Innlent

Forgangsakstur æfður á Suður­landi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
 Magnús Ragnarsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sem var umsjónarmaður samæfingarnámskeiðsins í forgangsakstri, sem fór nýlega fram á Suðurlandi.
Magnús Ragnarsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sem var umsjónarmaður samæfingarnámskeiðsins í forgangsakstri, sem fór nýlega fram á Suðurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þjálfun í forgangsakstri lögreglubíla er mjög mikilvægur í starfi lögreglunnar segir lögreglumaður á Suðurlandi en þar var verið að halda forgangsaksturs æfingu í þeim tilgangi að sjá hvað gekk vel og hvað þarf að laga og bæta úr.

Lögreglan á Suðurlandi var nýlega með samæfingu í forgangsakstri lögreglubíla í samvinnu við Menntasetur lögreglunnar, sérsveitarinnar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem sér um sjúkraflutninga á Suðurlandi, þar sem æfð voru verkefni, sem tengjast þeim málum, sem lögreglan er að vinna við af og til.

Magnús Ragnarsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurlandi var umsjónarmaður námskeiðsins

„Við vorum að skerpa á í rauninni á samvinnu þessara embætta og fá fram slitfleti og veikleika í þessu. Það er sett á svið ákveðin atburðarás eða sviðsmynd og við fáum fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra til að taka þátt í þessu með okkur og svo koma verkefni til að leysa og þessir aðilar koma að þessum verkefnum,” segir Magnús.

Magnús segir mjög mikilvægt að halda forgangsakstursnámskeið reglulega til að viðhalda hæfni viðbragðsaðila og ekki síst innan lögreglunnar sem eru oftast fyrst á vettvang.

En hvað þarf helst að hafa í huga við forgangsakstur?

„Forgangsakstur er fyrst og fremst bara að sýna skynsemi og aðgát, við förum varlega. Við höfum heimild til að fara hraðar en gengur og gerist og sveigja fram hjá ýmsum reglum og þess vegna skiptir öllu máli að lögreglumenn sýni aðgát í því.”

Eru lögreglubílarnir nógu kraftmiklir hjá ykkur?

„Já, ég myndi segja það, þeir eru alveg tæki í þetta verkefni,” segir Magnús.

En nú er mikil umferð á vegunum, mikið ferðamenn og allskonar, er þetta fólk að þvælast fyrir ykkur eða hvað?

„Það er bara meiri áskorun ef það er mikil umferð, ekki að þvælast fyrir, en við reynum að gefa því merki um hvað við erum að gera og þetta gengur yfirleitt en það er bara meiri áskorun og meira krefjandi að aka í mikill umferð,” segir Magnús alsæll með námskeiðið, sem tókst einstaklega vel.

Magnús segir það mikla áskorun fyrir lögregluna að aka forgangsakstur þar sem mikil umferð er. Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×