Steinunn Ólína komin á lista yfir forsetaefni Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2024 10:06 Steinunn Ólína meldaði sig í gærkvöldi á lista yfir forsetaefni; þá sem safna meðmælendum fyrir væntanlegt forsetaframboð. Kári Sverrisson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona er komin í hóp þeirra sem nú eru að safna meðmælendum vegna hugsanlegs forsetaframboðs. Steinunn hefur þegar lýst því yfir að hún ætli örugglega fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stígur fram og lýsir yfir forsetaframboði. Það var af mörgum túlkað sem svo að forsenda framboðs Steinunnar sé einskonar hefndarframboð en ekkert slíkt vakir fyrir Steinunni. „Ég var einfaldlega að bregðast við sögusögnum þess efnis að forsætisráðherra Íslands ætli sér á elleftu stundu að yfirgefa ríkisstjórn sína til að freista þess að verða forseti landsins og þar með hugsanlega forseti eigin ríkisstjórnar. Sem væri annkannalegt svo ekki sé meira sagt.“ Það truflar Steinunni að Katrín hafi ekki gefið upp hvað hún hyggst gera. Hún ritaði grein sem birtist á Vísi sem heitir hvorki meira né minna en Bréf til þjóðarinnar þar sem Steinunn Ólína fer skilmerkilega yfir hvað það væri sem vill með forsetaframboði. Þar segir meðal annars: „Ég er alvarlega að hugleiða að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands af fullum heilindum, nú eldri og lífsreyndari. Þar vegur þyngst hvatning bláókunnugs fólks úr röðum almennings frá áramótum. Hvatning frá fólki sem finnst það þekkja mig, þykist vita hvar það hefur mig, hefur lesið það sem ég hef skrifað um samfélagsmál, og sem veit að ég hef persónulega staðist erfiðar áskoranir í lífinu og hræðist ekki mótlæti.“ Þá nefnir Steinunn Ólína að hún hafi aldrei haft klappstýrur og já-fólk í kringum sig. Hún segir jafnframt að ef hún gefi kost á sér í komandi forsetakosningum muni hún gera það af heilum hug. „Af djúpu þakklæti fyrir að fæðast í þessu fallega og örugga landi og hafa notið þess atlætis sem raun ber vitni.“ Talsverð hreyfing er á lista yfir þá sem eru að safna undirskriftum. Í gær voru þeir 60, í gærkvöldi voru þeir komnir í 58 þrátt fyrir að Jón Gnarr hafi bæst við á lista, en í dag þegar þetta er skrifað eru þeir orðnir 63. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Aldrei fleiri forsetaefni og nú eða 60 stykki Að sögn Brynhildar Bolladóttur, lögfræðings hjá Landskjörstjórn, hafa aldrei verið fleiri í forsetaframboði en sem stendur eru 60 manns á skrá yfir þá sem nú leita eftir stuðningi. Athygli vekur að af þessum sextíu eru aðeins 16 konur. 2. apríl 2024 16:00 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Steinunn hefur þegar lýst því yfir að hún ætli örugglega fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stígur fram og lýsir yfir forsetaframboði. Það var af mörgum túlkað sem svo að forsenda framboðs Steinunnar sé einskonar hefndarframboð en ekkert slíkt vakir fyrir Steinunni. „Ég var einfaldlega að bregðast við sögusögnum þess efnis að forsætisráðherra Íslands ætli sér á elleftu stundu að yfirgefa ríkisstjórn sína til að freista þess að verða forseti landsins og þar með hugsanlega forseti eigin ríkisstjórnar. Sem væri annkannalegt svo ekki sé meira sagt.“ Það truflar Steinunni að Katrín hafi ekki gefið upp hvað hún hyggst gera. Hún ritaði grein sem birtist á Vísi sem heitir hvorki meira né minna en Bréf til þjóðarinnar þar sem Steinunn Ólína fer skilmerkilega yfir hvað það væri sem vill með forsetaframboði. Þar segir meðal annars: „Ég er alvarlega að hugleiða að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands af fullum heilindum, nú eldri og lífsreyndari. Þar vegur þyngst hvatning bláókunnugs fólks úr röðum almennings frá áramótum. Hvatning frá fólki sem finnst það þekkja mig, þykist vita hvar það hefur mig, hefur lesið það sem ég hef skrifað um samfélagsmál, og sem veit að ég hef persónulega staðist erfiðar áskoranir í lífinu og hræðist ekki mótlæti.“ Þá nefnir Steinunn Ólína að hún hafi aldrei haft klappstýrur og já-fólk í kringum sig. Hún segir jafnframt að ef hún gefi kost á sér í komandi forsetakosningum muni hún gera það af heilum hug. „Af djúpu þakklæti fyrir að fæðast í þessu fallega og örugga landi og hafa notið þess atlætis sem raun ber vitni.“ Talsverð hreyfing er á lista yfir þá sem eru að safna undirskriftum. Í gær voru þeir 60, í gærkvöldi voru þeir komnir í 58 þrátt fyrir að Jón Gnarr hafi bæst við á lista, en í dag þegar þetta er skrifað eru þeir orðnir 63.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Aldrei fleiri forsetaefni og nú eða 60 stykki Að sögn Brynhildar Bolladóttur, lögfræðings hjá Landskjörstjórn, hafa aldrei verið fleiri í forsetaframboði en sem stendur eru 60 manns á skrá yfir þá sem nú leita eftir stuðningi. Athygli vekur að af þessum sextíu eru aðeins 16 konur. 2. apríl 2024 16:00 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Aldrei fleiri forsetaefni og nú eða 60 stykki Að sögn Brynhildar Bolladóttur, lögfræðings hjá Landskjörstjórn, hafa aldrei verið fleiri í forsetaframboði en sem stendur eru 60 manns á skrá yfir þá sem nú leita eftir stuðningi. Athygli vekur að af þessum sextíu eru aðeins 16 konur. 2. apríl 2024 16:00
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00