Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Jón Þór Stefánsson skrifar 3. apríl 2024 19:32 „Það er mjög mikil óvissa þessa dagana. „Það lítur út fyrir að Katrín muni fara í framboð, og hver tekur þá við forystunni í ríkisstjórninni?“ segir Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur um mögulegt framboð forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. „Það er mjög mikil óvissa þessa dagana. Það lítur út fyrir að Katrín muni fara í framboð, og hver tekur þá við forystunni í ríkisstjórninni? Þetta virðist allt vera að koma upp á yfirborðið núna og það þarf náttúrulega að eyða þessari óvissu sem fyrst. Jafnframt hefur verið talað um hvort að boða þurfi til kosninga fyrr heldur en ella, en þetta eru allt hlutir sem að ég vona, þjóðarinnar vegna, að við fáum á hreint á næstu dögum,“ sagði Eva í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það lítur allt út fyrir að þetta sé þá barátta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það er ómögulegt að segja núna til um hver lendingin verður ef til þess kemur. En af þessum tveimur formönnum í þessum flokkum þá hefur kannski staðið minni styr um Sigurð Inga og af því leyti yrði hann augljós kostur. Að sama skapi, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins bendir á, þá eru þeir stærsti flokkurinn á þingi.“ Eva segir að það sé klárlega óvanalegt ef að forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta, þar sem það hafi ekki gerst áður í Íslandssögunni. Hún bendir þó á að sitjandi þingmaður hafi boðið sig fram til forseta, það gerði Ólafur Ragnar Grímsson áður en hann var kjörinn forseti 1996 og þá fór hann í leyfi frá þingstörfum. „En hvort þetta er óeðlilegt er erfitt að segja til um. En þetta er staða sem við höfum ekki staðið frami fyrir áður að einhver sem er svona mikill forystumaður eða forystukona í stjórnmálum sé að íhuga mjög alvarlega forsetaframboð, sé að íhuga að bjóða sig fram til embættis sem er ópólitískt,“ segir Eva. Hún telur að Katrín þurfi ekki að segja af sér og hætta á þingi til að fara í forsetaframboð. „Segjum sem svo að sviðsmyndin verði sú að hún fari í leyfi og fari í framboð, og mögulega hljóti ekki brautargengi. Þá væri kannski svolítið undarleg staða fyrir hana að koma aftur, og þá mögulega aftur sem forsætisráðherra undir forsæti nýs forseta sem hún var í framboði gegn.“ Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingi Tengdar fréttir Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30 Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
„Það er mjög mikil óvissa þessa dagana. Það lítur út fyrir að Katrín muni fara í framboð, og hver tekur þá við forystunni í ríkisstjórninni? Þetta virðist allt vera að koma upp á yfirborðið núna og það þarf náttúrulega að eyða þessari óvissu sem fyrst. Jafnframt hefur verið talað um hvort að boða þurfi til kosninga fyrr heldur en ella, en þetta eru allt hlutir sem að ég vona, þjóðarinnar vegna, að við fáum á hreint á næstu dögum,“ sagði Eva í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það lítur allt út fyrir að þetta sé þá barátta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það er ómögulegt að segja núna til um hver lendingin verður ef til þess kemur. En af þessum tveimur formönnum í þessum flokkum þá hefur kannski staðið minni styr um Sigurð Inga og af því leyti yrði hann augljós kostur. Að sama skapi, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins bendir á, þá eru þeir stærsti flokkurinn á þingi.“ Eva segir að það sé klárlega óvanalegt ef að forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta, þar sem það hafi ekki gerst áður í Íslandssögunni. Hún bendir þó á að sitjandi þingmaður hafi boðið sig fram til forseta, það gerði Ólafur Ragnar Grímsson áður en hann var kjörinn forseti 1996 og þá fór hann í leyfi frá þingstörfum. „En hvort þetta er óeðlilegt er erfitt að segja til um. En þetta er staða sem við höfum ekki staðið frami fyrir áður að einhver sem er svona mikill forystumaður eða forystukona í stjórnmálum sé að íhuga mjög alvarlega forsetaframboð, sé að íhuga að bjóða sig fram til embættis sem er ópólitískt,“ segir Eva. Hún telur að Katrín þurfi ekki að segja af sér og hætta á þingi til að fara í forsetaframboð. „Segjum sem svo að sviðsmyndin verði sú að hún fari í leyfi og fari í framboð, og mögulega hljóti ekki brautargengi. Þá væri kannski svolítið undarleg staða fyrir hana að koma aftur, og þá mögulega aftur sem forsætisráðherra undir forsæti nýs forseta sem hún var í framboði gegn.“
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingi Tengdar fréttir Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30 Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30
Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33
Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22