Innlent

Segir „leik“ Katrínar stærsta apríl­gabb sem til er

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Björn Leví sakar forsætisráðherra um það sem netheimar kalla „trolling“. 
Björn Leví sakar forsætisráðherra um það sem netheimar kalla „trolling“.  Vísir/Ívar Fannar

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fer hörðum orðum um vinnubrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna mögulegs forsetaframboðs í Facebook færslu í dag.

„Þetta er svo mikill leikur. Opinberar ákvörðun á allra næstu dögum. Á meðan eru þingflokkar að hittast og ræða stöðuna. Að mínu mati þýðir það bara eitt, að það er búið að taka ákvörðunina og það er verið að ræða hvað gerist í kjölfarið,“ segir í færslu Björns.

Hann segir Katrínu vera að gefa ríkisstjórnarflokkunum svigrúm til þess að skipuleggja viðbrögð sín við ákvörðuninni. 

„Ef Katrín er ekki búin að taka ákvörðun og niðurstaðan verður að hún ætli ekki í framboð þá er þetta stærsti 1. apríl sem til er. Á internet málinu kallast þetta trolling, og mér finnst mjög óábyrgt af sitjandi forsætisráðherra að starfa þannig,“ bætir hann við. 

„Ég ætla því að gefa mér að þetta sé ekki trolling, heldur er hún búin að taka ákvörðun og hún er bara að gefa samstarfsfólki sínu svigrúm til þess að skipuleggja sig áður en hún opinberar ákvörðunina,“ segir hann að lokum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×