Fjórðungur kennara sér ekki framtíð í kennslu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2024 13:00 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Stór hluti kennara sér ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem er til umræðu á ráðstefnu Kennarasambandsins í dag. Könnunin var framkvæmd í vetur og eru helstu niðurstöður þær að kennurum líður þokkalega vel í starfi en verkefnin skapi of mikið álag, sérstaklega þegar kemur að hópastærðum og hópasamsetningu á öllum skólastigum. Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambandsins. „Í leikskólanum erum við að horfa til þess að þar erum við kannski með tíu til tólf börn á deildum sem bera ekki nema sex börn, erum í mjög þröngu húsnæði og framfylgjum því ekki reglugerð um leikskólana.“ Þrjátíu nemendur í bekk of mikið Í grunnskólunum hafi samsetning hópana tekið miklum breytingum og kennarar þurft að bregðast við nýjum verkefnum. Í framhaldsskólunum snúi vandinn að fjölda. „Þar erum við að sjá tölur sem við viljum alls ekki sjá í námshópum sem ræðst auðvitað bara af því fjármagni sem framhaldsskólunum er úthlutað til þeirra hópa. Þar erum við að sjá bekki með yfir þrjátíu nemendur á fyrsta þrepi sem við teljum algjörlega ljóst að gangi ekki.“ Þá sér fjórðungur kennara og þriðjungur skólastjórnenda ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. „Og þar erum við nú þegar með mikinn mönnunarvanda þannig það er mjög alvarlegt ef við erum á þeim staðnum að horfa á að sá vandi aukist á næstu árum.“ Vilja samkeppnishæf laun Aðspurður hvað valdi segir hann kjaramálin spila stóra rullu. „Við verðum að fá samkeppnishæf laun og þar erum við enn með samkomulag frá árinu 2016 sem við viljum að verði efnt. Við erum á leið inn í kjarasamninga sem skipta mjög miklu máli fyrir framtíð allra okkar aðildarfélaga. Það er bara lykilatriði að við komumst á þann stað sem við ætluðum að vera löngu komin á varðandi samkeppnishæf laun.“ Auk þess sem taka þurfi samtal um hópastærðir í skólasamfélaginu. „Við viljum að hver einstaklingur í skólakerfinu okkar fái tíma, gæðatíma með sérfræðingi og þar skiptir máli hvernig við búum að þeim hópum sem við erum að vinna með. Það er stóra málið.“ Skóla - og menntamál Kjaramál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Könnunin var framkvæmd í vetur og eru helstu niðurstöður þær að kennurum líður þokkalega vel í starfi en verkefnin skapi of mikið álag, sérstaklega þegar kemur að hópastærðum og hópasamsetningu á öllum skólastigum. Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambandsins. „Í leikskólanum erum við að horfa til þess að þar erum við kannski með tíu til tólf börn á deildum sem bera ekki nema sex börn, erum í mjög þröngu húsnæði og framfylgjum því ekki reglugerð um leikskólana.“ Þrjátíu nemendur í bekk of mikið Í grunnskólunum hafi samsetning hópana tekið miklum breytingum og kennarar þurft að bregðast við nýjum verkefnum. Í framhaldsskólunum snúi vandinn að fjölda. „Þar erum við að sjá tölur sem við viljum alls ekki sjá í námshópum sem ræðst auðvitað bara af því fjármagni sem framhaldsskólunum er úthlutað til þeirra hópa. Þar erum við að sjá bekki með yfir þrjátíu nemendur á fyrsta þrepi sem við teljum algjörlega ljóst að gangi ekki.“ Þá sér fjórðungur kennara og þriðjungur skólastjórnenda ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. „Og þar erum við nú þegar með mikinn mönnunarvanda þannig það er mjög alvarlegt ef við erum á þeim staðnum að horfa á að sá vandi aukist á næstu árum.“ Vilja samkeppnishæf laun Aðspurður hvað valdi segir hann kjaramálin spila stóra rullu. „Við verðum að fá samkeppnishæf laun og þar erum við enn með samkomulag frá árinu 2016 sem við viljum að verði efnt. Við erum á leið inn í kjarasamninga sem skipta mjög miklu máli fyrir framtíð allra okkar aðildarfélaga. Það er bara lykilatriði að við komumst á þann stað sem við ætluðum að vera löngu komin á varðandi samkeppnishæf laun.“ Auk þess sem taka þurfi samtal um hópastærðir í skólasamfélaginu. „Við viljum að hver einstaklingur í skólakerfinu okkar fái tíma, gæðatíma með sérfræðingi og þar skiptir máli hvernig við búum að þeim hópum sem við erum að vinna með. Það er stóra málið.“
Skóla - og menntamál Kjaramál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira