Innlent

Engin skjálfta­virkni eftir mið­nætti

Lovísa Arnardóttir skrifar
Eldgosið við Sundhnúkagíga hefur tekið miklum breytingum frá því það hófst. Nú er aðeins einn gígur virkur. 
Eldgosið við Sundhnúkagíga hefur tekið miklum breytingum frá því það hófst. Nú er aðeins einn gígur virkur.  Vísir/Arnar

Smáskjálftahrinunni sem hófst í gær við Lágafell, rétt norðvestan við Grindavík, lauk um klukkan hálf fjögur í gær. Alls voru skjálftarnir um 90 talsins og var virknin mest um klukkan 13 og 14 í gær þegar 35 skjálftar mældust.

Allir skjálftarnir voru undir einum að stærð og flestir á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Í frétt á vef Veðurstofunnar segir að smáskjálftahrinan sé líklega afleiðing spennubreytinga í jarðskorpunni vegna áframhaldandi landriss í Svartsengi.

Á mynd sem fylgir frétt Veðurstofunnar má sjá bæði staðsetningu skjálftanna og graf sem sýnir dýpt þeirra. Þar má sjá að nokkrir smáskjálftar mældust á svæðinu síðdegis í gær en eftir miðnætti í dag hefur ekki mælst nein skjálftavirkni.

Mynd frá Veðurstofunni. Staðsetning skjálftanna og dýpt þeirra. Mynd/Veðurstofan

Í uppfærslu Veðurstofunnar kemur jafnframt fram að eldgosið, sem hófst þann 16. mars, sé enn stöðugt og að landris haldi einnig áfram á svipuðum hraða síðan það hófst í byrjun apríl. Útgefið hættumat fyrir svæðið gildir til morgundagsins. Enn er hætta á gasmengun og er fólki bent á að fylgjast vel með spá. Hægt er að kynna sér gasdreifingarspá hér.


Tengdar fréttir

Smáskjálftahrina á Reykjanesi

Fjölmargir smáir jarðskjálftar hafa greinst á Reykjanesi í dag. Fáir þeirra hafa náði yfir eitt stig að styrk en skjálftavirknin hefur ekki verið meiri frá því eldgosið við Sundhnjúka hófst þann 16. mars.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×