Tugir bætast við andstæðingahóp Bjarna á hverri mínútu Bjarki Sigurðsson skrifar 10. apríl 2024 12:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sinn annan fyrsta dag í forsætisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Rúmlega ellefu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem fólk segir Bjarni Benediktsson ekki hafa þeirra stuðning sem forsætisráðherra. Listinn hefur verið í loftinu í tæpan sólarhring og hrannast tugir undirskrifta inn á hverri mínútu. Bjarni Benediktsson tók í gær við sem forsætisráðherra Íslands eftir að Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar úr embættinu til þess að bjóða sig fram til forseta. Fljótlega í kjölfar þess að tilkynnt var að Bjarni tæki við stofnaði Eva Lín Vilhjálmsdóttir undirskriftalista fyrir fólk sem segir Bjarna ekki hafa þeirra traust sem forsætisráðherra. „Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: „Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun.“ Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra,“ segir í lýsingu undirskriftalistans. Fólk hafi rétt á því að vera ósammála Bjarni segir fólki frjálst að eiga sínar skoðanir enda sé Ísland eitt frjálsasta og mesta velmegunarríki heims. „Fólk hefur rétt til þess að mótmæla og skrifa undir undirskriftalista. Það verður að fara að skoðast sem hluti af eðlilegri framkvæmd lýðræðis á Íslandi að það séu ekki allir á einni og sömu skoðuninni. Þó að nokkur þúsund manns skrifi undir lista eða jafnvel tíu sinnum fleiri en það kjósi einhvern annan flokk, þá er það bara þannig,“ segir Bjarni. Hlustar á gagnrýnisraddirnar Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið flest atkvæði í síðustu kosningum og að hann hafi farið inn á þing með flest atkvæði allra þingmanna á baki sér. „Að sjálfsögðu er ég að hlusta og ég fylgist með því sem er að gerast í samfélaginu. En ef maður eyðir allri sinni orku í að elta uppi síðustu röddina sem er manni ósammála, þá gerir maður ekkert annað,“ segir Bjarni. Hann ætlar að nota sína orku til að tryggja það sem býr í hans hjarta og það sem hann hefur lofað kjósendum flokksins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Bjarni Benediktsson tók í gær við sem forsætisráðherra Íslands eftir að Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar úr embættinu til þess að bjóða sig fram til forseta. Fljótlega í kjölfar þess að tilkynnt var að Bjarni tæki við stofnaði Eva Lín Vilhjálmsdóttir undirskriftalista fyrir fólk sem segir Bjarna ekki hafa þeirra traust sem forsætisráðherra. „Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: „Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun.“ Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra,“ segir í lýsingu undirskriftalistans. Fólk hafi rétt á því að vera ósammála Bjarni segir fólki frjálst að eiga sínar skoðanir enda sé Ísland eitt frjálsasta og mesta velmegunarríki heims. „Fólk hefur rétt til þess að mótmæla og skrifa undir undirskriftalista. Það verður að fara að skoðast sem hluti af eðlilegri framkvæmd lýðræðis á Íslandi að það séu ekki allir á einni og sömu skoðuninni. Þó að nokkur þúsund manns skrifi undir lista eða jafnvel tíu sinnum fleiri en það kjósi einhvern annan flokk, þá er það bara þannig,“ segir Bjarni. Hlustar á gagnrýnisraddirnar Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið flest atkvæði í síðustu kosningum og að hann hafi farið inn á þing með flest atkvæði allra þingmanna á baki sér. „Að sjálfsögðu er ég að hlusta og ég fylgist með því sem er að gerast í samfélaginu. En ef maður eyðir allri sinni orku í að elta uppi síðustu röddina sem er manni ósammála, þá gerir maður ekkert annað,“ segir Bjarni. Hann ætlar að nota sína orku til að tryggja það sem býr í hans hjarta og það sem hann hefur lofað kjósendum flokksins.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira