Straumhvörf í veðrinu Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2024 08:49 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að þó að það geti komið stöku hret með éljagangi eða næturfrosti þá sé þetta allt önnur tíð framundan. Stöð 2 „Með þessum skilum og þessu hlýja lofti sem fer yfir landið á morgun, þetta eru ákveðin straumhvörf í veðrinu og við getum alveg sagt bless við veturinn“ Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir að þó að það geti komið stöku hret með éljagangi eða næturfrosti þá sé þetta allt önnur tíð framundan. Einar ræddi stöðuna í veðrinu í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Það er nú frost á landinu alls staðar nú í morgunsárið. Það var alveg vitað að það yrði. Því var spáð að það yrði kalt þennan morguninn. Síðan eru að nálgast hitaskil og þetta stefnir allt upp á við og gerir það tiltölulega hratt og vel, sérstaklega í kvöld og í nótt. En á undan þessum hitaskilum og áður en hlýnar þá er engu að síðar verið að spá dálítilli hríðarmuggu og varað við stöðunni á Hellisheiðinni síðdegis í dag. Hellisheiðinni og Þrengslum og eins líka vestur á Snæfellsnesi og vestur á sunnanverðum Vestfjörðum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar í spilaranum að neðan. Bjart og heitt á daginn, en næturfrost Aðspurður um hvað langtímaspáin segi þá sé það nú þannig að við bíðum bara og bíðum. „Það er alltaf þannig á vorin. En það er væn hláka og þíða á morgun og við erum búin að bægja þessu kalda lofti frá, getum við sagt. Þessi hlýindi hafa þó heldur styst í annan endann, hinn endann.“ Hann segir að útlit sé fyrir að framan af næstu viku verði háþrýstisvæði yfir landinu. „Það þýðir að það eru bjartir dagar, sól á daginn og hiti, en næturfrost. Þá gæti maður áfram þurft að nota sköfuna. En þessi kuldi sem hefur verið alltaf nálægur hérna í norðri, það er búið að ýta honum á veg allrar veraldar.“ Einar segir að mælingar hafi sýnt að lægðir í vetur hafi verið færri en áður og þær hafi verið fjarlægari en vanalega. Hann segir að Bretar hafi þurft að þola þá sendingu að þessu sinni þar sem hafi verið stormasamt og einkar rigningasamt í vetur. Veður Tengdar fréttir Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. 19. apríl 2024 07:09 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir að þó að það geti komið stöku hret með éljagangi eða næturfrosti þá sé þetta allt önnur tíð framundan. Einar ræddi stöðuna í veðrinu í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Það er nú frost á landinu alls staðar nú í morgunsárið. Það var alveg vitað að það yrði. Því var spáð að það yrði kalt þennan morguninn. Síðan eru að nálgast hitaskil og þetta stefnir allt upp á við og gerir það tiltölulega hratt og vel, sérstaklega í kvöld og í nótt. En á undan þessum hitaskilum og áður en hlýnar þá er engu að síðar verið að spá dálítilli hríðarmuggu og varað við stöðunni á Hellisheiðinni síðdegis í dag. Hellisheiðinni og Þrengslum og eins líka vestur á Snæfellsnesi og vestur á sunnanverðum Vestfjörðum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar í spilaranum að neðan. Bjart og heitt á daginn, en næturfrost Aðspurður um hvað langtímaspáin segi þá sé það nú þannig að við bíðum bara og bíðum. „Það er alltaf þannig á vorin. En það er væn hláka og þíða á morgun og við erum búin að bægja þessu kalda lofti frá, getum við sagt. Þessi hlýindi hafa þó heldur styst í annan endann, hinn endann.“ Hann segir að útlit sé fyrir að framan af næstu viku verði háþrýstisvæði yfir landinu. „Það þýðir að það eru bjartir dagar, sól á daginn og hiti, en næturfrost. Þá gæti maður áfram þurft að nota sköfuna. En þessi kuldi sem hefur verið alltaf nálægur hérna í norðri, það er búið að ýta honum á veg allrar veraldar.“ Einar segir að mælingar hafi sýnt að lægðir í vetur hafi verið færri en áður og þær hafi verið fjarlægari en vanalega. Hann segir að Bretar hafi þurft að þola þá sendingu að þessu sinni þar sem hafi verið stormasamt og einkar rigningasamt í vetur.
Veður Tengdar fréttir Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. 19. apríl 2024 07:09 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. 19. apríl 2024 07:09