Allir samningar í höfn til að koma upp neyslurými í Borgartúni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2024 20:31 Hafrún Elísa teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir málið mikið fagnaðarefni. Vísir/Arnar Ekkert er því til fyrirstöðu að koma upp neyslurými í Borgartúni, eins og stefnt hefur verið að um nokkra hríð. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum segir aðstæður vímuefnanotenda hafa versnað síðustu mánuði eftir að eina neyslurými landsins var lokað. Þetta sé því mikið fagnaðarefni. „Næstu skref eru að Terra einingar komi á staðinn og komi niður einingahúsunum og svo er boltinn hjá okkur að fara af stað með þjónustuna,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum í skaðaminnkun. Terra einingar hafa styrkt verkefnið með því að gefa húsnæði til eins árs. Verkefnið byggir á góðri reynslu sem fékkst úr Ylju, neyslurými Rauða krossins sem starfrækt var í bíl frá 2022 til 2023. Það verkefni var aðeins til eins árs og hefur því ekkert neyslurými verið starfrækt síðasta árið. „Við tökum eftir því að aðstæðurnar hjá þjónustuþegum okkar hafa versnað. Þau eru úti að nota vímuefni í óöruggum aðstæðum - á götunni, í bílakjöllurum og öðrum stöðum - þar sem heilsu þeirra er ógnað.“ Alvarlegum sýkingum og ofskömmtum hafi fjölgað á þessum tíma og segir Hafrún því nauðsynlegt að notendur geti neytt efna sinna undir eftirliti fagaðila. Húsnæðið sem opnað verður í Borgartúni verður rúmir hundrað fermetrar, og því mun stærra en bíllinn sem áður var notaður. „Þar var einn einstaklingur sem gat komið og notað rýmið. Við vonumst eftir því að í þessu rými getum við boðið upp á, í mesta lagi, átta manns að koma í einu,“ segir Hafrún. „Við fögnum þessu, þetta er mjög stór áfangi í skaðaminnkun á Íslandi og gríðarlega mikilvægt fyrir þjónustuþega Frú Ragnheiðar til dæmis og aðra. Þetta er mjög mikið og stórt fagnaðarefni.“ Reykjavík Fíkn Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48 Koma upp neyslurými í einingahúsum Rauði krossinn leggur nú lokahönd á umsókn til Reykjavíkurborgar um afnot af lóð í Reykjavík. Á lóðinni á að koma fyrir einingahúsum þar sem hægt verður að setja upp neyslurými. 21. nóvember 2023 07:01 Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. 4. október 2023 20:03 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
„Næstu skref eru að Terra einingar komi á staðinn og komi niður einingahúsunum og svo er boltinn hjá okkur að fara af stað með þjónustuna,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum í skaðaminnkun. Terra einingar hafa styrkt verkefnið með því að gefa húsnæði til eins árs. Verkefnið byggir á góðri reynslu sem fékkst úr Ylju, neyslurými Rauða krossins sem starfrækt var í bíl frá 2022 til 2023. Það verkefni var aðeins til eins árs og hefur því ekkert neyslurými verið starfrækt síðasta árið. „Við tökum eftir því að aðstæðurnar hjá þjónustuþegum okkar hafa versnað. Þau eru úti að nota vímuefni í óöruggum aðstæðum - á götunni, í bílakjöllurum og öðrum stöðum - þar sem heilsu þeirra er ógnað.“ Alvarlegum sýkingum og ofskömmtum hafi fjölgað á þessum tíma og segir Hafrún því nauðsynlegt að notendur geti neytt efna sinna undir eftirliti fagaðila. Húsnæðið sem opnað verður í Borgartúni verður rúmir hundrað fermetrar, og því mun stærra en bíllinn sem áður var notaður. „Þar var einn einstaklingur sem gat komið og notað rýmið. Við vonumst eftir því að í þessu rými getum við boðið upp á, í mesta lagi, átta manns að koma í einu,“ segir Hafrún. „Við fögnum þessu, þetta er mjög stór áfangi í skaðaminnkun á Íslandi og gríðarlega mikilvægt fyrir þjónustuþega Frú Ragnheiðar til dæmis og aðra. Þetta er mjög mikið og stórt fagnaðarefni.“
Reykjavík Fíkn Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48 Koma upp neyslurými í einingahúsum Rauði krossinn leggur nú lokahönd á umsókn til Reykjavíkurborgar um afnot af lóð í Reykjavík. Á lóðinni á að koma fyrir einingahúsum þar sem hægt verður að setja upp neyslurými. 21. nóvember 2023 07:01 Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. 4. október 2023 20:03 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48
Koma upp neyslurými í einingahúsum Rauði krossinn leggur nú lokahönd á umsókn til Reykjavíkurborgar um afnot af lóð í Reykjavík. Á lóðinni á að koma fyrir einingahúsum þar sem hægt verður að setja upp neyslurými. 21. nóvember 2023 07:01
Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. 4. október 2023 20:03