Innlent

Katrín boðar til ríkisstjórnarfundar vegna Svan­dísar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir hefur tækifæri á fundinum til að ræða við ráðherrateymi sitt um mögulegt forsetaframboð. Hún segist ætla að upplýsa um ákvörðun sína á allra næstu dögum.
Katrín Jakobsdóttir hefur tækifæri á fundinum til að ræða við ráðherrateymi sitt um mögulegt forsetaframboð. Hún segist ætla að upplýsa um ákvörðun sína á allra næstu dögum. Vísir/Dúi

Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan 15:30 í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til fundarins en tilefni hans er samkvæmt heimildum fréttastofu endurkoma Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra úr veikindaleyfi.

Svandís hefur verið í veikindaleyfi frá því í lok janúar eftir að hún greindist með krabbamein í brjósti. Svandís tilkynnti á Facebook í gær að hún ætlaði að snúa aftur til starfa í dag.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er eitt mál opinberlega á dagskrá fundarins sem snýr að matvælaráðherra. Katrín hefur gegnt embætti matvælaráðherra samhliða í fjarveru Svandísar.

Þingflokkar allra ríkisstjórnarflokkanna hafa fundað í dag þar sem mögulegt framboð Katrínar til forseta er mál málanna. Hvort ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna nýti fundinn á fjórða tímanum til að ræða líklegt framboð á eftir að koma í ljós.


Tengdar fréttir

Sigurður Ingi frestar fundum

Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana.

Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×