Innlent

Hóteli lokað vegna starfsleyfisleysis

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Arnar Halldórsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði hóteli í austurborg Reykjavíkur í dag vegna þess að hótelið hafði ekki starfsleyfi. 

Þetta kemur fram í fréttaskeyti lögreglunnar, þar sem segir að gestum hótelsins hafi verið vísað út. Fleiri upplýsingar um málið liggja ekki fyrir að svo stöddu. 

Á þjónustusvæði lögreglustöðvar 1, sem nær yfir miðborgina, vesturbæ, austurbæ og Seltjarnarnes, var manni vísað út af bókasafni eftir að hafa verið með læti við gesti safnsins.

Þá stöðvaði lögregla ökumann í Hafnarfirði sem reyndist vera sviptur ökuréttindum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×