„Heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. apríl 2024 10:57 Bergrún Íris Sævarsdóttir talaði opinskátt um lífið án áfengis í Bítinu á Bylgjunni í nóvember í fyrra. Bergrún Íris Bergrún Íris Sævarsdóttir rit- og myndhöfundur fagnaði eins árs edrúafmæli í gærkvöldi á Hamborgarafabrikkunni ásamt fjölskyldu sinni. Hún segist taka einn dag í einu þar sem alkahólismi er mun flóknari sjúkdómur en það eitt að leggja frá sér glasið. „Ég er eins árs í dag! Að baki er heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar. Tólf mánuðir þar sem ég leyfði mér að fara alla leið niður en fékk líka að komast alla leið upp. Það er ekki auðvelt að fara í fyrsta sinn í gegnum tilfinningar án þess að styðjast við hækju í vökvaformi,“ skrifar Bergrún Íris í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Sjálfsvinna og sjálfsást leiðin að bata „Ég tíndi upp úr öllum skúffum minningar og áföll, sorteraði og fór í gegnum það sem ég hef burðast með, valdi hverju skyldi halda og hverju sleppa takinu af. Ég hef unnið alls kyns verðlaun í gegnum árin en það að hætta að drekka og lifa í bata er stærsti sigurinn og það sem ég er hvað stoltust af. Verkefninu er ekki lokið, ég tekst á við einn dag í einu og þigg þá hjálp sem er í boði,“ segir Bergrún. „Alkahólismi er miklu flóknari sjúkdómur en svo að kona leggi bara frá sér glasið, en það er ómetanlegt að vita að enginn þarf að standa í þessu einn með sjálfum sér. Ef einhver er forvitin/nn/ð og vill byrja að kynna sér áfengislausan lífsstíl þá eru til alls kyns góðar bækur og hlaðvörp, öpp og fleira, en fyrir mig virkaði best að tala við fólk sem hefur upplifað það sama og ég. Þannig gat ég tekið fyrsta skrefið, og svo það næsta og þarnæsta.“ Hún segir að ferðalagið snúist minnst um áfengi. Það snúist mest um djúpa sjálfsvinnu og það að læra að elska sjálfa sig, allsgáð, með öllum sínum eiginleikum. Hún segir skrefin ekki hafa verið auðveld en þau séu stór og í rétta átt. Mamma ekki lengur þreytt Bergrún talaði opinskátt um ákvörðun sína um að hætta drekka í Bítínu á Bylgjunni í nóvember fyrra. þar sem hún meðal annar frá því að börnin hennar hafi tekið eftir breytingu vegna edrúmennskunnar. Hún hvetur alla til að hlusta á börnin. „Þó að börn sjái ekki á manni, þá sjá þau alveg að manni líður ekki vel. Einum af botnunum náð þegar sonurinn setti þrjú vatnsglös á borðið en eitt bjórglas fyrir mömmu. Þá finnur maður alveg að þetta sé kannski bara komið gott. Hann sagði mér eftir nokkrar vikur edrú: „Mamma þú ert svo miklu rólegri og þú ert ekki alltaf þreytt.“ „Þannig, hlustum á börnin.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Bergrún Íris og Kolbrún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dásemd“ Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. 23. desember 2023 14:36 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Ég er eins árs í dag! Að baki er heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar. Tólf mánuðir þar sem ég leyfði mér að fara alla leið niður en fékk líka að komast alla leið upp. Það er ekki auðvelt að fara í fyrsta sinn í gegnum tilfinningar án þess að styðjast við hækju í vökvaformi,“ skrifar Bergrún Íris í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Sjálfsvinna og sjálfsást leiðin að bata „Ég tíndi upp úr öllum skúffum minningar og áföll, sorteraði og fór í gegnum það sem ég hef burðast með, valdi hverju skyldi halda og hverju sleppa takinu af. Ég hef unnið alls kyns verðlaun í gegnum árin en það að hætta að drekka og lifa í bata er stærsti sigurinn og það sem ég er hvað stoltust af. Verkefninu er ekki lokið, ég tekst á við einn dag í einu og þigg þá hjálp sem er í boði,“ segir Bergrún. „Alkahólismi er miklu flóknari sjúkdómur en svo að kona leggi bara frá sér glasið, en það er ómetanlegt að vita að enginn þarf að standa í þessu einn með sjálfum sér. Ef einhver er forvitin/nn/ð og vill byrja að kynna sér áfengislausan lífsstíl þá eru til alls kyns góðar bækur og hlaðvörp, öpp og fleira, en fyrir mig virkaði best að tala við fólk sem hefur upplifað það sama og ég. Þannig gat ég tekið fyrsta skrefið, og svo það næsta og þarnæsta.“ Hún segir að ferðalagið snúist minnst um áfengi. Það snúist mest um djúpa sjálfsvinnu og það að læra að elska sjálfa sig, allsgáð, með öllum sínum eiginleikum. Hún segir skrefin ekki hafa verið auðveld en þau séu stór og í rétta átt. Mamma ekki lengur þreytt Bergrún talaði opinskátt um ákvörðun sína um að hætta drekka í Bítínu á Bylgjunni í nóvember fyrra. þar sem hún meðal annar frá því að börnin hennar hafi tekið eftir breytingu vegna edrúmennskunnar. Hún hvetur alla til að hlusta á börnin. „Þó að börn sjái ekki á manni, þá sjá þau alveg að manni líður ekki vel. Einum af botnunum náð þegar sonurinn setti þrjú vatnsglös á borðið en eitt bjórglas fyrir mömmu. Þá finnur maður alveg að þetta sé kannski bara komið gott. Hann sagði mér eftir nokkrar vikur edrú: „Mamma þú ert svo miklu rólegri og þú ert ekki alltaf þreytt.“ „Þannig, hlustum á börnin.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Bergrún Íris og Kolbrún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dásemd“ Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. 23. desember 2023 14:36 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Bergrún Íris og Kolbrún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dásemd“ Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. 23. desember 2023 14:36