Innlent

Kosning til biskups Ís­lands hefst á há­degi í dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Guðrún Karls Helgudóttir, Elínborg Sturludóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson mættu í Pallborðið á dögunum og lýstu sinni sín á embættið í fortíð og framtíð.
Guðrún Karls Helgudóttir, Elínborg Sturludóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson mættu í Pallborðið á dögunum og lýstu sinni sín á embættið í fortíð og framtíð. Vísir/Einar

Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 

Kosið verður á milli þeirra sem fengu flestar tilnefningar en það eru Elínborg Sturludóttir, prestur í Dómkirkjunni, Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, og Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju.

Á kjörskrá eru 2.282 einstaklingar, þar af 167 prestar og djáknar og 2.115 leikmenn.

Kosningarétt eiga aðal- og varamenn í sóknarnefndum og allt að sjö kjörfulltrúar úr hverju prestakalli, valdir af sóknarnefnd eða sóknarnefndum. Þá eiga einnig kosningarétt aðrir leikmenn sem eiga sæti á kirkjuþingi.

Í tilnefningarferlinu hlaut Guðrún 65 tilnefningar, Guðmundur Karl 60 og Elínborg 52.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×