Óvenjumikið af snjóflóðum af mannavöldum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 23:39 Kona slasaðist nokkuð alvarlega í snjóflóði af mannavöldum á páskadag. Vísir/Jóhann Það hefur verið óvenjumikið af snjóflóðum af mannavöldum síðustu daga. Um páskana og fyrir páska snjóaði mikið og blés í hvössum norðaustanáttum með þeim afleiðingum að mikill snjór safnaðist til fjalla. Vindflekar hafa byggst upp í flestum viðhorfum og veikleikar þróast innan snjóþekjunnar. „Náttúruleg snjóflóðavirkni var mikil á meðan á veðrinu stóð og eftir að því slotaði hafa allnokkur snjóflóð fallið af mannavöldum,“ kemur fram í færslunni. Þar kemur einnig fram að þessi fjöldi flóða af mannavöldum teljist óvenjulegur og því rétt að leggja áherslu á að fjallafólk, hvort sem það er á skíðum, gangandi eða á vélsleða, gæti hinnar ýtrustu varúðar. „Jafnframt er ráðlagt að forðast eftir fremsta megni brattar brekkur og huga sérstaklega vel að leiðarvali, forðast gil, brúnir og aðrar landslagsgildrur, lesa snjóflóðaspá og fylgjast með snjóflóðavirkni á svæðinu. Enn er talin mikil hætta á því að fólk setji af stað snjóflóð á Norðurlandi og Austfjörðum og mildi að ekki fór verr í snjóflóðaatvikum síðustu daga.“ Kona slasaðist töluvert Síðustu vikuna hefur Veðurstofunni borist fregnir af átta snjóflóðum af mannavöldum. Meðal annars á páskadegi þegar skíðahópur lenti í slíku í Dalsmynni. Kona slasaðist töluvert á fæti þar sem flóðið dró hana með sér í gegnum kjarrlendi. Mikill viðbúnaður hafi verið vegna slyssins. Í gær grófust einnig fjórir í tveimur snjóflóðum í nágrenni Húsavíkur annars vegar og hins vegar í Ólafsfirði. Björgun gekk þó vel í báðum tilfellum og hlaut enginn alvarleg sár. „Fólk er hvatt til þess að deila upplýsingum um snjóflóð, sérstaklega þegar þau eru af mannavöldum, en þau gefa mikilvægar vísbendingar um stöðugleika snjóþekjunnar og hjálpa okkur á snjóflóðavaktinni við að meta aðstæður og skrifa betri snjóflóðaspár. Hér er hægt að tilkynna snjóflóð til Veðurstofunnar. Einnig er hægt að senda tölvupóst á snjoflod@vedur.is.“ Veður Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
„Náttúruleg snjóflóðavirkni var mikil á meðan á veðrinu stóð og eftir að því slotaði hafa allnokkur snjóflóð fallið af mannavöldum,“ kemur fram í færslunni. Þar kemur einnig fram að þessi fjöldi flóða af mannavöldum teljist óvenjulegur og því rétt að leggja áherslu á að fjallafólk, hvort sem það er á skíðum, gangandi eða á vélsleða, gæti hinnar ýtrustu varúðar. „Jafnframt er ráðlagt að forðast eftir fremsta megni brattar brekkur og huga sérstaklega vel að leiðarvali, forðast gil, brúnir og aðrar landslagsgildrur, lesa snjóflóðaspá og fylgjast með snjóflóðavirkni á svæðinu. Enn er talin mikil hætta á því að fólk setji af stað snjóflóð á Norðurlandi og Austfjörðum og mildi að ekki fór verr í snjóflóðaatvikum síðustu daga.“ Kona slasaðist töluvert Síðustu vikuna hefur Veðurstofunni borist fregnir af átta snjóflóðum af mannavöldum. Meðal annars á páskadegi þegar skíðahópur lenti í slíku í Dalsmynni. Kona slasaðist töluvert á fæti þar sem flóðið dró hana með sér í gegnum kjarrlendi. Mikill viðbúnaður hafi verið vegna slyssins. Í gær grófust einnig fjórir í tveimur snjóflóðum í nágrenni Húsavíkur annars vegar og hins vegar í Ólafsfirði. Björgun gekk þó vel í báðum tilfellum og hlaut enginn alvarleg sár. „Fólk er hvatt til þess að deila upplýsingum um snjóflóð, sérstaklega þegar þau eru af mannavöldum, en þau gefa mikilvægar vísbendingar um stöðugleika snjóþekjunnar og hjálpa okkur á snjóflóðavaktinni við að meta aðstæður og skrifa betri snjóflóðaspár. Hér er hægt að tilkynna snjóflóð til Veðurstofunnar. Einnig er hægt að senda tölvupóst á snjoflod@vedur.is.“
Veður Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira