Þrjátíu þúsund skrifað undir gegn Bjarna og bætist í hópinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2024 06:37 Sitt sýnist hverjum um nýja ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar. Vísir/Vilhelm Alls höfðu 27.329 einstaklingar sett nafn sitt í morgunsárið á undirskriftalista á island.is sem ber yfirskriftina „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“. Stöðugt fjölgar í söfnuninni sem rauf þrjátíu þúsund manna múrinn um ellefuleytið í morgun. Aðeins þeir sem hafa rafræn skilríki geta skrifað undir á island.is. Þrjátíu þúsund manns svarar til um átta prósent landsmanna. Undirskriftalistinn var stofnaður í fyrradag, sama dag og ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman í fyrsta sinn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Forysta hans hefur verið gagnrýnd, bæði meðal stjórnarandstöðunnar og almennings, en lögregla lét til sín taka bæði við Bessastaði og í Alþingishúsinu í gær, þegar gerð voru hróp að Bjarna af þingpöllunum. Ný ríkisstjórn var til umræðu í Pallborðinu í gær, þar sem gestir voru meðal annars spurðir að því hvort þeir teldu að stjórnin myndi lifa út kjörtímabilið. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi svo vera og að stjórninni myndi farnast mjög vel. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist hafa farið fram og til baka með það í gegnum tíðina hvort stjórnin væri að springa og hún væri orðin þreytt á að spá í því. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagðist hins vegar spá því að samstarfið myndi ekki halda. „Það verði Vinstri græn sem aftur skilji við Sjálfstæðisflokkinn. Nýr formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, muni við gott tækifæri skilja Bjarna aftur eftir í kuldanum eins og Katrín gerði.“ Fréttin var uppfærð 11:45 . Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Pallborðið Tengdar fréttir Pallborðið: Fortíðardraugar og framtíðaráskoranir nýrrar ríkisstjórnar Ráðherrar, gamlir og nýir, taka við lyklavöldum í fjórum ráðuneytum í dag, eftir myndun nýrrar ríkistjórnar í kjölfar samningaviðræðna síðustu daga. 10. apríl 2024 08:57 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Aðeins þeir sem hafa rafræn skilríki geta skrifað undir á island.is. Þrjátíu þúsund manns svarar til um átta prósent landsmanna. Undirskriftalistinn var stofnaður í fyrradag, sama dag og ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman í fyrsta sinn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Forysta hans hefur verið gagnrýnd, bæði meðal stjórnarandstöðunnar og almennings, en lögregla lét til sín taka bæði við Bessastaði og í Alþingishúsinu í gær, þegar gerð voru hróp að Bjarna af þingpöllunum. Ný ríkisstjórn var til umræðu í Pallborðinu í gær, þar sem gestir voru meðal annars spurðir að því hvort þeir teldu að stjórnin myndi lifa út kjörtímabilið. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi svo vera og að stjórninni myndi farnast mjög vel. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist hafa farið fram og til baka með það í gegnum tíðina hvort stjórnin væri að springa og hún væri orðin þreytt á að spá í því. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagðist hins vegar spá því að samstarfið myndi ekki halda. „Það verði Vinstri græn sem aftur skilji við Sjálfstæðisflokkinn. Nýr formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, muni við gott tækifæri skilja Bjarna aftur eftir í kuldanum eins og Katrín gerði.“ Fréttin var uppfærð 11:45 .
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Pallborðið Tengdar fréttir Pallborðið: Fortíðardraugar og framtíðaráskoranir nýrrar ríkisstjórnar Ráðherrar, gamlir og nýir, taka við lyklavöldum í fjórum ráðuneytum í dag, eftir myndun nýrrar ríkistjórnar í kjölfar samningaviðræðna síðustu daga. 10. apríl 2024 08:57 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Pallborðið: Fortíðardraugar og framtíðaráskoranir nýrrar ríkisstjórnar Ráðherrar, gamlir og nýir, taka við lyklavöldum í fjórum ráðuneytum í dag, eftir myndun nýrrar ríkistjórnar í kjölfar samningaviðræðna síðustu daga. 10. apríl 2024 08:57