Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 14:18 Jón Gnarr, Baldur Þórhallsson, og Halla Hrund Logadóttir eru gestir Pallborðsins í dag. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. „Ég held að við lendum öll í því sem stígum svona fram, sérstaklega varðandi þetta embætti, að fá einhverjar svona skrökvusögur á okkur.“ sagði Baldur í Pallborðinu á Vísi í dag, en þar ræddi hann, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir um komandi forsetakosningar. „Við sem munum eftir kosningabaráttunni fyrir átta árum þegar Guðni var kosinn, Ólafur Ragnar 1996, og síðan Vigdís 1980. Það voru auðvitað alveg ótrúlegar sögur sem gengu þá um.“ Baldur sagði sig og eiginmann hans, fjölmiðlamanninn Felix Bergsson, vera með sterka skrápa og lygasögur fengju ekki á þá „Þetta bara fylgir þessu, og þetta hefur engin áhrif á okkur Felix,“ sagði Baldur og bætti við að þeir sem væru samkynhneigðir hefðu upplifað áreiti sem þetta í gegnum tíðina. Jón Gnarr sagði í Pallborðinu að hann ætti von á því að kosningabaráttan yrði ljúf og þægileg. Þá var hann spurður út í ummæli hans um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér í kosningunum, en Jón sagði að honum þætti sérstakt að forsætisráðherra væri að bjóða sig fram. „Ég verð bara að segja það sem mér finnst ef mér finnst það skipta máli, jafnvel þegar það getur verið óþægilegt,“ sagði Jón og rifjaði upp þegar hann var borgarstjóri og hann var spurður spurningu sem hann vissi ekki svarið við. „Þá sagði ég það: Ég bara veit það ekki. Það var mjög óþægilegt. Einhverjum fannst að ég hefði ekki átt að segja það. En þetta var bara sannleikurinn þá.“ Þrátt fyrir það sagðist Jón eiga von á því að kosningabaráttan yrði skemmtileg. „Mér finnst vera veisla, lýðræðisveisla, að sjá svona margt fólk koma úr ólíkum hlutum samfélagsins til þess að taka þátt í þessu.“ Ætlar að vinna heiðarlegan sigur Gestirnir voru spurðir að ýmsu varðandi forsetaembættið og hlutverkið. Halla Hrund lagði áherslu á að forseti yrði að vera hafinn yfir dægurþras. Hún sagði mestu máli skipta að hver og einn frambjóðandi leiði sína sýn. Svo sé það kjósenda að dæma. „Varðandi þá sem eru hér og eru ekki hér, verð að segja, horfandi á þetta fólk, að ég fyllist bjartsýni hve margt frábært fólk er að bjóða sig fram,“ sagði Halla Hrund. Hundruð sjálfboðaliða komi að þessum framboðum. „Ef það er ekki góðs viti fyrir samfélagið þá veit ég ekki hvað. Ég fer bjartsýn í baráttuna um að vinna hana heiðarlega. Vitandi það líka að það getur gengið á ýmsu. Hefur fulla trú á að þetta verði skemmtileg og góð vegferð fyrir lýðræðið sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut.“ Pallborðið í heild má sjá að neðan. Pallborðið Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. 7. apríl 2024 13:03 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
„Ég held að við lendum öll í því sem stígum svona fram, sérstaklega varðandi þetta embætti, að fá einhverjar svona skrökvusögur á okkur.“ sagði Baldur í Pallborðinu á Vísi í dag, en þar ræddi hann, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir um komandi forsetakosningar. „Við sem munum eftir kosningabaráttunni fyrir átta árum þegar Guðni var kosinn, Ólafur Ragnar 1996, og síðan Vigdís 1980. Það voru auðvitað alveg ótrúlegar sögur sem gengu þá um.“ Baldur sagði sig og eiginmann hans, fjölmiðlamanninn Felix Bergsson, vera með sterka skrápa og lygasögur fengju ekki á þá „Þetta bara fylgir þessu, og þetta hefur engin áhrif á okkur Felix,“ sagði Baldur og bætti við að þeir sem væru samkynhneigðir hefðu upplifað áreiti sem þetta í gegnum tíðina. Jón Gnarr sagði í Pallborðinu að hann ætti von á því að kosningabaráttan yrði ljúf og þægileg. Þá var hann spurður út í ummæli hans um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér í kosningunum, en Jón sagði að honum þætti sérstakt að forsætisráðherra væri að bjóða sig fram. „Ég verð bara að segja það sem mér finnst ef mér finnst það skipta máli, jafnvel þegar það getur verið óþægilegt,“ sagði Jón og rifjaði upp þegar hann var borgarstjóri og hann var spurður spurningu sem hann vissi ekki svarið við. „Þá sagði ég það: Ég bara veit það ekki. Það var mjög óþægilegt. Einhverjum fannst að ég hefði ekki átt að segja það. En þetta var bara sannleikurinn þá.“ Þrátt fyrir það sagðist Jón eiga von á því að kosningabaráttan yrði skemmtileg. „Mér finnst vera veisla, lýðræðisveisla, að sjá svona margt fólk koma úr ólíkum hlutum samfélagsins til þess að taka þátt í þessu.“ Ætlar að vinna heiðarlegan sigur Gestirnir voru spurðir að ýmsu varðandi forsetaembættið og hlutverkið. Halla Hrund lagði áherslu á að forseti yrði að vera hafinn yfir dægurþras. Hún sagði mestu máli skipta að hver og einn frambjóðandi leiði sína sýn. Svo sé það kjósenda að dæma. „Varðandi þá sem eru hér og eru ekki hér, verð að segja, horfandi á þetta fólk, að ég fyllist bjartsýni hve margt frábært fólk er að bjóða sig fram,“ sagði Halla Hrund. Hundruð sjálfboðaliða komi að þessum framboðum. „Ef það er ekki góðs viti fyrir samfélagið þá veit ég ekki hvað. Ég fer bjartsýn í baráttuna um að vinna hana heiðarlega. Vitandi það líka að það getur gengið á ýmsu. Hefur fulla trú á að þetta verði skemmtileg og góð vegferð fyrir lýðræðið sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut.“ Pallborðið í heild má sjá að neðan.
Pallborðið Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. 7. apríl 2024 13:03 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. 7. apríl 2024 13:03