Prjónar fjögur til sex pör af ullarsokkum á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2024 20:06 Þegar Gylfi er í miklu prjónastuði getur hann hæglega prjónað fjögur til sex pör af ullarsokkum á dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gylfi Björgvinsson, sem býr í Grafarvogi situr ekki auðum höndum því hann gerir mikið af því að prjóna og ekki síst ullarsokka en þegar mest er þá prjónar hann fjögur til sex pör á dag. Það var gaman að koma á heimili Gylfa í Grafarvogi og sjá hann prjóna í stofusófasettinu og hvað þá að sjá allan sokkana, sem hann hefur verið að prjóna á síðustu vikum, sokka af öllum gerðum og stærðum úr íslenskri ull. Gylfi, sem verður 68 ára í haust lærði snemma að prjóna. „Mér skilst að ég hafi byrjað að prjóna svona átta til níu ára gamall og þá var það bara lopapeysa, sem móðir mín lét mig prjóna, sem prófverkefni eiginlega og ég hef eiginlega bara prjónað í gegnum lífið,” segir Gylfi og bætir við. „Stundum prjóna ég bara sokka kannski í mánuð, stundum prjóna ég bara vettlinga, stundum prjóna ég bara húfur og stundum prjóna ég bara lopapeysur. Mér finnst það ákveðin heilun að prjóna.” Gylfi er ótrúlega snöggur að prjóna og hann gerir það mjög vel. Sokkarnir hans eru sérstaklega vinsælir en hann gefur mest af þeim til fjölskyldunnar og vina og vandamanna og einhverja selur hann. „Suma daga næ ég alveg, ef ég er ekkert annað gera, að prjóna fjögur til sex pör af sokkum, þannig að ég er mjög fljótur að þessu,” segir Gylfi. Ullarsokkarnir eru ótrúlega fallegir hjá Gylfa og í öllum litum og stærðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir fólk þegar það fréttir að þú sért að prjóna, er ekki fólk hissa eða? „Jú, ég prjónaði á öll börnin mín þegar þau voru lítil í skóla og vinum þeirra fannst það voðalega skrýtið að pabbi þeirra prjóni sokka og vettlinga á þau,” segir Gylfi hlæjandi. Gylfi hrósar íslenska ullinni í hástert enda segir hann frábært að prjóna úr henni og hún sé svo hlý og góð. En hvað er prjónaskapurinn að gefa honum? „Hann gefur mér fyrst og fremst ánægju og svona fyllingu í tímann og svo er voðalega gaman að sjá einhverja, sem klæðast peysunum mínum. En ég hvet karlmenn til að prjóna og bara alla og ég hvet líka fólk til að kenna börnunum sínum að prjóna,” segir Gylfi prjónakarl í Grafarvogi. Gylfi, segir prjónaskapinn mikla og góða heilun og hvetur sem flesta til að prjóna, karla, konur, börn og unglinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Prjónaskapur Reykjavík Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Það var gaman að koma á heimili Gylfa í Grafarvogi og sjá hann prjóna í stofusófasettinu og hvað þá að sjá allan sokkana, sem hann hefur verið að prjóna á síðustu vikum, sokka af öllum gerðum og stærðum úr íslenskri ull. Gylfi, sem verður 68 ára í haust lærði snemma að prjóna. „Mér skilst að ég hafi byrjað að prjóna svona átta til níu ára gamall og þá var það bara lopapeysa, sem móðir mín lét mig prjóna, sem prófverkefni eiginlega og ég hef eiginlega bara prjónað í gegnum lífið,” segir Gylfi og bætir við. „Stundum prjóna ég bara sokka kannski í mánuð, stundum prjóna ég bara vettlinga, stundum prjóna ég bara húfur og stundum prjóna ég bara lopapeysur. Mér finnst það ákveðin heilun að prjóna.” Gylfi er ótrúlega snöggur að prjóna og hann gerir það mjög vel. Sokkarnir hans eru sérstaklega vinsælir en hann gefur mest af þeim til fjölskyldunnar og vina og vandamanna og einhverja selur hann. „Suma daga næ ég alveg, ef ég er ekkert annað gera, að prjóna fjögur til sex pör af sokkum, þannig að ég er mjög fljótur að þessu,” segir Gylfi. Ullarsokkarnir eru ótrúlega fallegir hjá Gylfa og í öllum litum og stærðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir fólk þegar það fréttir að þú sért að prjóna, er ekki fólk hissa eða? „Jú, ég prjónaði á öll börnin mín þegar þau voru lítil í skóla og vinum þeirra fannst það voðalega skrýtið að pabbi þeirra prjóni sokka og vettlinga á þau,” segir Gylfi hlæjandi. Gylfi hrósar íslenska ullinni í hástert enda segir hann frábært að prjóna úr henni og hún sé svo hlý og góð. En hvað er prjónaskapurinn að gefa honum? „Hann gefur mér fyrst og fremst ánægju og svona fyllingu í tímann og svo er voðalega gaman að sjá einhverja, sem klæðast peysunum mínum. En ég hvet karlmenn til að prjóna og bara alla og ég hvet líka fólk til að kenna börnunum sínum að prjóna,” segir Gylfi prjónakarl í Grafarvogi. Gylfi, segir prjónaskapinn mikla og góða heilun og hvetur sem flesta til að prjóna, karla, konur, börn og unglinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Prjónaskapur Reykjavík Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira