Snjóbylur setur strik í stærstu skíðahelgi ársins Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2024 15:26 Margir ökumenn hafa lent í vandræðum í dag. Landsbjörg Víða er ófært á Norður- og Austurlandi í dag og þurftu stjórnendur Hlíðarfjalls að loka á einni stærstu skíðahelgi ársins þegar snjóbylur skall á. Þá hafa björgunarsveitir þurft að aðstoða mikinn fjölda ferðalanga. Hún er ekki vorleg myndin sem Vegagerðin teiknar upp af á Norðurlandi í dag en vegir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Ljósavatnsskarð, Þverárfjall, Dalsmynni, Vatnsskarð og Ólafsfjarðarmúla eru allir lokaðir vegna veðurs auk Siglufjarðarvegs. Svipaða sögu er að segja á Norðausturlandi og Austurlandi þar sem margir helstu vegkaflar eru ýmist lokaðir eða illfærir. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur fólk til að bíða með ferðalög milli landshluta fyrir norðan í ljósi þessa. Staðan á Norðurlandi um klukkan 15 í dag. Rauði liturinn táknar vegarkafla sem eru ófærir og lokaðir fyrir almennri umferð.Vegagerðin Allir kátir þar til bylurinn skall á „Við áttum mjög flottan morgun en svo skall veðrið á eins og við bjuggust svo sem við. Við vorum að vona að þetta yrði innan marka en það var það ekki í þetta skiptið,“ segir Jónas Stefánsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli í samtali við fréttastofu. Skíðasvæðinu var lokað upp úr hádegi. Mikill fjöldi hafði þá verið í fjallinu frá því að það opnaði klukkan 9 en venju samkvæmt er Akureyri og Hlíðarfjall vinsæll áfangastaður yfir páskahelgina. „Það er búin að vera hörkutraffík og allir kátir og glaðir.“ Þangað til að norðan snjóbylur mætti á svæðið og allt skyggni hvarf í skyndi. Hlíðarfjall í betra veðri.Vísir/Tryggvi „Eins og það var nú bjart og fallegt í morgun, svona er bara íslenska veðrið stundum,“ bætir Jónas við en hann er bjartsýnn á morgundaginn þar sem gert er ráð fyrir að veðrið komi til með að róast í kvöld. Plötusnúðar og tónlistarmenn hafa glatt gesti Hlíðarfjalls um helgina var Rúnar Eff mættur á svæðið til að spila einmitt um það leyti sem veðrið skall á. Starfsfólk og gestir létu það ekki á sig fá og fór viðburðurinn fram á skíðahótelinu. „Það moksnjóar hjá okkur og við fögnum bara öllum snjó sem fáum. Það verður bara örugglega hægt að skíða hérna í gourmet færi fram í lokun í lok apríl,“ segir Jónas svæðisstjóri að lokum. Safnað hefur verið í bílaraðir og ökumönnum fylgt niður af heiðum.Landsbjörg Sumir bílar keyrðir niður Björgunarsveitir í Húnavatnssýslum og Skagafirði hafa staðið í ströngu í dag við að aðstoða ferðalanga yfir og niður af Vatnsskarði og út Langadal, að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Mikil hálka er sögð efst í Bólstaðahlíðarbrekku og hafa bílar fokið þar til. Í einhverjum tilvikum hafa bílstjórar ekki treyst sér til að keyra áfram og hefur björgunarfólk keyrt suma bíla niður, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Bílum hefur verið safnað saman í hópakstur og þeim fylgt niður beggja vegna Vatnsskarðs. Skyggni er víða slæmt. Landsbjörg Björgunarsveitin á Dalvík aðstoðaði fyrr í dag fólk sem var á ferð um Árskógsstrandarveg. Talsverður fjöldi ökumanna var í vandræðum þar og eitthvert tjón varð á ökutækjum þegar þau rákust saman. Aðgerðum þar er nú að mestu lokið en enn er verið að fylgja ferðalöngum niður af Vatnsskarði bæði austan og vestan megin, segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Staðan á Norðausturlandi um klukkan 15 í dag. Vegagerðin Staðan á Austurlandi um klukkan 15 í dag. Vegagerðin Akureyri Færð á vegum Veður Skíðasvæði Páskar Tengdar fréttir Ræður fólki frá því að ferðast á milli landshluta fyrir norðan Töluverð hætta er talin á snjóflóðum á nokkrum stöðum á landinu. Veðurfræðingur ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta á norðanverðu landinu, þar sem viðvaranir eru í gildi. 31. mars 2024 12:04 Gular viðvaranir og versnandi akstursskilyrði Spáð er nokkuð hvassri norðan- og norðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu eða él, einkum á Norður- og Austurlandi þar sem gul viðvörun verður í gildi. Þurrt að kalla sunnan heiða og bjart veður fram eftir degi, en lítilsháttar snjókoma þar í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust yfir daginn syðst. 31. mars 2024 08:07 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Hún er ekki vorleg myndin sem Vegagerðin teiknar upp af á Norðurlandi í dag en vegir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Ljósavatnsskarð, Þverárfjall, Dalsmynni, Vatnsskarð og Ólafsfjarðarmúla eru allir lokaðir vegna veðurs auk Siglufjarðarvegs. Svipaða sögu er að segja á Norðausturlandi og Austurlandi þar sem margir helstu vegkaflar eru ýmist lokaðir eða illfærir. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur fólk til að bíða með ferðalög milli landshluta fyrir norðan í ljósi þessa. Staðan á Norðurlandi um klukkan 15 í dag. Rauði liturinn táknar vegarkafla sem eru ófærir og lokaðir fyrir almennri umferð.Vegagerðin Allir kátir þar til bylurinn skall á „Við áttum mjög flottan morgun en svo skall veðrið á eins og við bjuggust svo sem við. Við vorum að vona að þetta yrði innan marka en það var það ekki í þetta skiptið,“ segir Jónas Stefánsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli í samtali við fréttastofu. Skíðasvæðinu var lokað upp úr hádegi. Mikill fjöldi hafði þá verið í fjallinu frá því að það opnaði klukkan 9 en venju samkvæmt er Akureyri og Hlíðarfjall vinsæll áfangastaður yfir páskahelgina. „Það er búin að vera hörkutraffík og allir kátir og glaðir.“ Þangað til að norðan snjóbylur mætti á svæðið og allt skyggni hvarf í skyndi. Hlíðarfjall í betra veðri.Vísir/Tryggvi „Eins og það var nú bjart og fallegt í morgun, svona er bara íslenska veðrið stundum,“ bætir Jónas við en hann er bjartsýnn á morgundaginn þar sem gert er ráð fyrir að veðrið komi til með að róast í kvöld. Plötusnúðar og tónlistarmenn hafa glatt gesti Hlíðarfjalls um helgina var Rúnar Eff mættur á svæðið til að spila einmitt um það leyti sem veðrið skall á. Starfsfólk og gestir létu það ekki á sig fá og fór viðburðurinn fram á skíðahótelinu. „Það moksnjóar hjá okkur og við fögnum bara öllum snjó sem fáum. Það verður bara örugglega hægt að skíða hérna í gourmet færi fram í lokun í lok apríl,“ segir Jónas svæðisstjóri að lokum. Safnað hefur verið í bílaraðir og ökumönnum fylgt niður af heiðum.Landsbjörg Sumir bílar keyrðir niður Björgunarsveitir í Húnavatnssýslum og Skagafirði hafa staðið í ströngu í dag við að aðstoða ferðalanga yfir og niður af Vatnsskarði og út Langadal, að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Mikil hálka er sögð efst í Bólstaðahlíðarbrekku og hafa bílar fokið þar til. Í einhverjum tilvikum hafa bílstjórar ekki treyst sér til að keyra áfram og hefur björgunarfólk keyrt suma bíla niður, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Bílum hefur verið safnað saman í hópakstur og þeim fylgt niður beggja vegna Vatnsskarðs. Skyggni er víða slæmt. Landsbjörg Björgunarsveitin á Dalvík aðstoðaði fyrr í dag fólk sem var á ferð um Árskógsstrandarveg. Talsverður fjöldi ökumanna var í vandræðum þar og eitthvert tjón varð á ökutækjum þegar þau rákust saman. Aðgerðum þar er nú að mestu lokið en enn er verið að fylgja ferðalöngum niður af Vatnsskarði bæði austan og vestan megin, segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Staðan á Norðausturlandi um klukkan 15 í dag. Vegagerðin Staðan á Austurlandi um klukkan 15 í dag. Vegagerðin
Akureyri Færð á vegum Veður Skíðasvæði Páskar Tengdar fréttir Ræður fólki frá því að ferðast á milli landshluta fyrir norðan Töluverð hætta er talin á snjóflóðum á nokkrum stöðum á landinu. Veðurfræðingur ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta á norðanverðu landinu, þar sem viðvaranir eru í gildi. 31. mars 2024 12:04 Gular viðvaranir og versnandi akstursskilyrði Spáð er nokkuð hvassri norðan- og norðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu eða él, einkum á Norður- og Austurlandi þar sem gul viðvörun verður í gildi. Þurrt að kalla sunnan heiða og bjart veður fram eftir degi, en lítilsháttar snjókoma þar í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust yfir daginn syðst. 31. mars 2024 08:07 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Ræður fólki frá því að ferðast á milli landshluta fyrir norðan Töluverð hætta er talin á snjóflóðum á nokkrum stöðum á landinu. Veðurfræðingur ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta á norðanverðu landinu, þar sem viðvaranir eru í gildi. 31. mars 2024 12:04
Gular viðvaranir og versnandi akstursskilyrði Spáð er nokkuð hvassri norðan- og norðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu eða él, einkum á Norður- og Austurlandi þar sem gul viðvörun verður í gildi. Þurrt að kalla sunnan heiða og bjart veður fram eftir degi, en lítilsháttar snjókoma þar í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust yfir daginn syðst. 31. mars 2024 08:07