Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2024 14:10 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. „Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Mbl greindi frá fundarboðinu. Ýmislegt gæti verið í kortunum Hugsanlegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, ekki síst með tilliti til ríkisstjórnarsamstarfs Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hildur segir ekki tímabært að ræða möguleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Bæði liggi ekkert fyrir um ákvörðun Katrínar og fyrir liggi að ýmislegt gæti verið í kortunum fari hún fram. Það verði það sem rætt verður á fundinum á morgun. Veit ekkert meira en hver annar Hildur segir að hún hafi engar frekari upplýsingar um hug Katrínar en hver annar. Henni finnist þó sá tími sem liðið hefur benda til þess að Katrín fari fram frekar en ekki. „En ég veit ekkert meira um það en þú.“ Þá segir hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu tiltölulega spakir yfir umræðunni. Hún hafi ekki heyrt af öðru. „Við erum ýmsu vön,“ sagði Hildur hlæjandi að lokum. Framsóknarmenn pollrólegir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert hafa verið rætt eða ákveðið um þingflokksfund vegna mögulegs framboðs Katrínar. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra óskaði eftir skriflegri fyrirspurn um málið. Þá hefur ekki náðst í Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann Vinstri grænna. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. 2. apríl 2024 09:58 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 „Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. 31. mars 2024 18:55 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Mbl greindi frá fundarboðinu. Ýmislegt gæti verið í kortunum Hugsanlegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, ekki síst með tilliti til ríkisstjórnarsamstarfs Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hildur segir ekki tímabært að ræða möguleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Bæði liggi ekkert fyrir um ákvörðun Katrínar og fyrir liggi að ýmislegt gæti verið í kortunum fari hún fram. Það verði það sem rætt verður á fundinum á morgun. Veit ekkert meira en hver annar Hildur segir að hún hafi engar frekari upplýsingar um hug Katrínar en hver annar. Henni finnist þó sá tími sem liðið hefur benda til þess að Katrín fari fram frekar en ekki. „En ég veit ekkert meira um það en þú.“ Þá segir hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu tiltölulega spakir yfir umræðunni. Hún hafi ekki heyrt af öðru. „Við erum ýmsu vön,“ sagði Hildur hlæjandi að lokum. Framsóknarmenn pollrólegir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert hafa verið rætt eða ákveðið um þingflokksfund vegna mögulegs framboðs Katrínar. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra óskaði eftir skriflegri fyrirspurn um málið. Þá hefur ekki náðst í Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann Vinstri grænna.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. 2. apríl 2024 09:58 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 „Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. 31. mars 2024 18:55 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. 2. apríl 2024 09:58
Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47
„Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. 31. mars 2024 18:55
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent