Innlent

Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ó­fundnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lýst var eftir þjófunum tveimur í gær.
Lýst var eftir þjófunum tveimur í gær.

Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 

Þetta staðfestir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi í samtali við fréttastofu. Hann segir lítið hægt að bæta við það sem þegar hefur fram komið um málið. Rannsókn sé í fullum gangi. Lögregla hafi fengið ábendingar síðan í gær og vinni út frá þeim. 

Heimir vill ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að þjófarnir náist. Þá sé ekki vitað hvort þjófarnir hafi mögulega komist úr landi. Allt um staðsetningu þeirra sé aðeins getgátur á þessu stigi. 

Þjófarnir stálu peningatöskum með fé úr spilakössum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag. Ránið er talið þaulskipulagt og voru þjófarnir innan við mínútu að athafna sig á vettvangi. Lögregla telur að þeir hafi haft á brott með sér 20 til 30 milljónir króna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×