Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 11:58 Gestir Pallborðsins að þessu sinni eru Henry Alexander Henrysson siðfræðingur, Ingrid Kuhlman formaður Lífsvirðingar og Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. Dánaraðstoð er umdeild en í grófum dráttum má segja að um tvennt sé að ræða; annars vegar það að læknir aðstoðar sjúkling við að deyja með lyfjagjöf í æð (e. euthanasia) og hins vegar að læknir sér sjúklingi fyrir lyfi sem sjúklingurinn tekur sjálfur til að binda enda á líf sitt (e. assisted suicide). Dánaraðstoð hefur verið leidd í lög í átta Evrópuríkjum samkvæmt samtökunum Lífsvirðingu; Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Sviss, Þýskalandi, Spáni, Austurríki og Portúgal. Þá er hún heimil í um tug ríkja Bandaríkjanna. Sums staðar er sjúklingum heimilt að ákveða að hætta að þiggja næringu í æð en það úrræði flokkast ekki undir dánaraðstoð né heldur hefðbundin lífslokameðferð, þar sem markmiðið er að draga úr þjáningu þegar ljóst þykir að viðkomandi á aðeins daga eða vikur eftir ólifaðar. Kannanir benda til þess að meirihluti sé fylgjandi dánaraðstoð, meðal landsmanna, heilbrigðisstarfsmanna og sjúklingasamtaka. Málefnið hefur hins vegar ekki fengið mikla umræðu í samfélaginu og það hefur reynst erfitt að fá lækna og hjúkrunarfræðinga til að tjá sig um málið. Samtökin Lífsvirðing hafa lengi talað fyrir því að dánaraðstoð verði lögleidd á Íslandi en í umsögn félagsins um frumvarpið sem nú liggur fyrir eru gerðar ýmsar athugasemdir og ýmsum spurningum ósvarað. Hverjir nákvæmlega eiga að eiga kost á dánaraðstoð? Á aðstoðin að standa bæði líkamlega og andlega veikum til boða? Hvað með börn með ólæknandi sjúkdóma? Þessar spurningar og fleiri verða til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Gestir eru Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Henry Alexander Henrysson siðfræðingur og Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Dánaraðstoð Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Dánaraðstoð er umdeild en í grófum dráttum má segja að um tvennt sé að ræða; annars vegar það að læknir aðstoðar sjúkling við að deyja með lyfjagjöf í æð (e. euthanasia) og hins vegar að læknir sér sjúklingi fyrir lyfi sem sjúklingurinn tekur sjálfur til að binda enda á líf sitt (e. assisted suicide). Dánaraðstoð hefur verið leidd í lög í átta Evrópuríkjum samkvæmt samtökunum Lífsvirðingu; Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Sviss, Þýskalandi, Spáni, Austurríki og Portúgal. Þá er hún heimil í um tug ríkja Bandaríkjanna. Sums staðar er sjúklingum heimilt að ákveða að hætta að þiggja næringu í æð en það úrræði flokkast ekki undir dánaraðstoð né heldur hefðbundin lífslokameðferð, þar sem markmiðið er að draga úr þjáningu þegar ljóst þykir að viðkomandi á aðeins daga eða vikur eftir ólifaðar. Kannanir benda til þess að meirihluti sé fylgjandi dánaraðstoð, meðal landsmanna, heilbrigðisstarfsmanna og sjúklingasamtaka. Málefnið hefur hins vegar ekki fengið mikla umræðu í samfélaginu og það hefur reynst erfitt að fá lækna og hjúkrunarfræðinga til að tjá sig um málið. Samtökin Lífsvirðing hafa lengi talað fyrir því að dánaraðstoð verði lögleidd á Íslandi en í umsögn félagsins um frumvarpið sem nú liggur fyrir eru gerðar ýmsar athugasemdir og ýmsum spurningum ósvarað. Hverjir nákvæmlega eiga að eiga kost á dánaraðstoð? Á aðstoðin að standa bæði líkamlega og andlega veikum til boða? Hvað með börn með ólæknandi sjúkdóma? Þessar spurningar og fleiri verða til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Gestir eru Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Henry Alexander Henrysson siðfræðingur og Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar.
Dánaraðstoð Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira