Innlent

Gekk ber­serks­gang í Grafar­vogi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn gekk berserksgang í Grafarvogi en ekki er tilgreint nánar hvar í hverfinu í dagbók lögreglu.
Maðurinn gekk berserksgang í Grafarvogi en ekki er tilgreint nánar hvar í hverfinu í dagbók lögreglu. Vísir/Arnar

Karlmaður í annarlegu ástandi gekk berserksgang í Grafarvogi í gær. Lögreglan handtók manninn og hann var vistaður í fangageymslu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir verkefni embættisins frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í nótt. 

Í miðbænum var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi sem var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Á svipuðum slóðum var einnig tilkynnt um þjófnað inn á bar. Einn einstaklingur var handtekinn en honum sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku. 

Í Vesturbænum var tilkynnt um húsbrot en sá sem grunaður er um verknaðinn var farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×