Menning

Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Hilmar Oddsson og Kristbjörg Kjeld á tökustað á myndinni Á ferð með mömmu. Þau fengu bæði Edduverðlaun í gærkvöldi.
Hilmar Oddsson og Kristbjörg Kjeld á tökustað á myndinni Á ferð með mömmu. Þau fengu bæði Edduverðlaun í gærkvöldi. LIISABET VALDOJA

Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins.

Edduverðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1999. Hátíðin í ár markar þáttaskil þar sem kvikmynda- og sjónvarpsverðlaununum hefur verið skipt upp í fyrsta sinn. Kvikmyndaverðlaunin voru afhent í gærkvöldi en sjónvarpsverðlaun verða veitt á haustmánuðum.

Þröstur Leó Gunnarsson fékk Edduverðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Á ferð með mömmu.

Á ferð með með mömmu var tilnefnd til verðlauna i tíu flokkum en hlaut níu. Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld voru verðlaunuð fyrir leik sinn í myndinni en þau hlutu sitthvora Edduna fyrir leikara og leikkonu ársins í aðalhlutverkum.  Þá hlaut Hilmar Oddson tvær Eddur fyrir leikstjórn og handrit kvikmyndarinnar. 

Kvikmyndin Villibráð fékk næstflest verðlaun. Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir og Björn Hlyn­ur Har­alds­son fengu verðlaun fyr­ir auka­hlut­verk­ í mynd­inni.

Nína Dögg Filippusdóttir hlaut Edduverðlaun fyrir hlutverk sitt í Villibráð.

Sigurður Sverrir Pálsson hlaut heiðursverðlaun ársins 2024.

Hér fyrir neðan er listi yfir vinningshafa gærkvöldsins. 

Kvik­mynd ársins: Á ferð með mömmu

Leik­stjórn: Hilm­ar Odd­son – Á ferð með mömmu

Hand­rit: Hilm­ar Odds­son – Á ferð með mömmu

Leik­ari í aðal­hlut­verki: Þröst­ur Leó Gunn­ars­son – Á ferð með mömmu

Leik­kona í aðal­hlut­verki: Krist­björg Kj­eld – Á ferð með mömmu

Leik­ari í auka­hlut­verki: Björn Hlyn­ur Har­alds­son – Villi­bráð

Leik­kona í auka­hlut­verki: Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir – Villi­bráð

Er­lend kvik­mynd: Anatomie d'u­ne chute (Fallið er hátt)

Heim­ilda­mynd: Smoke Sauna Sister­hood

Heim­ild­astutt­mynd: Upp­skrift: lífið eft­ir dauðann

Stutt­mynd: Sæt­ur (Felt Cute)

Barna-og ung­linga­efni: Sæt­ur (Felt Cute)

Brell­ur: Davíð Jón Ögmunds­son, Dragos Vilcu, Árni Gest­ur Sig­fús­son og Rob Tasker – Napó­leons­skjöl­in

Bún­ing­ar: Helga Rós V. Hannam – Á ferð með mömmu

Gervi: Krist­ín Júlía Kristjáns­dótt­ir – Á ferð með mömmu

Tónlist: Tönu Kõrvits – Á ferð með mömmu

Hljóð: Björn Vikt­ors­son og Huld­ar Freyr Arn­ars­son – Nort­hern Com­fort

Klipp­ing: Gunn­ar B. Guðbjörns­son og Kristján Loðmfjörð – Napó­leons­skjöl­in

Kvik­mynda­taka: Óttar Guðna­son – Á ferð með mömmu

Leik­mynd: Heim­ir Sverris­son – Villi­bráð

Upp­götv­un árs­ins: Anna Katrín Lár­us­dótt­ir

Heiður­sverðlaun 2024: Sig­urður Sverr­ir Páls­son


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×