Innlent

31 íkveikja það sem af er ári

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Slökkvilið landsins hafa haft í nógu að snúast á fyrsta ársfjórðungi ársins.
Slökkvilið landsins hafa haft í nógu að snúast á fyrsta ársfjórðungi ársins. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Alls sinntu slökkvilið landsins 683 útköllum á fyrsta ársfjórðungi 2024, en 31 útkall var vegna elds sem grunur er á að hafi orðið til vegna íkveikju. Þetta er á meðal þess sem kemur fram útkallsskýrslugrunni slökkviliða, sem HMS hefur unnið tölfræðiupplýsingar úr, fyrir fyrsta ársfjórðung 2024.

Jafnframt fækkaði útköllum vegna umferðaslysa töluvert miðað við þriðja og fjórða ársfjórðung ársins 2023. Útköll vegna bílbruna hafa verið 21 það sem af er ári en þau voru alls 112 árið 2023. Fjöldi útkalla vegna bílbruna er

„Á meðal verkefna slökkviliða voru 92 útköll vegna vatnstjóns og 25 útköll vegna viðvörunarkerfa þar sem ekki var eldur. Slökkviliðin hafa sinnt 13 útköllum á fyrsta ársfjórðungi 2024 þar sem manneskja hefur verið í neyð,“ kemur fram í tilkynningunni.

Slökkviliðin hafa farið í ellefu útköll vegna gróðurelda en alls voru þau 106 á síðasta ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×