Ný staða uppi á Reykjanesskaga Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2024 15:33 Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina er mánaðargamalt í dag. Vísir/Vilhelm Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina nú hefur staðið yfir í mánuð. Í byrjun apríl fór landris að aukast og nú er um það bil jafn stór hluti kvikunnar að flæða upp á yfirborð og safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Ný staða er komin upp að sögn náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofunni. Gosið sem hófst að kvöldi 16. mars er nú næst lengsta gosið á Reykjanesskaga síðan árið 2021. Einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra en það stóð yfir í um sex mánuði. Í upphafi gossins gaus úr nokkrum gígum en nú stendur aðeins einn eftir. Í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar kemur fram að ekki sé hægt að draga ályktanir um framhald jarðhræringanna út frá lengd þessa eldgoss. Engar vísbendingar séu um að það sé að draga úr kvikuflæði frá dýpi sem keyrir áfram þá atburðarás sem hefur verið í gangi síðustu mánuði. Áfram er hætta á gasmengun frá eldgosinu sem getur valdið mengun í byggð á Reykjanesskaganum.Vísir/Vilhelm Á vef veðurstofunnar segir jafnframt að landris haldi áfram en það hefur verið stöðugt síðan í byrjun apríl. „Líkanreikningar af GPS færslum benda til að flæði kviku inn í kvikuhólfið sé um það bil helmingur af því sem var áður en gos hófst 16. mars síðastliðinn. Þetta bendir til að u.þ.b. helmingur af kvikunni sem er að koma af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur er að flæða upp á yfirborð.“ Ný staða komin upp Smáskjálftahrina hófst eftir hádegi síðastliðinn sunnudag við Lágafell. Sú hrina stóð yfir í rúma fjóra tíma og hefur verið tengd spennubreytingum í skorpunni vegna landriss í Svartsengi. Sjá einnig: Smáskjálftahrina á Reykjanesi Þá er tekið fram að sú staða sem uppi er núna sé ný, þar sem eldgos er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni og land rís í Svartsengi á sama tíma. „Það mikilvægasta í stöðunni nú er hið sama og áður, að vakta svæðið og bregðast rétt við þeim breytingum sem verða í virkninni hverju sinni til að koma í veg fyrir frekara tjón og að fólk sé í hættu vegna umbrotanna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar.Veðurstofan Hætta vegna sprungna áfram mikil í Grindavík Veðurstofan hefur verið uppfært hættumat sitt og gildir uppfærslan frá kl: 15:00 í dag, þriðjudag þar til 23. apríl, að öllu óbreyttu. Helstu breytingarnar eru að hætta vegna hraunflæðis hefur verið lækkuð á öllum svæðum nema svæði 3 (Sundhnúksgígaröðin) og svæði 6. Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu og sprunguhreyfinga. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki merki um að kvika sé á ferðinni Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu. 14. apríl 2024 18:38 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Gosið sem hófst að kvöldi 16. mars er nú næst lengsta gosið á Reykjanesskaga síðan árið 2021. Einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra en það stóð yfir í um sex mánuði. Í upphafi gossins gaus úr nokkrum gígum en nú stendur aðeins einn eftir. Í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar kemur fram að ekki sé hægt að draga ályktanir um framhald jarðhræringanna út frá lengd þessa eldgoss. Engar vísbendingar séu um að það sé að draga úr kvikuflæði frá dýpi sem keyrir áfram þá atburðarás sem hefur verið í gangi síðustu mánuði. Áfram er hætta á gasmengun frá eldgosinu sem getur valdið mengun í byggð á Reykjanesskaganum.Vísir/Vilhelm Á vef veðurstofunnar segir jafnframt að landris haldi áfram en það hefur verið stöðugt síðan í byrjun apríl. „Líkanreikningar af GPS færslum benda til að flæði kviku inn í kvikuhólfið sé um það bil helmingur af því sem var áður en gos hófst 16. mars síðastliðinn. Þetta bendir til að u.þ.b. helmingur af kvikunni sem er að koma af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur er að flæða upp á yfirborð.“ Ný staða komin upp Smáskjálftahrina hófst eftir hádegi síðastliðinn sunnudag við Lágafell. Sú hrina stóð yfir í rúma fjóra tíma og hefur verið tengd spennubreytingum í skorpunni vegna landriss í Svartsengi. Sjá einnig: Smáskjálftahrina á Reykjanesi Þá er tekið fram að sú staða sem uppi er núna sé ný, þar sem eldgos er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni og land rís í Svartsengi á sama tíma. „Það mikilvægasta í stöðunni nú er hið sama og áður, að vakta svæðið og bregðast rétt við þeim breytingum sem verða í virkninni hverju sinni til að koma í veg fyrir frekara tjón og að fólk sé í hættu vegna umbrotanna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar.Veðurstofan Hætta vegna sprungna áfram mikil í Grindavík Veðurstofan hefur verið uppfært hættumat sitt og gildir uppfærslan frá kl: 15:00 í dag, þriðjudag þar til 23. apríl, að öllu óbreyttu. Helstu breytingarnar eru að hætta vegna hraunflæðis hefur verið lækkuð á öllum svæðum nema svæði 3 (Sundhnúksgígaröðin) og svæði 6. Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu og sprunguhreyfinga.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki merki um að kvika sé á ferðinni Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu. 14. apríl 2024 18:38 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Ekki merki um að kvika sé á ferðinni Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu. 14. apríl 2024 18:38