Hér má heyra lagið hans Raining Crystals:
Í fréttatilkynningu segir að tónleikarnir hafi farið fram fyrir fullu húsi í Iðnó.
„Þetta var bara alveg ótrúleg tilfinning sem fór langt fram úr mínum björtustu vonum. Platan kom út á föstudag, og svo tónleikar strax á laugardaginn. Ég er bara svo sjúklega þakklátur fyrir alla sem að komu og áttu þetta kvöld með okkur,“ segir Jóhann Egill.
DJ Óli Atla og Þorri Jökull sáu um upphitunina. Jóhann Egill steig svo á svið ásamt tveimur hljómborðsleikurum, sem spiluðu lögin live með Jóhanni. Hér má hlusta á Jóhann Egil á streymisveitunni Spotify.
Hér má sjá vel valdar myndir frá tónleikunum:










