„Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2024 11:45 Reynir segir mildi að ekki hafi farið verr. Það hafi verið konu fremst í bílaröðinni sem ökumennirnir reyndu að taka fram úr að þakka. Reynir Jónsson Maður sem lenti í bílslysi af völdum ofsaaksturs tveggja ökumanna í spyrnu segir mikla mildi að ekki fór verr. Kona sem ók á undan honum hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi. „Ég var að keyra af aðreininni af Breiðholtsbraut yfir á Reykjanesbraut, sem er umferðarmikil. Ég er á hægri akrein og þá koma tveir ökuníðingar á mikilli ferð, ofsahraða, örugglega hundrað kílómetra hraða,“ segir Reynir Jónsson, sem lenti í árekstrinum í gær. Ökuníðingarnir, sem hafi verið í kappakstri á blárri Teslu og hvítum Lexus, hafi reynt að fara fram úr á vinstri akrein. „Fara alveg eins langt og þeir komast. Þeir keyra á bíl hjá konu sem er fremst. Hún nær einhvern veginn að bjarga sér út í kant. Maðurinn fyrir aftan hana sér þetta, neglir niður, og ég aftan á hann,“ segir Reynir. Ökumennirnir sem urðu valdir að slysinu hafi hins vegar bara keyrt áfram sína leið. Áreksturinn varð á tvöfaldri aðrein frá Breiðholtsbraut inn á Reykjanesbraut.Reynir Jónsson Hefði getað farið verr Reynir segir að konan sem hafi verið fremst bílanna þriggja hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi, með því að koma bíl sínum út í kant. Reynir segir að stöðva verði menn eins og þá sem óku í veg fyrir hann og fleiri í gær. „Það var bara bíll við bíl og þeir komust hvergi inn í á þessum hraða. Þannig að þeir gerðu þetta svona og hefðu getað valdið stórslysi. Þó þetta sé nógu mikið tjón þá er þetta minniháttar miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Reynir, sem þó situr uppi með umtalsvert tjón á sínum bíl, líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér. „En auðvitað slapp þetta vel, þó það hafi ekki verið þeim að þakka.“ Bíll Reynis var óökuhæfur eftir áreksturinn og var dreginn upp á pall og ferjaður af vettvangi.Reynir Jónsson „Algjörir ökuníðingar“ Reynir segist vita til þess að ofsaaksturinn hafi náðst á myndavél. „Það er myndavél uppi á brúnni, og þeir hafa væntanlega verið á ofsahraða þar. Þeir ná ekki svona miklum hraða á smá stund.“ Reynir hafi fengið spurn af því að skömmu síðar hafi ökumaður hvíta Lexus-bílsins tekið fram úr á ofsahraða á Reykjanesbraut. „Þetta eru algjörir ökuníðingar. Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern.“ Bíll Reynis er mikið skemmdur eftir áreksturinn.Reynir Jónsson Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
„Ég var að keyra af aðreininni af Breiðholtsbraut yfir á Reykjanesbraut, sem er umferðarmikil. Ég er á hægri akrein og þá koma tveir ökuníðingar á mikilli ferð, ofsahraða, örugglega hundrað kílómetra hraða,“ segir Reynir Jónsson, sem lenti í árekstrinum í gær. Ökuníðingarnir, sem hafi verið í kappakstri á blárri Teslu og hvítum Lexus, hafi reynt að fara fram úr á vinstri akrein. „Fara alveg eins langt og þeir komast. Þeir keyra á bíl hjá konu sem er fremst. Hún nær einhvern veginn að bjarga sér út í kant. Maðurinn fyrir aftan hana sér þetta, neglir niður, og ég aftan á hann,“ segir Reynir. Ökumennirnir sem urðu valdir að slysinu hafi hins vegar bara keyrt áfram sína leið. Áreksturinn varð á tvöfaldri aðrein frá Breiðholtsbraut inn á Reykjanesbraut.Reynir Jónsson Hefði getað farið verr Reynir segir að konan sem hafi verið fremst bílanna þriggja hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi, með því að koma bíl sínum út í kant. Reynir segir að stöðva verði menn eins og þá sem óku í veg fyrir hann og fleiri í gær. „Það var bara bíll við bíl og þeir komust hvergi inn í á þessum hraða. Þannig að þeir gerðu þetta svona og hefðu getað valdið stórslysi. Þó þetta sé nógu mikið tjón þá er þetta minniháttar miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Reynir, sem þó situr uppi með umtalsvert tjón á sínum bíl, líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér. „En auðvitað slapp þetta vel, þó það hafi ekki verið þeim að þakka.“ Bíll Reynis var óökuhæfur eftir áreksturinn og var dreginn upp á pall og ferjaður af vettvangi.Reynir Jónsson „Algjörir ökuníðingar“ Reynir segist vita til þess að ofsaaksturinn hafi náðst á myndavél. „Það er myndavél uppi á brúnni, og þeir hafa væntanlega verið á ofsahraða þar. Þeir ná ekki svona miklum hraða á smá stund.“ Reynir hafi fengið spurn af því að skömmu síðar hafi ökumaður hvíta Lexus-bílsins tekið fram úr á ofsahraða á Reykjanesbraut. „Þetta eru algjörir ökuníðingar. Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern.“ Bíll Reynis er mikið skemmdur eftir áreksturinn.Reynir Jónsson
Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira