Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir verkefni embættisins frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í nótt.
Í miðbænum var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi sem var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Á svipuðum slóðum var einnig tilkynnt um þjófnað inn á bar. Einn einstaklingur var handtekinn en honum sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku.
Í Vesturbænum var tilkynnt um húsbrot en sá sem grunaður er um verknaðinn var farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið.