Innlent

Dyra­vörður á Hax hand­tekinn

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Útkallið barst um klukkan hálf tvö í nótt og var fjölmennt lið lögreglu sent á vettvang.
Útkallið barst um klukkan hálf tvö í nótt og var fjölmennt lið lögreglu sent á vettvang. vísir

Dyravörður á skemmtistaðnum HAX í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í nótt, grunaður um líkamsárás. Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna málsins en henni barst tilkynning um hugsanlega stunguárás og slagæðablæðingu. Svo reyndist þó ekki vera.

Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við fréttastofu að útkall hafi borist um klukkan hálf tvö í nótt. Vitni taldi sig hafa séð blæðingu úr læri þess sem varð fyrir árásinni og að mögulega væri um slagæðablæðingu að ræða. 

Því var fjölmennt lið lögreglu sent á staðinn en fljótlega varð ljóst að líkamsárásin var ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Ásmundur segir engu vopni hafa verið beitt. Brotaþoli var fluttur á bráðamóttöku en er ekki alvarlega slasaður. 

Árásin átti sér stað á skemmtistaðnum Hax við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Vísir

Sá sem grunaður er um líkamsárásina er dyravörður á Hax við Hverfisgötu þar sem árásin fór fram. Hann var látinn laus að loknum yfirheyrslum en Ásmundur segir þó rannsókn málsins enn í gangi. 

Uppfært klukkan 13:20

Jónas Óli Jónasson, eigandi Hax, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn sem varð fyrir líkamsárásinni hafi, áður en atvikið átt sér stað, verið með ógnandi tilburði inni á staðnum, hafi kýlt dýravörð og verið vísað út. Hann hafi brugðist illa við því og viðhafði meðal annars rasísk ummæli um dyravörðinn. 


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×