„Þetta er sama fólkið með sömu stefnu í nýjum stólum“ Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2024 15:40 Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar og hún lét ríkisstjórnina heyra það í ræðustól þingsins þá er Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra hélt stefnuræðu sína. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar var fyrst upp í ræðupúlt eftir að Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra flutti ávarp sitt á þingi og hún gaf ekki mikið fyrir afrekaskrá ríkisstjórnarinnar. „Förum aðeins yfir þá stöðu sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig,“ sagði Kristrún meðal annars og rakti þá: Vextir háir — verðbólga mikil — og hömlulaus húsnæðismarkaður. Ófjármögnuð útgjöld upp á 80 milljarða næstu árin. Ófjármögnuð útgjöld vegna Grindavíkur. Og hún hélt áfram að renna yfir „afrekin“ sem væru engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem situr föst, framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum… „Já, algjört framkvæmdastopp! Frá ríkisstjórn sem ætlaði að kenna sig við innviði.“ Stóra núllið Kristrún kynnti það sem hún kallaði Stóra núllið frá 2017 eða þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við: „Framkvæmdir við 0 ný jarðgöng á Íslandi — 0 nýjar virkjanir yfir 10 MW — og 0 ný virkjanaleyfi í gildi. Hvort sem litið er til virkjana sem nýta vatnsafl, jarðvarma, vind eða aðra orkugjafa. Þetta er sú staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig — og sem þessi svokallaða nýja ríkisstjórn fær í arf. Kristrún sagði ekkert standa eftir þegar verk þessarar ríkisstjórnar væru skoðuð annað en að þeir væru að veita hver öðrum stöðuhækkun. Sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum.Vísir/Vilhelm Og nú er talað og talað og talað um einhverja stórsókn í orkumálum. En tekið skýrt fram að það sé engin stefnubreyting samt hjá þessari ríkisstjórn — og engar nýjar aðgerðir kynntar.“ Kristrún spurði hvað væri eiginlega hægt að segja? Sama væri með útlendingamálin þar sem ríkisstjórnin hafi séð um það alveg sjálf að skapa stærstu vandamálin með undanþágum, hringlandahætti og illa unnum lagafrumvörpum. Og nú er sagt að sé allt að fara að smella — án stefnubreytingar. „Hvað er þá verið að gefa í skyn? Að fráfarandi forsætisráðherra hafi verið vandamálið? Eða er þetta kannski bara tómt tal hjá ríkisstjórninni — enn einu sinni — til að réttlæta þrásetu sína án árangurs?“ Að veita hver öðrum stöðuhækkun koll af kolli Kristrún sagði þjóðina gera kröfu um árangur og það kalli á stefnubreytingu. En það sé ekki nóg að höfuð ríkisstjórnarinnar fari í forsetaframboð. „Og að veita svo öðrum ráðherrum stöðuhækkun, koll af kolli — að því er virðist allra helst þeim sem hafa gert alvarlegustu afglöpin í sínum fyrri embættum. Þetta er sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum.“ Ekkert hafi hins vegar breyst sem skipti fólkið í landinu nokkru máli. Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. 10. apríl 2024 15:18 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
„Förum aðeins yfir þá stöðu sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig,“ sagði Kristrún meðal annars og rakti þá: Vextir háir — verðbólga mikil — og hömlulaus húsnæðismarkaður. Ófjármögnuð útgjöld upp á 80 milljarða næstu árin. Ófjármögnuð útgjöld vegna Grindavíkur. Og hún hélt áfram að renna yfir „afrekin“ sem væru engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem situr föst, framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum… „Já, algjört framkvæmdastopp! Frá ríkisstjórn sem ætlaði að kenna sig við innviði.“ Stóra núllið Kristrún kynnti það sem hún kallaði Stóra núllið frá 2017 eða þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við: „Framkvæmdir við 0 ný jarðgöng á Íslandi — 0 nýjar virkjanir yfir 10 MW — og 0 ný virkjanaleyfi í gildi. Hvort sem litið er til virkjana sem nýta vatnsafl, jarðvarma, vind eða aðra orkugjafa. Þetta er sú staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig — og sem þessi svokallaða nýja ríkisstjórn fær í arf. Kristrún sagði ekkert standa eftir þegar verk þessarar ríkisstjórnar væru skoðuð annað en að þeir væru að veita hver öðrum stöðuhækkun. Sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum.Vísir/Vilhelm Og nú er talað og talað og talað um einhverja stórsókn í orkumálum. En tekið skýrt fram að það sé engin stefnubreyting samt hjá þessari ríkisstjórn — og engar nýjar aðgerðir kynntar.“ Kristrún spurði hvað væri eiginlega hægt að segja? Sama væri með útlendingamálin þar sem ríkisstjórnin hafi séð um það alveg sjálf að skapa stærstu vandamálin með undanþágum, hringlandahætti og illa unnum lagafrumvörpum. Og nú er sagt að sé allt að fara að smella — án stefnubreytingar. „Hvað er þá verið að gefa í skyn? Að fráfarandi forsætisráðherra hafi verið vandamálið? Eða er þetta kannski bara tómt tal hjá ríkisstjórninni — enn einu sinni — til að réttlæta þrásetu sína án árangurs?“ Að veita hver öðrum stöðuhækkun koll af kolli Kristrún sagði þjóðina gera kröfu um árangur og það kalli á stefnubreytingu. En það sé ekki nóg að höfuð ríkisstjórnarinnar fari í forsetaframboð. „Og að veita svo öðrum ráðherrum stöðuhækkun, koll af kolli — að því er virðist allra helst þeim sem hafa gert alvarlegustu afglöpin í sínum fyrri embættum. Þetta er sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum.“ Ekkert hafi hins vegar breyst sem skipti fólkið í landinu nokkru máli.
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. 10. apríl 2024 15:18 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. 10. apríl 2024 15:18