Innlent

Cyrus og Herkúles fá já en Berg­man bannaður

Jón Þór Stefánsson skrifar
Foreldrar fá nú aukið frelsi til að skíra börn sín í höfuðið á poppstjörnum, líkt og Miley Cyrus, eða grískum goðum, eins og Herkúlesi. Þeir sem vilja að börnin sín beri eftirnafn sænska kvikmyndaleikstjórans Ingmars Bergman fá það hins vegar ekki.
Foreldrar fá nú aukið frelsi til að skíra börn sín í höfuðið á poppstjörnum, líkt og Miley Cyrus, eða grískum goðum, eins og Herkúlesi. Þeir sem vilja að börnin sín beri eftirnafn sænska kvikmyndaleikstjórans Ingmars Bergman fá það hins vegar ekki. Getty

Mannanafnanefnd hefur samþykkt ný eiginnöfn á borð við Herkúles, Bjartdís, Kriss og Cyrus. Þá var nöfnunum Bergman og Boom báðum hafnað bæði sem eiginnafni og millinafni.

Þar að auki var eiginnafninu Óðr hafnað, en Óður var samþykkt.

Þetta kemur fram í nýjum úrskurðum mannanafnanefndar. Eiginnöfnin sem voru samþykkt eru eftirfarandi:

  • Herkúles (karlkyns)
  • Bjartdís (kvenkyns)
  • Althea (kvenkyns)
  • Dímítrí (karlkyns)
  • Kriss (kynhlutlaust)
  • Cyrus (karlkyns)

Þar að auki féllst mannanafnanefnd á föðurkenninguna Konráðsdóttir, það var þegar faðir barnsins heitir Konrad.

Einnig voru tvö millinöfn samþykkt. Það voru Sæ og Jórvík.


Tengdar fréttir

Jakob Reynir Aftur reynir

Maður sem fær ekki að bera millinafnið Aftur ætlar að mótmæla úrskurði mannanafnanefndar sem hafnaði nafninu. Hann segir nafnið ansi táknrænt fyrir sig en hann sneri blaðinu við fyrir tæpum fjórum árum síðan eftir að hafa verið á slæmum stað í lífinu.

Vaknaði í morgun sem Lára Zulima Ómarsdóttir

Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir heitir frá og með deginum í gær Lára Zulima Ómarsdóttir. Hún fékk eiginnafnið Zulima samþykkt í gær með úrskurði mannanafnanefndar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×