Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. apríl 2024 11:12 Gísli Marteinn hefur lýst Eurovision keppninni undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. „Fyrir mér snýst Eurovision um stemningu og gleði og ég finn fyrir hvorugu í keppninni í ár,“ skrifaði Gísli í tilkynningu í gær. Vísir reyndi í mars að ná tali af Gísla vegna málsins án árangurs. Á þeim tíma var ljóst að Felix Bergsson yrði ekki fararstjóri enda kominn í forsetaframboð ásamt eiginmanni sínum Baldri Þórhallssyni. „Við erum að vinna í því að finna annan þul í stað Gísla Marteins og það liggur fyrir fljótlega enda miðar leitinni vel,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins í skriflegu svari til Vísis. Mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í Eurovision að þessu sinni vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs og þátttöku Ísrael í keppninni. Áður hefur Ásdís María Viðarsdóttir lagahöfundur lagsins Scared of Heights tilkynnt að hún muni ekki fylgja hópnum út, samvisku sinnar vegna. Hera Björk hefur sjálf ítrekað gefið það út að hún hyggist keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd bæði áður og eftir að hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni. Hún hefur verið opinská með sigurinn, sagt tilfinningar sínar hafa verið blendnar en hefur sagt að hún telji mikilvægt að breiða út boðskap friðar með tónlist sinni og þátttöku í keppninni. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. 22. mars 2024 10:56 Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 4. apríl 2024 16:01 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Sjá meira
Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. „Fyrir mér snýst Eurovision um stemningu og gleði og ég finn fyrir hvorugu í keppninni í ár,“ skrifaði Gísli í tilkynningu í gær. Vísir reyndi í mars að ná tali af Gísla vegna málsins án árangurs. Á þeim tíma var ljóst að Felix Bergsson yrði ekki fararstjóri enda kominn í forsetaframboð ásamt eiginmanni sínum Baldri Þórhallssyni. „Við erum að vinna í því að finna annan þul í stað Gísla Marteins og það liggur fyrir fljótlega enda miðar leitinni vel,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins í skriflegu svari til Vísis. Mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í Eurovision að þessu sinni vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs og þátttöku Ísrael í keppninni. Áður hefur Ásdís María Viðarsdóttir lagahöfundur lagsins Scared of Heights tilkynnt að hún muni ekki fylgja hópnum út, samvisku sinnar vegna. Hera Björk hefur sjálf ítrekað gefið það út að hún hyggist keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd bæði áður og eftir að hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni. Hún hefur verið opinská með sigurinn, sagt tilfinningar sínar hafa verið blendnar en hefur sagt að hún telji mikilvægt að breiða út boðskap friðar með tónlist sinni og þátttöku í keppninni.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. 22. mars 2024 10:56 Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 4. apríl 2024 16:01 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Sjá meira
Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. 22. mars 2024 10:56
Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 4. apríl 2024 16:01
Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13