Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 18:46 Andrés Jónsson segist hafa heimildir fyrir því að Katrín hafi lengi legið undir framboðsfeldinum. Vísir/Samsett Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. Andrés var gestur í Pallborði dagsins ásamt Ólafi Harðarsyni, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni og fyrrverandi þingkonu. Allir gestir voru einhuga í því að Katrín byði sig og það bráðlega. Aðspurður hvers vegna Katrín hafi ekki þegar tilkynnt framboð sitt formlega segir Andrés að það sé gert til að hámarka líkur á kosningasigri. „Hún er náttúrlega að reyna að gera þetta á þann hátt að hún sé líklegt til að vinna. Svo vill hún skilja vel við. Bæði er það mikilvægt veganesti inn í kosningarnar. Að skilja ekki allt eftir í hönk. Að sama skapi er það líka hennar stíll að skilja vel við,“ segir Andrés. „Hún er aðeins farin að missa stjórn á atburðarásinni. Henni hefur tekist að halda þessu frekar úr umræðunni. Mínar heimildir herma að hún sé búin að vera að hugsa þetta frá því á nýársdag og máta sig við þetta og máta hverjir aðrir færu fram. Og í rauninni finna lausn á því hvernig hún gæti stigið frá borði og gert það vel,“ bætir hann við. Hann segist halda að það sé algjörlega útilokað að Katrín bjóði sig ekki fram og að það verði á morgun. Þurfti að staðfesta orð þingflokksmanns síns Helga Vala segir það helst vera Orra Páli Jóhannssyni, þingflokksformanni Vinstri grænna, að kenna að Katrín hafi misst stjórn á umræðunni varðandi framboð hennar. „Þingflokksformaður VG er eiginlega búinn að skúbba tvisvar, nú tvö kvöld í röð. Hún byrjaði á því að koma og segja: „Já, jú, hún er að íhuga þetta alvarlega,“ og Katrín kom svo daginn eftir og staðfesti orð þingflokksformannsins síns“ segir hún. „Katrín er búin að vera í stjórnmálum síðan 2002, þegar hún var í borginni. Hún hefur þau völd að vita að einn dagur til eða frá í þessu mun ekki skipta neinu máli um niðurstöðuna. Þannig hún getur ákveðið að gera þetta á sínum hraða. Hún hefur ekkert endalausan tíma en hún getur alveg boðað ykkur með kortersfyrirvara og tilkynnt þetta bara látlaust,“ bætir Helga Vala við. Stjórnarslit ekki gott veganesti inn í kosningar Ólafur Harðarson, prófessor emerítus við stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir jafnframt að hann telji líkurnar á því að Katrín láti sig vanta á kjörseðlunum í sumar hverfandi. „Það eina sem gæti hugsanlega leitt til þess að hún hætti nú á síðustu stundu við er að það væri ljóst að það myndi leiða til fullkomins óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum, stjórnin myndi springa, allt fara í háaloft. Það væri ekki gott veganesti fyrir hana inn í kosningabaráttu,“ segir Ólafur „En ég hef enga trú á því að þetta gerist,“ bætir hann við. Forsetakosningar 2024 Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07 Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. 4. apríl 2024 12:57 Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Andrés var gestur í Pallborði dagsins ásamt Ólafi Harðarsyni, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni og fyrrverandi þingkonu. Allir gestir voru einhuga í því að Katrín byði sig og það bráðlega. Aðspurður hvers vegna Katrín hafi ekki þegar tilkynnt framboð sitt formlega segir Andrés að það sé gert til að hámarka líkur á kosningasigri. „Hún er náttúrlega að reyna að gera þetta á þann hátt að hún sé líklegt til að vinna. Svo vill hún skilja vel við. Bæði er það mikilvægt veganesti inn í kosningarnar. Að skilja ekki allt eftir í hönk. Að sama skapi er það líka hennar stíll að skilja vel við,“ segir Andrés. „Hún er aðeins farin að missa stjórn á atburðarásinni. Henni hefur tekist að halda þessu frekar úr umræðunni. Mínar heimildir herma að hún sé búin að vera að hugsa þetta frá því á nýársdag og máta sig við þetta og máta hverjir aðrir færu fram. Og í rauninni finna lausn á því hvernig hún gæti stigið frá borði og gert það vel,“ bætir hann við. Hann segist halda að það sé algjörlega útilokað að Katrín bjóði sig ekki fram og að það verði á morgun. Þurfti að staðfesta orð þingflokksmanns síns Helga Vala segir það helst vera Orra Páli Jóhannssyni, þingflokksformanni Vinstri grænna, að kenna að Katrín hafi misst stjórn á umræðunni varðandi framboð hennar. „Þingflokksformaður VG er eiginlega búinn að skúbba tvisvar, nú tvö kvöld í röð. Hún byrjaði á því að koma og segja: „Já, jú, hún er að íhuga þetta alvarlega,“ og Katrín kom svo daginn eftir og staðfesti orð þingflokksformannsins síns“ segir hún. „Katrín er búin að vera í stjórnmálum síðan 2002, þegar hún var í borginni. Hún hefur þau völd að vita að einn dagur til eða frá í þessu mun ekki skipta neinu máli um niðurstöðuna. Þannig hún getur ákveðið að gera þetta á sínum hraða. Hún hefur ekkert endalausan tíma en hún getur alveg boðað ykkur með kortersfyrirvara og tilkynnt þetta bara látlaust,“ bætir Helga Vala við. Stjórnarslit ekki gott veganesti inn í kosningar Ólafur Harðarson, prófessor emerítus við stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir jafnframt að hann telji líkurnar á því að Katrín láti sig vanta á kjörseðlunum í sumar hverfandi. „Það eina sem gæti hugsanlega leitt til þess að hún hætti nú á síðustu stundu við er að það væri ljóst að það myndi leiða til fullkomins óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum, stjórnin myndi springa, allt fara í háaloft. Það væri ekki gott veganesti fyrir hana inn í kosningabaráttu,“ segir Ólafur „En ég hef enga trú á því að þetta gerist,“ bætir hann við.
Forsetakosningar 2024 Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07 Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. 4. apríl 2024 12:57 Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
„Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07
Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. 4. apríl 2024 12:57
Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18