jón Gnarr, Baldur Þórhallsson, og Halla Hrund Logadóttir eru gestir Pallborðsins í dag. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. „Ég held að við lendum öll í því sem stígum svona fram, sérstaklega varðandi þetta embætti, að fá einhverjar svona skrökvusögur á okkur.“ sagði Baldur í Pallborðinu á Vísi í dag, en þar ræddi hann, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir um komandi forsetakosningar. „Við sem munum eftir kosningabaráttunni fyrir átta árum þegar Guðni var kosinn, Ólafur Ragnar 1996, og síðan Vigdís 1980. Það voru auðvitað alveg ótrúlegar sögur sem gengu þá um.“ Baldur sagði sig og eiginmann hans, fjölmiðlamanninn Felix Bergsson, vera með sterka skrápa og lygasögur fengju ekki á þá „Þetta bara fylgir þessu, og þetta hefur engin áhrif á okkur Felix,“ sagði Baldur og bætti við að þeir sem væru samkynhneigðir hefðu upplifað áreiti sem þetta í gegnum tíðina. Jón Gnarr sagði í Pallborðinu að hann ætti von á því að kosningabaráttan yrði ljúf og þægileg. Þá var hann spurður út í ummæli hans um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér í kosningunum, en Jón sagði að honum þætti sérstakt að forsætisráðherra væri að bjóða sig fram. „Ég verð bara að segja það sem mér finnst ef mér finnst það skipta máli, jafnvel þegar það getur verið óþægilegt,“ sagði Jón og rifjaði upp þegar hann var borgarstjóri og hann var spurður spurningu sem hann vissi ekki svarið við. „Þá sagði ég það: Ég bara veit það ekki. Það var mjög óþægilegt. Einhverjum fannst að ég hefði ekki átt að segja það. En þetta var bara sannleikurinn þá.“ Þrátt fyrir það sagðist Jón eiga von á því að kosningabaráttan yrði skemmtileg. „Mér finnst vera veisla, lýðræðisveisla, að sjá svona margt fólk koma úr ólíkum hlutum samfélagsins til þess að taka þátt í þessu.“ Ætlar að vinna heiðarlegan sigur Gestirnir voru spurðir að ýmsu varðandi forsetaembættið og hlutverkið. Halla Hrund lagði áherslu á að forseti yrði að vera hafinn yfir dægurþras. Hún sagði mestu máli skipta að hver og einn frambjóðandi leiði sína sýn. Svo sé það kjósenda að dæma. „Varðandi þá sem eru hér og eru ekki hér, verð að segja, horfandi á þetta fólk, að ég fyllist bjartsýni hve margt frábært fólk er að bjóða sig fram,“ sagði Halla Hrund. Hundruð sjálfboðaliða komi að þessum framboðum. „Ef það er ekki góðs viti fyrir samfélagið þá veit ég ekki hvað. Ég fer bjartsýn í baráttuna um að vinna hana heiðarlega. Vitandi það líka að það getur gengið á ýmsu. Hefur fulla trú á að þetta verði skemmtileg og góð vegferð fyrir lýðræðið sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut.“ Pallborðið í heild má sjá að neðan. Pallborðið Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. 7. apríl 2024 13:03 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Ég held að við lendum öll í því sem stígum svona fram, sérstaklega varðandi þetta embætti, að fá einhverjar svona skrökvusögur á okkur.“ sagði Baldur í Pallborðinu á Vísi í dag, en þar ræddi hann, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir um komandi forsetakosningar. „Við sem munum eftir kosningabaráttunni fyrir átta árum þegar Guðni var kosinn, Ólafur Ragnar 1996, og síðan Vigdís 1980. Það voru auðvitað alveg ótrúlegar sögur sem gengu þá um.“ Baldur sagði sig og eiginmann hans, fjölmiðlamanninn Felix Bergsson, vera með sterka skrápa og lygasögur fengju ekki á þá „Þetta bara fylgir þessu, og þetta hefur engin áhrif á okkur Felix,“ sagði Baldur og bætti við að þeir sem væru samkynhneigðir hefðu upplifað áreiti sem þetta í gegnum tíðina. Jón Gnarr sagði í Pallborðinu að hann ætti von á því að kosningabaráttan yrði ljúf og þægileg. Þá var hann spurður út í ummæli hans um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér í kosningunum, en Jón sagði að honum þætti sérstakt að forsætisráðherra væri að bjóða sig fram. „Ég verð bara að segja það sem mér finnst ef mér finnst það skipta máli, jafnvel þegar það getur verið óþægilegt,“ sagði Jón og rifjaði upp þegar hann var borgarstjóri og hann var spurður spurningu sem hann vissi ekki svarið við. „Þá sagði ég það: Ég bara veit það ekki. Það var mjög óþægilegt. Einhverjum fannst að ég hefði ekki átt að segja það. En þetta var bara sannleikurinn þá.“ Þrátt fyrir það sagðist Jón eiga von á því að kosningabaráttan yrði skemmtileg. „Mér finnst vera veisla, lýðræðisveisla, að sjá svona margt fólk koma úr ólíkum hlutum samfélagsins til þess að taka þátt í þessu.“ Ætlar að vinna heiðarlegan sigur Gestirnir voru spurðir að ýmsu varðandi forsetaembættið og hlutverkið. Halla Hrund lagði áherslu á að forseti yrði að vera hafinn yfir dægurþras. Hún sagði mestu máli skipta að hver og einn frambjóðandi leiði sína sýn. Svo sé það kjósenda að dæma. „Varðandi þá sem eru hér og eru ekki hér, verð að segja, horfandi á þetta fólk, að ég fyllist bjartsýni hve margt frábært fólk er að bjóða sig fram,“ sagði Halla Hrund. Hundruð sjálfboðaliða komi að þessum framboðum. „Ef það er ekki góðs viti fyrir samfélagið þá veit ég ekki hvað. Ég fer bjartsýn í baráttuna um að vinna hana heiðarlega. Vitandi það líka að það getur gengið á ýmsu. Hefur fulla trú á að þetta verði skemmtileg og góð vegferð fyrir lýðræðið sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut.“ Pallborðið í heild má sjá að neðan.
Pallborðið Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. 7. apríl 2024 13:03 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. 7. apríl 2024 13:03