Innlent

Rændu bif­reið vopnaðir skot­vopni

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Sjö gistu fangageymslur eftir nóttina.
Sjö gistu fangageymslur eftir nóttina. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um rán á bifreið í gærkvöldi. Ökumaður bílsins sagði sér hafa verið ógnað með skotvopni. Fjórir voru handteknir í heimahúsi síðar um kvöldið, grunaðir um aðild að málinu.

Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er gerð nánari grein fyrir málinu nema að bifreiðin hafi að endingu fundist.

Sjö gistu fangageymslur eftir nóttina. Tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna en látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.

Tilkynnt var um slys á skemmtistað í miðbænum þar sem gestur er talinn hafa dottið niður tröppur og sjúkralið sent á staðinn. Ekki er vitað um ástand eða áverka hins slasaða.

Þá var einn handtekinn og vistaður í fangageymslu eftir að fíkniefni og mikið magn reiðufé fundust í fórum hans. Maðurinn var ekki með skilríki en málið er í rannsókn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×