Innlent

Öskrandi húsaskortur, á­tök í þinginu og þung­lyndi í boltanum

Árni Sæberg skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. Við fjöllum um varhugaverða þróun á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Við ræðum við eiganda eins stærsta verktakafyrirtækis landsins í beinni útsendingu.

Við verðum einnig í beinni frá Alþingi, förum yfir nýja fjármálaætlun sem geymir engar tillögur um niðurskurð, og heyrum í Pírötum um vantrauststillögu á ríkisstjórnina.

Tveir fyrrverandi frambjóðendur koma í myndver og ræða dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem telur að brotið hafi verið gegn mannréttindum þeirra við framkvæmd síðustu kosninga.

Þá hittum við listamanninn Sindra Ploder, sjáum myndir frá stórbruna í Kaupmannahöfn og verðum í beinni frá frumsýningu nýrrar íslenskrar heimildamyndar. 

Í sportinu verður rætt við framkvæmdastjóra HSÍ um gestgjafahlutverk Íslands á HM karla í handbolta auk þess sem fótboltamaður í Breiðabliki opnar sig um þunglyndi.

Í Íslandi í dag verður rætt við einn fremsta sundmann þjóðarinnar sem vill að dánaraðstoð verði leidd í lög.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 16. apríl 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×