Ekki nýjar fréttir að Bjarni sé umdeildur stjórnmálamaður Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2024 18:38 Diljá Mist Einarsdóttir kippir sér ekki upp við undirskriftalista gegn Bjarna Benediktssyni. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar gefur ekki mikið fyrir undirskriftalista gegn Bjarna Benediktssyni, nýjum forsætisráðherra. Það séu ekki nýjar fréttir að hann sé umdeildur stjórnmálamaður. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata voru gestir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar ræddu þau ýmis mál en byrjuðu á umræðu um undirskriftalista sem hátt í þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar hafa skrifað undir gegn Bjarna Benediktsyni. „Ég veit ekki hvað skal segja,“ sagði Diljá Mist aðspurð um hvernig hún túlki undirskriftalistann. „Það eru ekki nýjar fréttir að Bjarni Benediktsson sé umdeildur stjórnmálamaður. Raunar eru formenn Sjálfstæðisflokksins jafnan frekar umdeildir. Það er örugglega auðvelt að safna nokkrum undirskriftum og það er auðvitað orðið mjög auðvelt í dag. Reyndar ekki svo auðvelt fyrir alla forsetaframbjóðendur, en það er miklu auðveldara ferli að safna undirskriftum i dag.“ Björn Leví telur hins vegar að það sé auðveldara að safna undirskriftum í Kringlunni heldur en rafrænt á Ísland.is, og að það sé ekki sjálfsagt að safna svo mörgum undirskriftum rafrænt. Þá segir hann að yfirleitt sé ástæða fyrir því að fólk sé umdeilt og í tilfelli Bjarna sé það meðal annars vegna þess að fyrir hálfu ári hafi hann hrökklast úr embætti í kjölfar spillingar. Björn Leví sagðist var við ólgu í samfélaginu, og að skilaboð sem honum hafi borist á samfélagsmiðlum væru mörg hver ekki falleg. Vísir/Vilhelm Diljá Mist brást ekki vel við þessum orðum og spurði Björn Leví hvort hann væri að„bera það upp á umboðsmann Alþingis að hafa sakað Bjarna Benediktsson um spillingu?“ Björn Leví fullyrti að það hefði verið niðurstaðan en þá leiddu þáttastjórnendur talið að öðru. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan, en á meðal þess sem rætt var voru komandi þingmál, skipulagsmál og biðlaun Katrínar Jakobsdóttur auk aðstoðarmanna hennar. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Píratar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata voru gestir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar ræddu þau ýmis mál en byrjuðu á umræðu um undirskriftalista sem hátt í þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar hafa skrifað undir gegn Bjarna Benediktsyni. „Ég veit ekki hvað skal segja,“ sagði Diljá Mist aðspurð um hvernig hún túlki undirskriftalistann. „Það eru ekki nýjar fréttir að Bjarni Benediktsson sé umdeildur stjórnmálamaður. Raunar eru formenn Sjálfstæðisflokksins jafnan frekar umdeildir. Það er örugglega auðvelt að safna nokkrum undirskriftum og það er auðvitað orðið mjög auðvelt í dag. Reyndar ekki svo auðvelt fyrir alla forsetaframbjóðendur, en það er miklu auðveldara ferli að safna undirskriftum i dag.“ Björn Leví telur hins vegar að það sé auðveldara að safna undirskriftum í Kringlunni heldur en rafrænt á Ísland.is, og að það sé ekki sjálfsagt að safna svo mörgum undirskriftum rafrænt. Þá segir hann að yfirleitt sé ástæða fyrir því að fólk sé umdeilt og í tilfelli Bjarna sé það meðal annars vegna þess að fyrir hálfu ári hafi hann hrökklast úr embætti í kjölfar spillingar. Björn Leví sagðist var við ólgu í samfélaginu, og að skilaboð sem honum hafi borist á samfélagsmiðlum væru mörg hver ekki falleg. Vísir/Vilhelm Diljá Mist brást ekki vel við þessum orðum og spurði Björn Leví hvort hann væri að„bera það upp á umboðsmann Alþingis að hafa sakað Bjarna Benediktsson um spillingu?“ Björn Leví fullyrti að það hefði verið niðurstaðan en þá leiddu þáttastjórnendur talið að öðru. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan, en á meðal þess sem rætt var voru komandi þingmál, skipulagsmál og biðlaun Katrínar Jakobsdóttur auk aðstoðarmanna hennar.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Píratar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira