Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2024 10:52 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mætti glaðhlakkanleg á Bessastaði á þriðjudagsskvöld, var skipuð nýr matvælaráðherra og fékk lyklavöld í gær. Hennar bíða ærin verkefni í ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. Þeir höfðu áður sent erindi til matvælaráðherra, sem þá var Katrín Jakobsdóttir, þar sem þeir kröfðust þess að hún betti sér fyrir því að umdeild lög sem veitir kjötafurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum yrðu tekin til gagngerrar skoðunar. Þau væru skaðleg neytendum, launþegum og verslun í landinu. Svar barst og það er meðal efnis greinar þremenninganna sem sjá má að neðan. Óhætt er að segja að ráðherra hakki í sig hin nýju lög. Þar kemur meðal annars fram fram að sérfræðingar ráðuneytisins hafi ekki verið hafðir með í ráðum, ráðuneytið taki undir áhyggjur Samkeppniseftirlitsins að lögin standist ekki EES-samninginn, fyrirspurn frá ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) sé væntanleg, ósamræmi sé í nefndaráliti og lagatexta, ekki sé kveðið á um fjárhagslegan aðskilnað framleiðendafélaga frá annarri starfsemi og svo framvegis. Þremenningarnir segja að þó ráðuneytið taki nýju lögin og rífi þau í sig sé ekki nefnt að Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, hafi staðfest opinberlega, að lögmaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, Finnur Magnússon, og kollegar hans á lögmannsstofunni Juris hjálpuðu nefndinni að skrifa hinn nýja frumvarpstexta, eftir að forsvarsmenn SAFL og lögmaðurinn höfðu átt fund með nefndinni. Bjarkey sér ekkert óeðlilegt við málið Hinn nýbakaði matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er þannig í þeirri sérkennilegu stöðu að hafa verið í meirihluta atvinnuveganefndarinnar, sem keyrði „ólögin“ í gegnum þingið. Að mati greinarhöfunda er henni heldur ekki stætt á öðru en að fylgja erindi ráðuneytis síns eftir og fara fram á breytingar á lögunum. Ráðherrar, rétt eins og þingmenn, eiga að vinna að almannahagsmunum en ekki púkka undir sérhagsmuni. Helgi Seljan gerði sitt besta með að þjarma að hinum nýbakaða ráðherra með lögin en hann komst ekki langt með Bjarkey áður en hún sleit samtalinu.vísir Helgi Seljan, blaðamaður á Heimildinni reyndi að þjarma að Bjarkey með spurningum út í málið og birti afurðina í blaðinu. Hann komst ekki mjög langt með spurningar sínar því Bjarkey sleit samtalinu og sagðist ætla að láta gott heita. Hún hafði þá sagt: „Ég bara er ósammála því að við höfum verið með það í huga að dekra við einhverja sérhagsmuni en eins og segi málið er þar sem það er akkúrat núna og við bara vinnum það ef þess gerist þörf að breyta eða gera einhverja hluti þá gerum við það.“ Hún kvaðst „ekkert sérstaklega“ hafa verið meðvituð um samráð Þórarins formanns atvinnuveganefndar við ritun breytingartillagna nefndarinnar. Né heldur taldi hún þau vinnubrögð ámælisverð eða óeðlileg. Sótt að málinu úr öllum áttum Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir í samtali við Vísi að þessi þrenn samtök ásamt Samtökum verslunar og þjónustu séu að skoða fleti á því að láta á lagasetninguna reyna. Ólafur Stephensen segir ótækt að ólögin standi.vísir/vilhelm Ólafur segir of snemmt að segja til um hvernig að því verður staðið en lögfræðingar eru að vinna í að skoða málið. Hörðum höndum. „Okkur skilst að ESA sé byrjuð að vinna í málinu. Það gæti líka komið samningsbrotamál þeim megin frá.“ Þannig að þið ætlið ekki að láta þetta yfir ykkur ganga? „Við munum reyna okkar ýtrasta,“ segir Ólafur. Búvörusamningar Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Evrópusambandið Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Athafnaleysi Katrínar geti skaðað hagsmuni landsmanna VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi. 2. apríl 2024 14:33 Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Þeir höfðu áður sent erindi til matvælaráðherra, sem þá var Katrín Jakobsdóttir, þar sem þeir kröfðust þess að hún betti sér fyrir því að umdeild lög sem veitir kjötafurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum yrðu tekin til gagngerrar skoðunar. Þau væru skaðleg neytendum, launþegum og verslun í landinu. Svar barst og það er meðal efnis greinar þremenninganna sem sjá má að neðan. Óhætt er að segja að ráðherra hakki í sig hin nýju lög. Þar kemur meðal annars fram fram að sérfræðingar ráðuneytisins hafi ekki verið hafðir með í ráðum, ráðuneytið taki undir áhyggjur Samkeppniseftirlitsins að lögin standist ekki EES-samninginn, fyrirspurn frá ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) sé væntanleg, ósamræmi sé í nefndaráliti og lagatexta, ekki sé kveðið á um fjárhagslegan aðskilnað framleiðendafélaga frá annarri starfsemi og svo framvegis. Þremenningarnir segja að þó ráðuneytið taki nýju lögin og rífi þau í sig sé ekki nefnt að Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, hafi staðfest opinberlega, að lögmaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, Finnur Magnússon, og kollegar hans á lögmannsstofunni Juris hjálpuðu nefndinni að skrifa hinn nýja frumvarpstexta, eftir að forsvarsmenn SAFL og lögmaðurinn höfðu átt fund með nefndinni. Bjarkey sér ekkert óeðlilegt við málið Hinn nýbakaði matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er þannig í þeirri sérkennilegu stöðu að hafa verið í meirihluta atvinnuveganefndarinnar, sem keyrði „ólögin“ í gegnum þingið. Að mati greinarhöfunda er henni heldur ekki stætt á öðru en að fylgja erindi ráðuneytis síns eftir og fara fram á breytingar á lögunum. Ráðherrar, rétt eins og þingmenn, eiga að vinna að almannahagsmunum en ekki púkka undir sérhagsmuni. Helgi Seljan gerði sitt besta með að þjarma að hinum nýbakaða ráðherra með lögin en hann komst ekki langt með Bjarkey áður en hún sleit samtalinu.vísir Helgi Seljan, blaðamaður á Heimildinni reyndi að þjarma að Bjarkey með spurningum út í málið og birti afurðina í blaðinu. Hann komst ekki mjög langt með spurningar sínar því Bjarkey sleit samtalinu og sagðist ætla að láta gott heita. Hún hafði þá sagt: „Ég bara er ósammála því að við höfum verið með það í huga að dekra við einhverja sérhagsmuni en eins og segi málið er þar sem það er akkúrat núna og við bara vinnum það ef þess gerist þörf að breyta eða gera einhverja hluti þá gerum við það.“ Hún kvaðst „ekkert sérstaklega“ hafa verið meðvituð um samráð Þórarins formanns atvinnuveganefndar við ritun breytingartillagna nefndarinnar. Né heldur taldi hún þau vinnubrögð ámælisverð eða óeðlileg. Sótt að málinu úr öllum áttum Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir í samtali við Vísi að þessi þrenn samtök ásamt Samtökum verslunar og þjónustu séu að skoða fleti á því að láta á lagasetninguna reyna. Ólafur Stephensen segir ótækt að ólögin standi.vísir/vilhelm Ólafur segir of snemmt að segja til um hvernig að því verður staðið en lögfræðingar eru að vinna í að skoða málið. Hörðum höndum. „Okkur skilst að ESA sé byrjuð að vinna í málinu. Það gæti líka komið samningsbrotamál þeim megin frá.“ Þannig að þið ætlið ekki að láta þetta yfir ykkur ganga? „Við munum reyna okkar ýtrasta,“ segir Ólafur.
Búvörusamningar Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Evrópusambandið Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Athafnaleysi Katrínar geti skaðað hagsmuni landsmanna VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi. 2. apríl 2024 14:33 Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44
Athafnaleysi Katrínar geti skaðað hagsmuni landsmanna VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi. 2. apríl 2024 14:33
Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01