„Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2024 11:45 Reynir segir mildi að ekki hafi farið verr. Það hafi verið konu fremst í bílaröðinni sem ökumennirnir reyndu að taka fram úr að þakka. Reynir Jónsson Maður sem lenti í bílslysi af völdum ofsaaksturs tveggja ökumanna í spyrnu segir mikla mildi að ekki fór verr. Kona sem ók á undan honum hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi. „Ég var að keyra af aðreininni af Breiðholtsbraut yfir á Reykjanesbraut, sem er umferðarmikil. Ég er á hægri akrein og þá koma tveir ökuníðingar á mikilli ferð, ofsahraða, örugglega hundrað kílómetra hraða,“ segir Reynir Jónsson, sem lenti í árekstrinum í gær. Ökuníðingarnir, sem hafi verið í kappakstri á blárri Teslu og hvítum Lexus, hafi reynt að fara fram úr á vinstri akrein. „Fara alveg eins langt og þeir komast. Þeir keyra á bíl hjá konu sem er fremst. Hún nær einhvern veginn að bjarga sér út í kant. Maðurinn fyrir aftan hana sér þetta, neglir niður, og ég aftan á hann,“ segir Reynir. Ökumennirnir sem urðu valdir að slysinu hafi hins vegar bara keyrt áfram sína leið. Áreksturinn varð á tvöfaldri aðrein frá Breiðholtsbraut inn á Reykjanesbraut.Reynir Jónsson Hefði getað farið verr Reynir segir að konan sem hafi verið fremst bílanna þriggja hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi, með því að koma bíl sínum út í kant. Reynir segir að stöðva verði menn eins og þá sem óku í veg fyrir hann og fleiri í gær. „Það var bara bíll við bíl og þeir komust hvergi inn í á þessum hraða. Þannig að þeir gerðu þetta svona og hefðu getað valdið stórslysi. Þó þetta sé nógu mikið tjón þá er þetta minniháttar miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Reynir, sem þó situr uppi með umtalsvert tjón á sínum bíl, líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér. „En auðvitað slapp þetta vel, þó það hafi ekki verið þeim að þakka.“ Bíll Reynis var óökuhæfur eftir áreksturinn og var dreginn upp á pall og ferjaður af vettvangi.Reynir Jónsson „Algjörir ökuníðingar“ Reynir segist vita til þess að ofsaaksturinn hafi náðst á myndavél. „Það er myndavél uppi á brúnni, og þeir hafa væntanlega verið á ofsahraða þar. Þeir ná ekki svona miklum hraða á smá stund.“ Reynir hafi fengið spurn af því að skömmu síðar hafi ökumaður hvíta Lexus-bílsins tekið fram úr á ofsahraða á Reykjanesbraut. „Þetta eru algjörir ökuníðingar. Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern.“ Bíll Reynis er mikið skemmdur eftir áreksturinn.Reynir Jónsson Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Ég var að keyra af aðreininni af Breiðholtsbraut yfir á Reykjanesbraut, sem er umferðarmikil. Ég er á hægri akrein og þá koma tveir ökuníðingar á mikilli ferð, ofsahraða, örugglega hundrað kílómetra hraða,“ segir Reynir Jónsson, sem lenti í árekstrinum í gær. Ökuníðingarnir, sem hafi verið í kappakstri á blárri Teslu og hvítum Lexus, hafi reynt að fara fram úr á vinstri akrein. „Fara alveg eins langt og þeir komast. Þeir keyra á bíl hjá konu sem er fremst. Hún nær einhvern veginn að bjarga sér út í kant. Maðurinn fyrir aftan hana sér þetta, neglir niður, og ég aftan á hann,“ segir Reynir. Ökumennirnir sem urðu valdir að slysinu hafi hins vegar bara keyrt áfram sína leið. Áreksturinn varð á tvöfaldri aðrein frá Breiðholtsbraut inn á Reykjanesbraut.Reynir Jónsson Hefði getað farið verr Reynir segir að konan sem hafi verið fremst bílanna þriggja hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi, með því að koma bíl sínum út í kant. Reynir segir að stöðva verði menn eins og þá sem óku í veg fyrir hann og fleiri í gær. „Það var bara bíll við bíl og þeir komust hvergi inn í á þessum hraða. Þannig að þeir gerðu þetta svona og hefðu getað valdið stórslysi. Þó þetta sé nógu mikið tjón þá er þetta minniháttar miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Reynir, sem þó situr uppi með umtalsvert tjón á sínum bíl, líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér. „En auðvitað slapp þetta vel, þó það hafi ekki verið þeim að þakka.“ Bíll Reynis var óökuhæfur eftir áreksturinn og var dreginn upp á pall og ferjaður af vettvangi.Reynir Jónsson „Algjörir ökuníðingar“ Reynir segist vita til þess að ofsaaksturinn hafi náðst á myndavél. „Það er myndavél uppi á brúnni, og þeir hafa væntanlega verið á ofsahraða þar. Þeir ná ekki svona miklum hraða á smá stund.“ Reynir hafi fengið spurn af því að skömmu síðar hafi ökumaður hvíta Lexus-bílsins tekið fram úr á ofsahraða á Reykjanesbraut. „Þetta eru algjörir ökuníðingar. Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern.“ Bíll Reynis er mikið skemmdur eftir áreksturinn.Reynir Jónsson
Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira